Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 88
84 20. desember 2003 LAUGARDAGUR BRIMABORGARAR Í JÓLASKAPI Ludovic Magnin, Tim Borowski, Valerien Ismael og Andreas Reinke, leikmenn Werder Bremen, fagna 3-0 sigri á Hansa Rostock. Brimaborgarar eru í efsta sæti deildarinnar eftir fyrri hluta keppninnar en það hefur oftar en ekki verið fyrirheit um meistaratitil að vori. Fótbolti hvað?hvar?hvenær? 17 18 19 20 21 22 23 DESEMBER Laugardagur KÖRFUBOLTI Miðherjinn Derrick Allen var stigahæstur hjá Kefl- víkingum í leikjunum sex í riðla- keppninni í Evrópubikarnum. Allen skoraði 25,7 stig að meðal- tali í leikjunum sex, tók 8,7 frá- köst og hitti úr 60% skota sinna innan teigs. Nick Bradford skor- aði 24 stig að meðaltali, tók 8 frá- köst og gaf 3,3 stoðsendingar. Gunnar Einarsson skoraði 12,3 stig að meðaltali, Falur Harðar- son, sem spilaði aðeins fimm leiki, skoraði 11 stig að meðaltali og tók 19 fleiri skot fyrir utan þriggja stiga línuna en innan hennar. Það sama má segja um Magnús Þór Gunnarsson en hann skoraði 10,8 stig að meðaltali en tók 23 fleiri skot fyrir utan þriggja stiga lín- una en innan hennar. ■ Keflavík í þriðja sætinu Tvö töp á þremur dögum í Portúgal gerðu út um drauminn um efsta sætið. KÖRFUBOLTI Keflavík hafnaði í þrið- ja sæti í B-riðli vesturdeildar Evrópubikarins í körfuknattleik eftir að hafa tapað tveimur leikj- um í Portúgal, gegn Overanse og Madeira, á þremur dögum. Kefla- vík var með jafnmörg stig og franska liðið Toulon en Toulon var með betri árangur í innbyrðis- viðureignum liðanna. Þetta þýðir að Keflavík mætir franska liðinu Dijon í næstu umferð en Dijon hafnaði öðru sæti A-riðils. Franska liðið hefur heimavallar- réttinn í viðureignunum gegn Keflavík en liðin þurfa að vinna tvo leiki til að fara með sigur af hólmi. Keflavík tapaði fyrir Madeira á fimmtudagskvöldið, 108-107, en sigur í þeim leik hefði fært liðinu efsta sætið í riðlinum. Nick Brad- ford fór á kostum í liði Keflavíkur en hann skoraði 38 stig, gaf sex stoðsendingar og hitti úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum sín- um í leiknum. Derrick Allen skor- aði 28 stig og tók sex fráköst og Jón Nordal Hafsteinsson skoraði 17 stig. Keflavík saknaði Fals Harðarsonar en hann lék ekki með vegna meiðsla á hné. Madeira var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi, 58-46, þegar flautað var til hálfleiks. Leikmenn Keflavíkur komu hins vegar sterkir til leiks í þriðja leik- hluta og leiddu eftir hann, 78-77. Síðasti leikhlutinn var æsispenn- andi en það fór þó svo að lokum að Madeira sigraði, 108-107. Keflvík- ingar fengu tækifæri til að trygg- ja sér sigurinn á síðustu fimm sekúndum leiksins en tókst það ekki. Guðjón Skúlason, þjálfari Kefavíkur, var ósáttur við dómar- ana í leikslok og sagði þá hafa rænt sigrinum af sínum mönnum. „Ég veit ekki hvort það er viðeig- andi en mér fannst dómarinn hafa af okkur sigurinn. Við spiluðum vel í síðari hálfleik, hittum vel og spiluðum góða vörn en sigurinn valt á einum hlut sem féll ekki okkar megin í kvöld - þannig er körfuboltinn,“ sagði Guðjón. ■ Alan Shearer: Eftirmaður Robson? FÓTBOLTI „Ég vissi ekki að Alan She- arer hefði farið á þjálfaranám- skeið. En ég er mjög ánægður,“ sagði Freddy Shepherd, stjórnar- formaður Newcastle. Shearer hef- ur að áður verið talinn líklegur eft- irmaður Bobby Robson og ummæli Shepherd um að hann vilji heima- mann í starfið ætti að styrkja stöðu framherjans. „Ef ég mætti setja fram óskir vildi ég heimamann sem fram- kvæmdastjóra Newcastle,“ sagði Shepherd. „Það þrengir hringinn úr 30 milljónum manna í þrjá. Ég yrði mjög stoltur ef heimamaður stjórnaði félaginu. ■ FÓTBOLTI Trevor Birch, yfirmaður knattspyrnumála hjá Leeds, segir að félagið þurfi ekki að selja sína bestu menn þegar leikmanna- markaðurinn opnar á nýjan leik í janúar þrátt fyrir að félagið skuldi 78 milljónir punda og rói lífróður til að bjarga sér frá greiðslustöðvun. Nokkur óvissa hefur ríkt í kringum framtíð leik- manna eins og Mark Viduka, Alan Smith og James Milner en Birch segir þá ekki vera á förum. Þeir hafa allir þrír verið orðaðir við ensku meistarana Manchester United að undanförnu en Viduka hefur einnig verið orðaður við Int- er Milan. Ítalska liðið reyndi að fá Viduka að láni fyrir tímabilið en forráðamenn Leeds vildu það ekki jafnvel þótt Inter byði tvær millj- ónir punda. Viduka er hins vegar afar áhugaverður kostur fyrir mörg lið núna því að hann hefur hvorki leikið í meistaradeildinni né Evrópukeppni félagsliða. Hann hefur 65 þúsund pund í vikulaun en þrátt fyrir það sjá forráða- menn Leeds hann sem máttar- stólpa í viðleitni félagsins til að bjarga sér frá falli. „Ég ætla ekki að segja að við munum ekki selja leikmenn en við erum ekki að reyna að losa okkur við leikmenn. Ef eitthvert lið væri tilbúið að borga 50 milljónir punda fyrir Viduka þá myndum við að sjálf- sögðu hugsa málið. Okkar helsta markmið er hins vegar að halda okkur í úrvalsdeildinni og það næst ekki með því að selja bestu leikmennina,“ sagði Birch. ■ Fulham: Saha fer hvergi FÓTBOLTI „Það má búast við svona vangaveltum vegna þess að Louis Saha er frábær leikmaður og hef- ur skorað mikið. En hann fer hvergi,“ sagði Chris Coleman, framkvæmdastjóri Fulham. „Hann er okkur mjög mikilvægur, hann er ánægður hjá okkur og vill vera áfram.“ Louis Saha hefur skorað tíu mörk fyrir Fulham í úrvalsdeild- inni í vetur og er talið að áhugi Manchester United hafi flýtt fyrir því að Fulham gerði honum nýtt tilboð. „Hann á tvö ár eftir af samningnum þegar leiktíðinni lýkur en við ætlum að gera honum nýtt tilboð,“ sagði Coleman. „Ég hef þegar rætt við Louis. Við höf- um rætt við umboðsmann hans og þetta lítur vel út.“ ■ ■ ■ LEIKIR  14.15 Keflavík og KR leika til úr- slita í Hópbílabikar kvenna í körfubolta. Leikið verður í Smáranum í Kópavogi.  16.15 Breiðablik og Grindavík keppa í Smáranum í INTERSPORT-deild- inni í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  13.00 NBA á Sýn. Útsending frá leik Philadelphia 76ers og Cleveland Cavaliers.  14.10 Hópbíkabikarinn í körfu- bolta á RÚV. Bein útsending frá úrslita- leik Keflavíkur og KR í Hópbílabikar kvenna í körfubolta.  14.30 Alltaf í boltanum á Sýn.  14.45 Enski boltinn á Stöð 2. Bein útsending frá leik Bolton Wander- ers og Arsenal.  15.00 Supercross á Sýn. Nýjustu fréttir frá heimsmeistaramótinu í Supercrossi.  16.00 Landsglíman á RÚV. Saman- tekt af Landsglímunni á Laugarvatni fyrir skömmu.  16.00 Spænsku mörkin á Sýn.  16.10 Íslandsmótið í körfubolta á RÚV. Bein útsending frá leik Breiðabliks og Grindavíkur í karlaflokki.  17.00 Enski boltinn á Sýn. Útsend- ing frá leik Bolton Wanderers og Arsenal  19.50 NFL-tilþrif á Sýn. Svipmyndir úr leikjum helgarinnar í ameríska fót- boltanum.  20.20 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Valencia og Sevilla.  22.30 Hnefaleikar á Sýn. Bein út- sending frá hnefaleikakeppni í Þýska- landi. Á meðal þeirra sem mætast eru þungavigtarkapparnir Vladimir Klitschko og Danell Nicholson. DERRICK ALLEN Stigahæstur Keflvíkinga í riðlakeppninni. Tölfræði Keflvíkinga í Evrópukeppninni: Allen stigahæstur LEEDS UNITED Trevor Birch, yfirmaður knattspyrnu- mála hjá Leeds, segir félagið ekki þurfa að selja leikmenn í janúar þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu. Enska úrvalsdeildarfélagið Leeds United: Enginn flótti frá okkur NICK BRADFORD Nick Bradford átti stórgóðan leik gegn Madeira á fimmtudagskvöldið og skoraði 38 stig. STAÐAN Í RIÐLINUM Overanse 6 4 2 10 Toulon 6 3 3 9 Keflavík 6 3 3 9 Madeira 6 2 4 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.