Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 74
70 20. desember 2003 LAUGARDAGUR HVÍT LAGTERTA 1 kg hveiti 500 g sykur 500 g smjörlíki 5-6 egg 2 tsk. natron 1/2 tsk. lyftiduft Hnoðað deig, flatt út á fjórarplötur, bakað og sulta sett á milli. ■ Jólaboð með sem minnstri fyrirhöfn Sumir leggja metnað í jólaboð-in sín og finnst það hluti af stemningunni að leggja mikla vinnu í undirbúninginn. Öðrum óar við allri fyrirhöfninni sem slík boð fela í sér og fyrir þá koma hér nokkrar ráðleggingar: ❂ Látið alla koma með eitt- hvað að borða. Allir fá að láta ljós sitt skína og koma með rétt sem þeim einum er lagið að gera. Yfirleitt verður miklu meira en nóg fyrir alla og þið þurfið ekki að standa á haus í eldhúsinu fyrir boðið. ❂ Verið ekki með of margar sortir. Það er betra að vera með fáa en góða rétti sem fólk getur notið. ❂ Bjóðið ekki of mörgum. Í það minnsta ekki svona fyrstu skiptin. Æfingin skapar meistar- ann og áður en þú veist af hrist- irðu 100 manna veislu fram úr erminni. ■ Jólamatur fyrir grænmetisæturnar: Coulibiac með hrísgrjónum og sveppum Blaðdeig (smjördeig) Margir eru hræddir við aðgera blaðdeig sjálfir. Það er raunar alger óþarfi og svo mikið meira gaman að borða það sem maður hefur búið til sjálfur, auk þess sem það bragðast alltaf miklu betur. Þessi uppskrift er að mínu mati algjörlega skotheld og auk þess sú besta sem ég hef próf- að,“ segir Ágúst. 500 g hveiti 50 ml edik 250 ml vatn 2 tsk. salt 2 eggjarauður 100 g mjúkt smjör (ósaltað) 400 g kalt smjör (ósaltað) Mjúkt smjörið er hrært saman við hveitið og saltið. Ísvatni, eggjarauðum og ediki bætt út í. Slegið saman, hnoðað lauslega og kælt í klst. Búinn til ferhyrningur (40 cm x 60 cm) úr smjörinu og kældur. Deigið flatt út og smjörið sett á hann brotið þrisvar og kælt í klst. Flatt og kælt til skiptis, þar til lögin eru orðin 60-80. Geymt í sólarhring áður en það er notað. Fylling og samsetning Fylling 6 hvítkálsblöð (ystu blöð á fremur stórum haus) 50 g smjör 60 ml (1/4 bolli) ólífuolía 100 g laukur, saxaður 2 hvítlauksrif, söxuð 125 g hýðihrísgrjón (löng) þvegin 300 ml vatn 3 egg, hrærð salt nýmalaður, svartur pipar 1 tsk. ferskt estragon 1 tsk. fersk steinselja 50 g ristaðar möndluflögur 100 g sveppir, sneiddir 4 tómatar afhýddir, steinhreinsaðir og skornir í báta 4 harðsoðin egg, skorin í báta 100 g Maribóostur Aðferð: 1. Til að ná hvítkálsblöðunum heilum er best að sjóða allt hvít- kálshöfuðið í gufu í u.þ.b. 15 mín. Kælið og flettið blöðunum af, þurrkið og setjið til hliðar. 2. Hitið smjör og olíu á pönnu og glærið lauk og hvítlauk í 2 mín- útur, bætið þvegnum hrísgrjónun- um út í og látið þau drekka í sig fituna. Bætið vatninu út í og látið krauma undir þéttu loki í 40-45 mínútur, eða þar til hrísgrjónin eru mjúk og hafa drukkið í sig vatnið. 3. Þegar hrísgrjónin eru soðin, takið þau af hitanum, hrærið 2/3 hlutum eggjablöndunnar út í ásamt salti og pipar. Látið kólna og bætið kryddjurtum og möndlu- flögum saman við. 4. Fletjið deigið út í ferhyrning, u.þ.b. 30 x 45 cm. 5. Markið ferhyrning á miðju deigsins með því að draga hnífs- blað u.þ.b. 8 cm frá jöðrum þess, allan hringinn. Við þetta verða til fjórir ferhyrndir fletir á hornum deigsins. Skerið þá af og geymið til að nota í skraut. 6. Leggið 3 hvítkálsblöð á deig- ið þannig að þau hylji miðjuna og standi jafnframt út af ferhyrn- ingnum sem markaður var. (Hvít- kálinu er ætlað að koma í veg fyr- ir að safi úr fyllingunni bleyti deigið um of). 7. Setjið helminginn af hrís- grjónablöndunni á hvítkálið. Setj- ið síðan helminginn af tómötunum og sveppunum á hrísgrjónin. Þar á kemur restin af hrísgrjóna- blöndunni og þá aftur restin af tómötum og sveppum. 8. Dreifið eggjabátunum og sneiddum ostinum yfir. Lokið með afganginum af hvítkálsblöðunum. 9. Brjótið langhliðar deigsins upp og fellið saman. Penslið sam- skeytin með eggjablöndunni. Penslið aftur og brjótið endana yfir, þannig að deigrúllan lokist fullkomlega. 10. Gott er nota þykkan ál- pappír sem undirlag undir hleif- inn. Honum er nú velt yfir á ál- pappírinn og hann síðan settur á ofnplötu. Penslið hleifinn með eggjablöndunni og skerið út skraut úr afgangi deigsins. Raðið skrautinu á hleifinn, t.d. laufblöð- um og blómum, eða öðru sem list- rænn innblástur gefur tilefni til. Penslið yfir með afganginum af eggjablöndunni og bakið í ofni við 200˚ í 30 mín., eða þar til hleifur- inn er gullinn. Kartöflumús með truffluólíu Sjóðið kartöflur í hýðinu. Af- hýðið og maukið með smjöri og svolítilli mjólk. Bragðbætið með svolítilli truffluolíu, salti og pipar eftir smekk. Berið fram heitt. Djúpsteiktar rauðrófur Afhýðið rauðrófur og skerið í strimla sem eru ekki meira en 5 mm á þykkt. Steikið í góðri olíu þar til þeir eru eldaðir. Látið renna af þeim á pappír. Einnig getur verið gott að sjóða rauðrófur í vatni, afhýða og mauka gróft í potti ásamt smjöri og vatni. Kóngssveppasósa Kóngssveppir fást þurrkaðir í öllum betri búðum. Hægt er að leggja þá í bleyti í 30 mínútur áður en þeir eru matreiddir. Notið ekki of mikið vatn. 1 krukka þurrkaðir kóngssveppir (50 g) 1-2 hvítlauksrif 50 g smjör 1/4 lítri rjómi salt og svartur pipar eftir smekk 2 msk. koníak Hvítlaukurinn fínt saxaður og soðinn í smjörinu. Sveppum og sveppavatni bætt í og það soðið niður, rjóminn settur út í og soð- inn niður þar til sósan er passlega þykk. Bragðbætt með pipar, salti og koníaki. ■ Jólamatur að hætti hússins: Engar konur í eldhúsið, takk! Hjónin Ágúst Pétursson kenn-ari og Kolbrún Halldórs- dóttir alþingiskona halda jól með systur Kolbrúnar, Sigrúnu, og eiginmanni hennar, Þorra Hringssyni. Fjölskyldurnar hafa notið aðfangadagskvöldsins saman um árabil og konurnar koma hvergi nálægt eldhúsinu, heldur sjá karlarnir alfarið um matseldina. „Það erum við Þorri, svili minn, og Orri Huginn, sonur minn, sem eldum. Við Þorri erum svo heppnir að eiga konur sem elda ekki,“ segir hann hlæj- andi. Aðalréttur kvöldsins hjá strákunum er ljúffengur græn- metishleifur og í eftirrétt er boðið upp á kaffiís à la Orri Huginn. „Við höfum haft þennan grænmetisrétt á aðfangadags- kvöld í sautján ár,“ segir Ágúst. „Ég fann hann í gamalli franskri matreiðslubók og á þeim tíma var sú bók hvalreki fyrir mig því ekki var um auðugan garð að gresja í grænmetisuppskriftum. Við ákváðum svo fljótlega að gera hleifinn að jólamat því það er svo gaman að hafa eitthvað sem er bara tengt þessari hátíð.“ Fyrir nokkrum árum var venjan að halda jólin hjá for- eldrum Kolbrúnar þar sem allir sameinuðust. Þá komu þau Ágúst með hleifinn með sér þar sem ekki voru fleiri græn- metisætur á staðnum. „Það fór þó svo að fólk seildist frekar í hleifinn en hamborgarhrygginn og á endanum vék hann alveg fyrir grænmetinu. Ágúst segir að galdurinn við hleifinn sé að blanda rétt saman hráefnunum. „Uppskriftin leyn- ir virkilega á sér. Við fyrsta lest- ur virðist þetta allt of einfalt til þess að geta verið ljúffengt, en það er misskilningur,“ segir Ágúst. „Það skiptir máli að vera nákvæmur í skömmtum til að ná réttri blöndu af bragðtegundum, en þegar vandað er til verksins er þetta einhver ljúfasti réttur sem ég hef bragðað. Venjulega höfum við þetta með kóngs- sveppasósu og einhverju góðu meðlæti sem ekki er of bragð- mikið, til dæmis kartöflumús með truffluolíu og djúpsteiktum rauðrófustrimlum. Með þessu er svo drukkið hvítvín frá Sikiley, til dæmis La Segreta Bianco eða annað hvítvín frá Ítalíu, eins og Pieropan la Rocca úr héraðinu Soave.“ edda@frettabladid.is Margrét Lísa Sigþórsdóttir „Svínahamborgarhryggur. Kannski rjúpur ef þær eru til. Í eftirmat verður ís að hætti mömmu. Tengdamamma eldar.“ Hvað verður í jólamatinn? GRÆNMETISRÉTTURINN COULIBIAC Afar ljúffengur og ekki eins flókinn að elda eins og kannski virðist. Galdurinn er að fara nákvæmlega eftir uppskriftinni. GOTT ER EF ALLIR GETA KOMIÐ MEÐ EITTHVAÐ Og ef sem flestir réttir eru útbúnir fyrir fram. KARLMENNIRNIR Í ELDHÚSINU Ágúst, Orri Huginn og Þorri standa saman að jólamatseldinni, en konur koma þar hvergi nálægt. ■ Bakað til jóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.