Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 46
Ólafur Jóhann Sigurðsson telsteinn af meisturum smásagna-
gerðar hér á landi á 20. öld. Nú er
útkomið í kilju úrval smásagna
hans og ber heitið Úrvalssögur.
Sonur höfundarins, Ólafur Jóhann
Ólafsson rithöfundur, valdi sög-
urnar.
„Það var úr fjölda smásagna að
velja og þar sem þær eru allar
listaverk, hver á sinn hátt, varð ég
að láta eigin geðþótta ráða ferð-
inni,“ segir Ólafur Jóhann Ólafs-
son. „Það væri auðvelt að velja í
annað safn jafnlangt án þess að
slaka nokkuð á kröfum. Þetta úr-
val ætti að gefa lesendum góða
mynd af þessum þætti höfundar-
verks pabba; hann hafði miklar
taugar til sumra þessara sagna
sjálfur, kannski vegna þess að
þær voru með því fyrsta sem
hann birti, þá kornungur maður.
Elstu sögurnar í nýja úrvalinu
eru skrifaðar þegar hann stendur
rétt á tvítugu, sú yngsta er frá
miðjum sjötta áratuginum, ef mig
misminnir ekki. Hann fékkst mik-
ið við smásagnaritun um og upp
úr 1940 en einbeitti sér seinna á
ævinni meira að skáldsagnaritun
og ljóðagerð. Ég man ekki til þess
að hann skrifaði smásögu eftir
miðjan sjöunda áratuginn. Hann
hafði samt alltaf miklar taugar til
smásögunnar og ég man að þegar
ég var strákur sagðist hann oftar
en einu sinni hlakka til að komast
í þær aftur. En þá var hann á kafi
í þríleiknum mikla um Pál Jóns-
son blaðamann og fátt annað
komst að á meðan.“
Húmanismi var undirstaðan
Eru einhver viðfangsefni sem
þú sérð að eru honum hugleiknari
en önnur í þessum smásögum?
„Þetta eru klassískar sögur að
gerð og efni, snúast oft um atvik
sem virðast í fyrstu ekki mikil-
væg en kollvarpa þegar upp er
staðið lífi sögupersóna og heimin-
um umhverfis þær, varpa ljósi á
það sem áður var falið og tvinna
saman líf einstaklingsins og þjóð-
arinnar. Það er mikil samfélags-
lýsing í þessum sögum sem allar
endurspegla húmanismann sem
var undirstaða alls höfundarverks
föður míns.“
Hann hlýtur að teljast með
betri stílistum þjóðarinnar á 20.
öld. Kom þess stíll fyrirhafnar-
laust eða lá hann yfir textanum?
„Hann var stílisti af guðs náð
en þurfti að hafa fyrir því eins og
aðrir að þroska sína list. Þegar ég
fæddist var hann orðinn hálf-
fimmtugur og löngu búinn að taka
út þennan þroska. Hann vann ekki
hratt; dagsverkið var kannski ein
blaðsíða, en hann endurskrifaði
aldrei mikið, þetta kom fullmótað
úr pennanum.“
Páls saga væntanleg á ný
Áttu þér eftirlætis smásögu eft-
ir föður þinn?
„Þær eru svo margar. Kannski
ég nefni tvær ólíkar, Reista
píramída og Bruna. Ef þú spyrðir
mig á morgun yrði svarið eflaust
annað, þetta breytist frá degi til
dags.“
Stórvirki föður þíns er þríleik-
urinn um Pál blaðamann. Er ekki
brýnt að koma því verki til nýrra
kynslóða?
„Jú, þetta er náttúrlega ein af
perlum íslenskra bókmennta. Mál
og menning mun hefja endur-
útgáfu á Pálssögu á næsta ári. Það
er allt komið vel á veg.“ ■
42 20. desember 2003 LAUGARDAGUR
Það er mikil sam-
félagslýsing í þess-
um sögum sem allar endur-
spegla húmanismann sem
var undirstaða alls höfund-
arverks föður míns.
,,
■ Bækur
JÓHANN PÁLL VALDIMARSSON
Á fimm bækur á topp 10 lista yfir sölu-
hæstu bækurnar á lokasprettinum. Það
verður að teljast góður árangur fyrir hina
ungu útgáfu.
■ Sagt og skrifað
Góð upp-
skera hjá JPV
Yfirgripsmesti bóksölulistijólavertíðarinnar er listi Fé-
lagsvísindastofnunar, sem birtur
er á hverjum fimmtudegi. Hann
nær til flestra bókaverslana á
landinu. Það vekur athygli að á
listanum sem birtist þann 18. des-
ember á JPV útgáfa 5 bækur á
topp 10 listanum yfir allar bækur,
eða helming bókanna. Listinn er
yfir bóksölu 9.-15. desember.
Bækurnar eru Einhvers konar ég
eftir Þráin Bertelsson, Herra Jóli
eftir Roger Hargreaves, ung-
lingahandbókin Hvað er málið?,
Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnars-
son og Ambáttin eftir Mende
Nazer. Vaka-Helgafell, Mál og
menning, Skrudda, Stöng og
Bjartur eiga svo hvert um sig eina
bók á topp 10 listanum. Ekki er
líklegt að listinn taki stórbreyt-
ingum fyrir jól. Þetta er því mikill
sigur fyrir hið tiltölulega unga
JPV forlag, sem festir sig hér með
rækilega í sessi.
Ólafur Jóhann Ólafsson hefur valið til útgáfu úrval smásagna eftir föður sinn, Ólaf
Jóhann Sigurðsson. Hann var mikill stílisti og hafði dálæti á smásagnaforminu:
Meistari smásögunnar
ÓLAFUR JÓHANN ÓLAFSSON
„Hann var stílisti af guðs náð en þurfti að hafa fyrir því eins og aðrir að þroska sína list,“
segir Ólafur um föður sinn. „Þegar ég fæddist var hann orðinn hálffimmtugur og löngu
búinn að taka út þennan þroska.“
ÚRVALSSÖGUR
Ólafur Jóhann Sigurðsson telst einn af
meisturum smásagnagerðar hér á landi á
20. öld. Hann hafði mikið dálæti á smá-
sagnaforminu.