Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 70
66 20. desember 2003 LAUGARDAGUR ÞORLÁKSMESSUSKATA Hjá okkur færðu ekta vestfirska skötu ! Verið vandlát, það erum við. Opið laugardag og sunnudag frá kl. 9.00-18.00 FISKBÚÐIN HAFBERG Gnoðarvogi 44, sími 588 8686 HNOÐMÖR, HAMSAR, HANGIFLOT. HÁKARL, HARÐFISKUR, STÓR RÆKJA, HÖRPUSKEL. JÓLAHUMARINN KOMINN SK AT A SKATA Jólamaturinn: Hreindýr í stað rjúpu Það er auðvitað mjög mikið aðgera hjá mér í desember, en það er alltaf mikið að gera,“ segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra. „Jólaundirbúningurinn bætist auðvitað við en það er bara ánægjuleg viðbót. Það eina sem er óhefðbundið við jólin núna er að við erum ekki með rjúpur. Við verðum með humar í forrétt, hreindýr í aðalrétt og ferska ávexti í eftirrétt. Í fyrra vorum við heldur ekki með rjúpur og þetta er nú það helsta sem hefur breyst hjá okkur. Fjölskylda Sivjar er með ákveðna fasta liði á aðventunni, eins og svo margar aðrar. „Við erum nýbúin að gera laufabrauð með föðursystur minni. Svo höldum við alltaf mar- sípankeppni svokallaða hjá mömmu. Þá erum við með marsipan, brætt súkkulaði, möndlur, kókosmjöl og allskon- ar skraut. Við litum líka hluta af marsípaninu. Svo komum við systkinin saman, makar og börn og mamma dæmir um það hver gerir fallegasta marsipanið. Á Þorláksmessu er orðið hefð- bundið að fara í skötu hjá tengdafólkinu mínu. Á seinni árum höfum við tek- ið upp þann sið að fara í Heið- mörk að gera kertaskreytingar og jólaskraut. Mamma hefur safnað okkur saman, börnunum og barnabörnum, í norska kof- ann þarna í skóginum. Við erum nýbúin að fara þangað og þar var mikil jólastemning.“ ■ Nýverið komu í Vínbúðir hin vin-sælu styrktu vín Rivasaltes auk vína frá héraðinu Roussillon. Þau fást í gjafumbúðum í Vínbúðum, tvö og þrjú í pakka. Frá framleiðandan- um Pujol - Domaine La Rourède í Roussillon koma þrjú vín undir heit- inu Côtes du Roussillon. Vínin eru kraftmikil með keim af svörtum berjum, með skemmtilegt og langt eftirbragð. Frábær kostur með villi- bráð, lambakjöti og öllu grilluðu kjöti. Þrúgurnar í þessum vínum eru allt að fjórar og eru blandaðar í mismunandi hlutföllum: grenache, carignan, mourvèdre og syrah. Öll vín frá Pujol eru lífrænt ræktuð og eru þannig betri kostur fyrir þá sem eiga til að fá hausverk af neyslu rauðvína! Rivesaltes er þorp í frönsku Kataloníu. Rivesaltes-vínin eru styrkt og gerð þeirra er sérstök. Þau eru gerð úr rauðu eða hvítu grenache-þrúgunni. Berin handtínd eftir að þau hafa verið látin of- þroskast og innihalda því mikinn sykur. Þau eru síð- an í flestum tilfell- um kramin og lát- in liggja í safa og gerjast. Seinna eru þau pressuð og gerjunin stopp- uð með vínberja- alkóhóli. Vínið er svo geymt annað- hvort í tönkum eða ámum í fjölda ára eins og t.d. fyrir Rivesaltes hors d’âge sem er geymt meira en 10 ár í ámum. Vínin eru öll með svipaðan styrkleika eða í kringum 16 %. Eftir opnun geym- ast vínin í að minnsta kosti átta vik- ur. Rivesaltes Vintage Lykt af sykurhúðuðum ávöxtum og kirsuberjum. Gott jafnvægi í bragði, sveskjur og vel þroskuð dökk ber, örlítið tannín en langt eft- irbragð. Þetta vín er drukkið sem fordrykkur en einnig með eftirrétt- um úr rauðum ávöxtum eða mildu súkkulaði. Muscat de Rivesaltes Mjög spennandi styrkt vín í frábæru jafnvægi. Mikill fersk- leiki og góð sýra á móti sætum vín- berjum. Sérstak- lega langt og mjúkt eftirbragð. Vínið hentar mjög vel sem fordrykk- ur. Frábært með gæsa- eða andalif- ur, með Roquefort- osti eða sem eftir- réttavín með eplatertum, ávaxta- kökum eða ávaxtasorbet. Passar líka mjög vel með súkkulaði. Rivesaltes Blanc Þetta vín er flókið, meðalsætt með keim af appelsínu, möndlum, hunangi og eik, eftirbragðið er langt. Mikið jafnvægi. Á sérlega vel við með foie gras eða eftirrétt- um úr súkkulaði og appelsínum. Rivesaltes Hors d’âge Þetta vín er mjög flókið, meðal- sætt með keim af kaffibrennslu, kakó, tóbaki og eik, eftirbragðið er mjög langt. Tilvalið með eftir- réttum úr súkkulaði eða sem eftir- drykkur í stað koníaks, það er ein- nig gott með góðum vindlum. ■ SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Uppáhaldsjólaskrautið er engill sem yngsti sonurinn gerði sjálfur á leikskólanum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A VÍNTVENNA Í víntvennu eru í boði fordrykkur og desertvín eða eftirdrykkur: Muscat de Rivesaltes, Rivesaltes Hors d’âge. Fæst í stærri Vínbúðum á 6.610 kr. Bára Einarsdóttir „Hamborgarhryggur og skyrkaka í eftirmat. Ég elda.“ Hvað verður í jólamatinn? Frönsk styrkt vín í gjafaumbúðum: Nýjungar frá frönsku Katalóníu VÍNÞRENNA Í vínþrennu eru boðin þrenn vín fyrir alla rétti hátíðarmál- tíða: Mâcon La Roche Vineu- se 2000 frá Francois d’Allaines, (hvítvín - chardon- nay), Côtes du Roussillon 2001 (rauðvín - samsett af syrah, grenache og carignan), Rivesaltes Vintage (styrkt rauðvín frá Roussillon-héraði Frakklands). Fæst í stærri Vínbúðum á 6.610 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.