Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 52
48 20. desember 2003 LAUGARDAGUR ■ Maður að mínu skapi John Stuart Mill eru í miklu uppáhaldi hjá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi: Fyrsti karlkyns femínistinn John Stuart Mill er maður aðmínu skapi,“ segir Einar Svein- björnsson, veðurfræðingur og að- stoðarmaður umhverfisráðherra. Mill var enskur hugsuður (1806- 1873) og eiga kenningar hans stór- an þátt í hinni vestrænu velmegun 20. aldarinnar eins og við þekkj- um hana. „Á hans dögum var breska heims- veldið upp á sitt besta og svið hans var London þar sem hann leit aug- um annars vegar gríðarlega auð- legð, en í hina röndina sára fá- tækt. Og John Stu- art Mill fór að hugsa! Faðir hans var heimspeking- ur og efnaður kaupsýslumaður að auki. Hélt hann stráksa stíft við námsbækurnar; þriggja ára fór hann að læra grísku, tólf ára þjóð- hagfræði og rökfræði og 14 ára gamall var Mill talinn fullnuma í öllum helstu fræðum.“ Tvö rita Mill höfðu mest áhrif og þau hefur Einar bæði lesið: annars vegar Frelsið og hins vegar Kúgun kvenna. „Mill var langfyrsti karl- kyns femínistinn sem fram kom á sjónarsviðið. Hann boðaði bæði kvenfrelsi og kosningarétt kvenna. Hann benti á að þrátt fyr- ir að þrælahald hafði verið af- numið í Bretlandi væri vald mannsins yfir eiginkonu sinni enn við lýði. Faðir Mill var á annari skoðun sem lýsir nokkuð vel tíðar- andanum, en hann sagði að þar sem feður og eiginmenn færu með eignir kvenna ættu konur ekki tilkall til sjálfstæðs kosn- ingaréttar og hagsmunir kynj- anna færu því alltaf saman!“ Hefting tjáningarfrelsis Einar segist oft hugsa til Mill gamla, eins og hann kýs að kalla hann, þegar Einar til dæmis sér valdi misbeitt eða horfir upp á til- raunir ýmissa til að hefta tjáningar- frelsi. „Það verður í það minnsta enginn verri maður af því að kynna sér kenningar John Stuart Mill. Það fullyrði ég hiklaust, en bækur hans í vönduðum íslenskum þýðingum eru samt ekkert léttlestrarefni.“ Einar lýsir því hvernig miklar breytingar í stjórnmálunum í okkar heimshluta urðu eftir daga Mill. Íhalds- og frjálshyggjuöfl hrökkluð- ust frá og Frjálslyndir komust til valda í Bretlandi, gegnsýrðir af kenningum Mill. „Í Danmörku kom Venstre fram á sjónarsviðið og tókst eftir mikið strögl við Kristján IX (þessi með rúlluna fyrir framan Stjórnarráðið) að gera miklar betrumbætur á dönsku sam- félagi frjálsra og ábyrgra ein- staklinga með þingræði og al- mennum kosningarétti. Heima- stjórnin okkar 1904 komst á fyrir tilstilli Venstre en þó með dálítilli konungshjálp. En minn maður John Stuart Mill var engu að síður hugmyndafræð- ingurinn.“ ■ EINAR SVEINBJÖRNSSON Fyrir nokkrum árum féll Einar bók- staflega fyrir þessum manni. „Umburðarlyndið og manngildis- hugsunin sem skín úr öllum skrifum hans lætur mann ekki ósnortinn.“ JOHN STUART MILL Til hans hugsar Einar oft þegar hann sér valdi misbeitt eða reynt er að hefta tjáningarfrelsið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Stórsöngvarinn Pavarotti kvæntist í annað sinn á dögunum. Þar sem hann er frá- skilinn og kaþólskur fékk parið ekki leyfi til að giftast í kirkju. Sú heppna heitir Nicoletta. Óperusöngvarinn LucianoPavarotti kvæntist á dögunum ástkonu sinni til margra ára, Nicolettu. „Prinsessan mín er nú drottningin mín,“ sagði Pavarotti eftir athöfnina. Pavarotti er kaþ- ólskur og þar sem hann er fráskil- inn fékk hann ekki leyfi til að kvænast í kirkju. Athöfnin fór fram í leikhúsi í Modena, sem er heimabær Pavarottis. Pavarotti, sem er frægur fyrir dramatík sína, lýsti leikhúsinu sem „kirkju listamanna“. Eins árs gömul dótt- ir parsins, Alice, var meðal 600 gesta. Boðskort höfðu verið send í hennar nafni og þar bauð hún gestum til „giftingaathafnar Luci- ano pabba og Nicolettu mömmu“. Alice fæddist fyrir tímann en tví- burabróðir hennar Ricardo var andvana þegar hann kom í heim- inn. Nicoletta var of veik til að geta mætt í jarðarför sonar síns. Nicoletta er 34 ára gömul, helm- ingi yngri en Pavarotti og yngri en dætur hans af fyrra hjónabandi. Þau Nicoletta höfðu verið saman í tíu ár áður en þau gengu í hjóna- band. Tenórinn Andrea Bocelli söng Ave Maria við athöfnina og Bono söng í veislunni. Jose Carrer- as var meðal gesta og Elton John og Kofi Annan voru einnig á boðs- listanum en mættu ekki. Fyrri kona Pavarottis, Veroni, sem hann var kvæntur í 39 ár, eyddi brúð- kaupsdegi fyrrverandi eiginmanns síns í lúxusvillu sinni. Þau talast ekki við eftir skilnað sem var henni afar erfiður. Einungis 100 manns mættu til að sjá Pavarotti og Nicolettu koma til giftingarathafnarinnar. Leigu- bílstjóri í Modena segir skýring- una þá að íbúar bæjarins hafi misst virðingu fyrir söngvaranum eftir að hann skildi við eiginkonu sína. ■ ALSÆL HJÓN Nicoletta er einungis 34 ára gömul og þar með helmingi yngri en Pavarotti og yngri en dætur hans af fyrra hjónabandi. Pússuð saman í leikhúsi FJÖLSKYLDAN Alice, eins árs gömul dóttir Pavarottis og Nicolettu, var á meðal 600 brúðkaupsgesta. Boðskortin voru send í hennar nafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.