Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 16
16 20. desember 2003 LAUGARDAGUR Ungu þingmennirnir á Alþingi: Krefjandi en skemmtilegt Ungir þingmenn sem náðukjöri í síðustu alþingis- kosningum hafa látið heilmikið að sér kveða á Alþingi frá því það hófst í haust, en það er nú komið í jólafrí til 28. janúar. Þeim finnst þingið vera mjög skemmtilegur og spennandi starfsvettangur og segja starfsandann einstaklega góðan, þrátt fyrir að þingmenn séu með ólíkar skoðanir í pólitíkinni. Fréttablaðið fékk nokkra af hinum nýkjörnu þingmönnum til að greina frá reynslunni af löggjafarsamkundunni. Katrín Júlíusdóttir: Átakapólitík Katrín Júlíusdóttir, sem varkjörin á þing í vor fyrir Sam- fylkinguna, segir að þingstörfin séu skemmtileg og verkefnin fjöl- breytt. „Það hefur komið mér á óvart hversu mikið meirihluta- vald er á þinginu og erfitt fyrir minnihlutann að koma hlutum að. Stjórnarandstöðunni er ekki oft boðið að taka þátt í undirbúningi mála. Það er mikil átakapólitík í stærstu málunum og nánast ein- göngu stjórnarfrumvörp sem ná í gegn, en önnur frumvörp eru endalaust í nefndum,“ segir Katrín, en hún leggur þó áherslu á að andrúmsloftið á Alþingi sé mjög gott. „Starfsaðstaðan á þinginu er til fyrirmyndar, það er vel búið að öllum þingmönnum og starfs- fólkið er frábært. Við fáum allar þær upplýsingar sem við þurfum og þótt menn takist á í þingsaln- um geta þeir verið góðir starfs- félagar. Þingið er vinnustaðurinn okkar og það verður til ákveðinn vinnustaðamórall þarna eins og á öðrum vinnustöðum,“ segir Katrín. ■ Dagný Jónsdóttir: Stuðningur Tíminn hér á Alþingi er búinnað vera einstaklega skemmti- legur og lærdómsríkur. Það má segja að ég sé í vinnunni allan sól- arhringinn, en ég vissi auðvitað þegar ég ákvað að fara í starfið að það væri ekki 9-5 vinna,“ segir Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hún segir þingstarfið í takt við það sem hún átti von á, það sem standi upp úr sé allt það skemmtilega fólk sem hún hafi kynnst. „Það er frábært að hafa feng- ið tækifæri til að kynnast öllu þessu fólki því þótt menn séu ef til vill ekki sammála í stjórnmál- unum þá eru þeir félagar. Það hefur verið sérstaklega gefandi að starfa með þeim sem eru eldri og reyndari á þingi. Ég hef feng- ið mikinn stuðning frá ráðherr- unum úr mínu kjördæmi, Norð- austurkjördæmi, þeim Valgerði Sverrisdóttur og Jóni Kristjáns- syni, og það hefur reynst ómetanlegt,“ segir Dagný. ■ Sigurður Kári Kristjánsson: Umfangsmikið Mér finnst þetta starf sér-staklega skemmtilegt og það hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Það er um- fangsmeira og meira krefjandi en ég gerði ráð fyrir áður en ég settist á þing. Málaflokkanir eru svo margir og sumir þeirra svo yfirgripsmiklir að það tekur á ef maður ætlar sér að vera vel að sér á öllum sviðum,“ segir Sig- urður Kári Kristjánsson, Sjálf- stæðisflokknum, um þingstörf- in. Hann segir einn helsta kost- inn vera þann að fá tækifæri til að vinna með og læra af fólki sem hafi mikla reynslu af stjórnmálastarfi. „Mér hefur einnig lánast að mynda prýðilegan kunnings- skap með mörgum vinnufélög- um mínum hér á Alþingi þó svo að við deilum ekki sömu skoðun- um í pólitík. Þessi vinnustaður er ekkert mikið frábrugðinn öðrum vinnustöðum að því leyti,“ segir Sigurður Kári. ■ Steingrímur J. Sigfússon: Í keppni við Ögmund ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, hefur talað lengst manna úr ræðustól Alþingis það sem af er yfirstandandi þingi. „Ég er nú ekki óvanur því að vera ræðukóngur þingsins og hef verið að keppa um titilinn undan- farin ár við Ögmund Jónasson félaga minn þannig að trúlega hugsar hann sér gott til glóðarinnar á vormisserinu. Þetta er til marks um það hversu eljusamir menn eru við störfin og eftir langa veru og mikla reynslu á þingi tel ég mig vel inni í mál- um. Ég tek virkan þátt í umræðum um mjög mörg málasvið,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, ræðu- kóngur á haustmisseri Alþingis. ■ Guðjón Hjörleifsson: Er að læra á starfið ALÞINGI Guðjón Hjörleifsson, Sjálfstæðisflokknum, er sá þingmaður sem talaði minnst á haustmisseri Alþingis og skipar hann því neðsta sæti á lista þing- manna í því sambandi. „Ég hef haft nóg að gera á þinginu þótt ég hafi ekki eytt miklum tíma í ræðustólnum, enda er þetta starf krefjandi. Ég hef verið að setja mig inn í mál- in og koma mér vel fyrir. Það má eiginlega segja að ég sé að læra á hlutina og ég held að þetta sé dæmi- gerð byrjun á þingstarfi í kjölfar kosninga. En ég á ekki von á öðru en að ég færi mig ofar á þennan lista þegar fram líða stundir,“ segir Guðjón. ■ Ræðutími einstakra þingmanna: Steingrímur talar mest en Guðjón langminnst ALÞINGI Þingmenn Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs virðast sem fyrr kunna vel við sig í ræðustól Alþingis. Fjórir af fimm þingmönnum flokksins eru á lista yfir þá þingmenn sem vörðu lengstum tíma í ræðustóli á haustþinginu og sá fimmti er í ell- efta sæti yfir mestan ræðutíma þingmanna, er aðeins sjö mínút- um frá því að komast inn á lista yfir tíu hæstu. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, er sá þing- maður sem á lengstan ræðutíma að baki, samtals tólf klukkutíma og 37 mínútur að auki. Ræður hans voru samanlagt rúmlega þremur klukkutímum lengri en ræður Guðjóns A. Kristjánssonar, formanns Frjálslynda flokksins, sem var níu og hálfa klukkustund í ræðustól. Næstir koma þrír þingmenn Vinstri grænna; Jón Bjarnason, Ögmundur Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir. Sjötti á lista er svo sá þingmaður Sam- fylkingar sem mest talaði í haust, Jóhanna Sigurðardóttir, en ræðu- tími hennar var rétt rúmir sjö klukkutímar. Fara þarf niður í 14. sæti til að finna þann stjórnarliða sem talaði mest. Þar er fjármálaráðherrann og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, Geir H. Haarde, með ræðutíma upp á fjóra tíma og 27 mínútur. Þremur sætum neðar og með fimm mínútum styttri ræðu- tíma er Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra. Þeir fjórir sem minnst töluðu í haust voru allir nýliðar. Guðjón Hjörleifsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks og fyrrum bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum, mælti tvisvar og samanlagt í þrjár mín- útur. Gunnar Örlygsson, Frjáls- lyndum, kom ekki inn á þing fyrr en í desember og talaði í 13 mínút- ur. Næstar komu ungar konur úr Framsókn og Samfylkingu, Dagný Jónsdóttir og Katrín Júlíusdóttir, sem töluðu í stundarfjórðung hvor um sig. Meðalræðutími þingmanna var þrjár klukkustundir og níu mínút- ur. brynjolfur@frettabladid.is KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Starfsaðstaðan á þinginu er til fyrirmyndar, það er vel búið að öllum þingmönnum og starfsfólkið er frábært. DAGNÝ JÓNSDÓTTIR Þingkonan unga segir að það hafi verið sérstaklega gefandi að starfa með þeim sem eru eldri og reyndari á þingi. SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON Segir málaflokkana á þinginu marga og yfirgripsmikla en starfið hafi farið fram úr hans björtustu vonum. MESTUR RÆÐUTÍMI Þingmaður Tími Steingrímur J. Sigfússon 12:37 Guðjón A. Kristjánsson 9:31 Jón Bjarnason 8:55 Ögmundur Jónasson 7:49 Kolbrún Halldórsdóttir 7:45 STYSTUR RÆÐUTÍMI Guðjón Hjörleifsson 0:03 Gunnar Örlygsson 0:13 Katrín Júlíusdóttir 0:15 Dagný Jónsdóttir 0:15 Sigríður A. Þórðardóttir 0:25 GRÉTAR MAR JÓNSSON Hann er einn þeirra varaþingmanna sem sátu á þingi í haust. Grétar Mar lét nokkuð til sín taka. Það er ljóst hvað Grétar Mar gerir til að halda athygli undir ræðunum. RÁÐHERRAFUNDUR Í ÞINGSAL Árni Magnússon á greinilega eitthvað ósagt við samráðherra sína, Geir Haarde og Guðna Ágústsson. Ekki er annað að sjá en Guðna hafi orðið nokkuð um það sem Árni er að segja. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.