Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 58
Eyrarpúkinn er einhvers stað-ar á mörkum prósaljóðs og frásagnar en það er mitt að yrkja og annara að skilja,“ segir Jóhann Árelíuz skáld um sitt fyrsta verk í óbundnu máli en hann hefur meðal annars sent frá sér ljóðabækurnar Tehús ágústmánans og Par avion. „Þetta form er sprottið úr ára- löngum pælingum um efnið og reyndist að lokum það eina sem hentaði mínum bernskubrekum. Og ljóðið er þarna á flugferð frásagnarhraðans.“ Leiðast merkimiðar Jóhann sækir yrkisefni sitt í barndóm sinn fyrir norðan. „Einhverjir myndu kannski vilja kalla þetta uppvaxtarsögu en ég nenni ekki að setja ein- hverja bókmenntafræðilega merkimiða á Eyrarpúkann því mér leiðast slíkir. Ég sat í bók- menntadeildinni í Lundi nokkr- ar annir fyrir sirka 20 árum og geispaði stórum. Mundi ég frek- ar vilja vitna í Matthías Johann- essen og viðtal hans við Lesbók Morgunblaðsins sem ég las í Hrísey en þar segir Matthías: Skáldleg tök eru alltaf ný og nota ég tækifærið og þakka hon- um fyrir þá fínu ljóðabók Fagur er dalur. Auðvitað vakir formið sí og æ fyrir manni og stundum er Eyrarpúkinn það sem kallast „call and response“ í söng og stundum „a capella“ en vonandi ætíð samhljómur síns tíðaranda. Það tók Steve Winwood ár að semja sína bestu músík (About Time) frá því að Traffic var og hét og einhver glöggur krítíker í Stokkhólmi sagði um síðustu skífu John Fogertys að það hefði tekið kappann ellefu ár að spila hana inn en hljómurinn væri svo „spontant“ að það var eins og platan hefði verið tekin upp fyr- ir hádegi í helgarbyrjun.“ Ísland best í hillingum Jóhann fluttist til Svíþjóðar þegar hann var um tvítugt og hefur búið þar í rúman aldar- fjórðung. Hann hefur ort jöfn- um höndum heima á Fróni og ytra og segir ómögulegt að segja til um hvort hann sé al- kominn heim. „Ljóðin í bókun- um mínum hafa ekkert frekar komið út í tímaröð og þannig getur þú til að mynda fundið ljóð í Tehúsi ágústmánans sem eru ort þegar ég var 19 ára en sú bók kom ekki út fyrr en ég var að nálgast fertugt. Ég hef nú stundum sagt að Ísland sé best í hillingum en verð hér löngum stundum ef skaparinn lofar enda vandi um slíkt að spá í andrá aðventunnar og mér hug- stæðast að tolla í deginum. En víst er það fiskilegt vatn Tjörn- in.“ Jólahraðlestin glepur Jóhann gefur Eyrarpúkann út sjálfur en útilokar ekki að hann muni einhvern tíma leita til stærri útgefenda með verk sín. „Ég mun skoða það í ró og næði en þykir svolítið leitt í þessu flóði að menn skuli ekki vera vakandi fyrir því þegar einhver leggur allt undir í skriftum og gefur út sjálfur á Akureyri. Ég er gamall ritstjóri og eins og ég lít á málið þá eru svoddan til- brigði oft áhugaverðari en hin árlega jólahraðlest. Við lifum á tímum síðkapítalismans og líf- erni sumra minnir á Rómverj- ana forðum þá þeir stungu páfuglsfjöðrinni í kokið og ældu til að geta étið meira og byggist vitaskuld á fjölda maura í mauraþúfunni.“ Kúpan ekki tóm Jóhann er ánægður með þær viðtökur sem Eyrarpúkinn hef- ur fengið, ekki síst fyrir norðan, og segir sagnabrunn sinn síður en svo tæmdan með bókinni án þess að hann vilji lofa nokkru um framhaldið. „Ég myndi aldrei vilja grípa fram í fyrir sjálfum mér og óskrifuðum verkum en það er augljóst að ég er bara 10 til 11 ára gamall þegar þessari bók lýkur og vonandi er eitthvað eft- ir í kollinum eða eins og Keith heitinn Richards sagði: „The skull is still left.“ Bókin hefur fengið frábærar undirtektir fyr- ir norðan og ég hef mjög gaman af því. Það er nú stundum sagt um Akureyringa að þeir séu seinteknir en viðtökurnar hafa verið prýðilegar og það hafa margir spurt mig út í manna- nöfn og önnur smáatriði sem sýnir að menn hafa lúslesið bók- ina. Og kannski ætti ég að ljóstra því upp að marggefnu til- efni að sá umtalaði Nonni í bók- inni er enginn annar en skallaknattspyrnubróðir minn Þormóður Jón Einarsson.“ Fortíðarsaga fyrir hraðsoð- inn nútímann Þrátt fyrir að fortíðin sé yrk- isefni Jóhanns segir hann form bókarinnar, með sína misstuttu kafla, „eins og sniðið fyrir þetta hraða þjóðfélag sem við lifum í. Þannig að það er gaman að heyra fólk tala um að það hafi dottið inn í bókina. Það er flétta í þessu, þetta eru ljóð og saga og einhverjir eru að tala um kvikmyndir í þessu sambandi því rennslið í bókinni er filmískt. Það sem vakti fyrir mér er að menn geti lesið Eyr- arpúkann aftur og aftur. Fyrir mér er bara einn mælikvarði á ekta bók- menntir og hann er sá að fólk lesi þær aftur, grípi til þeirra sér til andlegrar upp- lyftingar. Þess vegna er gaman að heyra að fólk er farið að kíkja aftur í hana á sjálfri jólavertíð- inni. Púkinn er á mörgum nátt- borðum og er engin einnota jóla- bók því hann heldur áfram eins og lífið sjálft. Verkið vekur upp minninga- þrá og með hæfilegri general- íseríngu getum við sagt að allt hafi verið betra í gamla daga. Víst var tilveran einfaldari um margt og bara eitt ríkisútvarp og ekkert sjónvarp að glápa á. Enda er bernskan flestum kær- asti tíminn og umhverfið sem við Eyrarpúkarnir á Akureyri ólumst upp í var feikilega frjótt og ég hef aldrei hitt Eyrarpúka á mínu skeiði sem minnist ekki þessara tíma með ánægju.“ thorarinn@frettabladid.is Við lifum á tímum síðkapítalismans 54 20. desember 2003 LAUGARDAGUR Níðsterkir og liprir KULDAGALLAR fyrir börn og fullorðna Hlýtt í vetur JÓHANN ÁRELÍUZ „Fyrir mér er bara einn mælikvarði á ekta bókmenntir og hann er sá að fólk lesi þær aftur, grípi til þeirra sér til andlegrar upplyftingar. Þess vegna er gaman að heyra að fólk er farið að kíkja aftur í hana á sjálfri jólavertíðinni. Púkinn er á mörgum náttborðum og er engin einnota jólabók því hann heldur áfram eins og lífið sjálft.“Við lifum á tímum síðkapítalismans og líferni sumra minnir á Rómverjana forðum þá þeir stungu páfuglsfjöðr- inni í kokið og ældu til að geta étið meira og byggist vitaskuld á fjölda maura í mauraþúfunni. ,, Einhverjir myndu kannski vilja kalla þetta uppvaxtarsögu en ég nenni ekki að setja ein- hverja bókmenntafræði- lega merkimiða á Eyarpúk- ann því mér leiðast slíkir. Ég sat í bókmenntadeild- inni í Lundi nokkrar annir fyrir sirka 20 árum og geispaði stórum.“ ,, Norðanskáldið Jóhann Árelíuz hefur sent frá bernskusöguna Eyrarpúkann. Jóhann er einn af þeim sem gefa út sjálfir og er forvitnilegt, nú þegar stóru bókaforlögin eiga í hatrammri samkeppni í jólabóka- flóðinu, að heyra hvað einyrkinn hefur fram að færa. SNÝR BAKI Þó svo Jóhann gefi út sjálfur núna útilokar hann ekki að leita á náðir forlaga síðar meir. „Ég mun skoða það í ró og næði en þykir svolítið leitt í þessu flóði að menn skuli ekki vera vakandi fyrir því þegar einhver leggur allt undir í skriftum og gefur út sjálfur á Akur- eyri. Ég er gamall ritstjóri og eins og ég lít á málið þá eru svoddan til- brigði oft áhugaverðari en hin árlega jólahraðlest.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.