Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 30
Ég er enn að leita eftir húsnæði.Peepshow? Ég kýs að kalla þetta leiksýningu eða gægjuleikhús,“ seg- ir Ásgeir Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger nektardans- staðnum. Hann hyggst koma á fót í Reykjavík starfsemi sem hýsir það sem sigldir menn og sjóaðir þekkja sem peepshow. Siðprúðar gægjusýningar „Já, þetta funkerar þannig að menn setjast á stól og horfa á stúlku sem er á hringborði dansa og fækka fötum. Gler er á milli og menn ná engu sambandi við stúlkuna. Þó verður þetta svo að fyrir auka- greiðslu er hægt að fá glerið í burtu en þó þannig að engin snerting er. Þetta er löglegt um allan heim – sama hvar þú kemur,“ segir Geiri. Hann segir að víða erlendis séu gægjuleikhús sem bjóða upp á afar svæsnar sýningar en Geiri ætlar sér ekki að feta þá braut, ekkert slíkt, heldur verða þetta siðprúðar sýningar, segir hann – ekkert frá- brugðið ljósblárri mynd. Geiri hefur staðið í stælum við femínista sem vilja banna alla þá starfsemi sem hann hefur staðið fyrir. „Þarna munu bæði karlmenn og kvenfólk dansa. Þar sem svona starfsemi hefur verið bönnuð er- lendis, í borgum og sveitarfélögum, er enginn sem skiptir sér af hinum svokölluðu hommastöðum. Þar er allt leyfilegt og femínistar sjá ein- hverra hluta vegna enga ástæðu til að fetta fingur út í það.“ Erfiðir femínistar Geiri stendur í stórræðum og fagnaði nýlega útgáfu dagatals sem hann gefur út á hverju ári. Reyndar féll árið 2002 út vegna allra látanna þegar verið var að banna nektar- staðina. „Þessi dagatöl hafa yfirleitt klárast og þegar ég ætlaði að hætta þarna um árið stoppaði síminn ekki. ‘Hvar eru almanökin?’ Ég fékk hálf- gildings samviskubit og ákvað að halda þessu áfram.“ Þetta er fjórða dagatalið sem Geiri gefur út og hann segir það sérstakt að því leytinu að þær sem sitja fyrir eru stúlkur sem eru að dansa fyrir hann eða hafa dansað fyrir hann. Engar íslenskar fyrir- sætur eru að þessu sinni. „Ekki þetta árið. Íslenskar stúlk- ur hafa náð því að vera helmingur þeirra sem sitja fyrir. Nú eru þær feimnari. Mikið til út af þessum lát- um í þessum femínistakonum. Þær stoppa allt af svona. Þær eru dug- legar að beita sér þessar kerlingar.“ Jólagjöf til sjómannanna Geiri bendir þó á að dagatal sitt sé afar siðprútt, þar sé enginn dóna- skapur á ferð. „Þarna er ekkert sem ætti að særa blygðunarkenndina, ekki einu sinni hinna viðkvæmustu meðal vor.“ Dagatölunum, sem eru ókeypis, er yfirleitt dreift um borð í öll skip sem sigla á Íslandsmið. Þetta er jólagjöf Geira til íslensku sjómann- anna. Og ekki nánasarleg því útgáf- an kostar á aðra milljón. „Það verður nú að vera eitthvað fallegt á veggjunum þegar þeir eru í Smugunni. Eitthvað sem örvar þá til dáða á sjónum. Ég er sannfærður um að þetta hafi slíkt gildi. Fátt er skemmtilegra í löngum og leiðinleg- um túrum úti á sjó en að hafa daga- tal með myndum af fallegum kon- um á. Það heldur bara í mönnum líf- inu. Mér rennur blóðið til skyldunn- ar enda hefur mér alltaf fundist sjó- menn mesta stolt Íslendinga. Þeir eru mennirnir sem bera björg í bú og leggja ótrúlega mikið á sig.“ jakob@frettabladid.is ■ Næsta stopp 30 20. desember 2003 LAUGARDAGUR Gæði sem leitað er í… Það er ekki að ástæðu- lausu að nærföt frá Olympia/Marathon eru mestu seldu karlmanna- og barnanærföt í Danmörku. Gott snið og gæði á sanngjörnu verði, nútíma- hönnun og mikið úrval. Nærfötin eru búin til úr sérvöldum úrvalsefnum. Þess vegna er tveggja ára ábyrgð á frágangi og efni í nærfötum frá Olympia/Marathon. Fæst í stórmörkuðum um land allt. Dreifing: Rún heildverslun, sími 568 0656. Ég vildi fara til Róma-borgar,“ segir Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra, þegar hann er spurður hvert hann myndi fara mætti hann ráða. „Af hverju Róm? Af því það var svo gaman hjá Hall- dóri Laxness í Róm,“ svar- ar Árni. „Ég vildi búa á sama hóteli og hann en það er rétt fyrir ofan Spænsku tröppurnar. Svo myndi ég vitaskuld sækja kaffihús og skoða fornminjar og kirkjur. Það eru hvergi fallegri kirkjur en í Róm. Ég hef komið þrisvar sinnum til Rómar og mér finnst borgin ákaf- lega skemmtileg. Þar er hægt að gera óendanlega margt. Þar eru mörg og ólík hverfi og maturinn er góður.“ Annar staður sem kemur upp í hugann, segir Árni, er þorpið Ilulissat á Grænlandi. „Ég kom þar að sumri til og þá veiddu menn grálúðuna á handfæri í litl- um bátum. Á veturna gera menn hins vegar út á grálúðu í gegnum ís og eru á hundasleðum. Mig hefur alltaf langað til að koma þarna um vetur. Umhverfið er tignarlegt, miklir firðir þar sem jöklarnir ganga fram í sjóinn,“ segir Árni og segir í lokin litla skemmtisögu: „Einu sinni mætti ég Árna Johnsen á kaffistofunni í þinginu og hann sagði: „Ans- ans. Ég er að fara til Græn- lands eftir hálftíma, þú hefð- ir átt að koma með“. Ég sagðist ómögulega geta það því ég væri að fara á nefnd- arfund.“ Árni sagði aftur „ansans“. Svo fór Árni John- sen til Grænlands og var veðurtepptur í hálfan mán- uð.“ ■ Árni M. Mathiesen vildi gjarnan fara til Rómaborgar. Í fótspor Laxness ÁRNI M. MATHIESEN Róm er draumastaður sjávarútvegs- ráðherrans og svo lítið þorp á Grænlandi. Geiri á Goldfinger hefur hug á að setja á fót það sem hann kallar gægjuleikhús, sem fólk þekkir betur sem peepshow. Hann var að senda frá sér sitt árlega dagatal sem hann segir sína jólagjöf til sjómanna – og dýr jólagjöf má það heita því útgáf- an kostar á aðra milljón. Gægjuleikhús Geira Þarna munu bæði karlmenn og kven- fólk dansa. ,, Engar íslenskar fyrirsætur eru að þessu sinni en hafa náð að vera helmingur. „Mikið til út af látum í þessum femínistakonum. Þær stoppa allt af svona.“ ,, DAGATAL GEIRA Jólagjöf hans til íslensku sjómannanna er dagatal með fáklæddum stúlkum sem kost- aði á aðra milljón í framleiðslu. „Fátt er skemmtilegra í löngum og leiðinlegum túr- um úti á sjó en að hafa dagatal með mynd- um af fallegum konum á,“ segir Geiri. „Það heldur bara í mönnum lífinu.“ GEIRI Á GOLDFINGER Geiri leitar nú að húsnæði undir starfsemi sem hann kallar gægjuleikhús. Þar verða sið- prúðar sýningar, segir hann, þar sem dansa bæði karlar og konur á hringlaga borði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.