Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 22
22 20. desember 2003 LAUGARDAGUR ■ Bréf til blaðsins Þessi grein er vanmáttug and-mæli við grein Árna Finnsson- ar um gróðurhúsakenninguna. Að allt sé að fara til helvítis í snar- hasti. Ég tek fram að ég hef lítið vit á þessu máli en þekkingarleys- ið virðist ekki halda aftur af öðrum sem telja að koltvísýringurinn eigi endanlega eftir að ganga frá okk- ur. Ég er nefnilega á því að við séum stöðugt að rífast um hvort jörðin sé miðpunktur alheimsins eða eingöngu ryk í óendaleikanum. Ég átti einu sinni frænda sem fór á miðilsfundi til að tala við fólk á öðrum plánetum. Það furðuleg- asta var að allir töluðu íslensku í algeyminu, Ísland og íslensk tunga var miðpunkturinn. Það sem verra er þessi frændi minn var eini há- skólagengni maðurinn í fjölskyld- unni til margra ára. Ég held að ekkert okkar hafi haldið að hann vissi betur, okkur grunaði frekar að eitthvað hefði skolast til. Þegar fræðimennirnir segja koltvísýringinn hafa aukist frá byrjun iðnbyltingarinnar (úr 0.027% í 0.037% samkvæmt grein Ásdísar Rósu Þórðardóttur) og af því sé loftslagið að breytast, get ég ekki annað en sagt „þú meinar ekki?“. En ég get reynt að lesa á milli línanna og spurt sjálfan mig hvort þessu fólki sé treystandi? Hvað sé á bak við þessar fullyrð- ingar? Hvort þessir menn hafi annarlegar ástæður? Þetta er eitt- hvað sem við gerum, þ.e. að dæma trúverðugleika annarra. Ef við erum ekki á varðbergi eru við leidd í gönur. Spádómar um heimsendi og dómsdag hefur fylgt mannkyninu frá byrjun. Alltaf eru einhverjir tilbúnir að segja okkur að þessi halastjarna eða hin sé endirinn á öllu. Hvers vegna erum við þá til- búin að gleypa þessa loftslags- kenningu án nokkurra sannana? Er það vegna þess að þeir tala um of- urtölvur (súpercomputers) sem reikna þetta út? Ein af frumregl- um tölvureikings er „garbage in - garbage out“. Eða er það vegna samviskubits yfir því hvað bíllinn okkar er stór? Íslendingar lifandi á hjara hinns byggilega heims. Þeir hafa alltaf vitað að smábreyting á loftslagi breytir öllu. Ísland var íshella fyrir fáum öldum. Eins lengi og þessir gáfumenn geta ekki skýrt fyrir okkur hvers vegna, er ekkert vit í að trúa þeim þegar þeir segja að veðrið sé að batna á Íslandi vegna koltvísýr- ings. Árni, hættu að hræða okkur litlu börnin, eða eins og konan segir við mig þegar ég er óþekkur, það er ekkert aðlaðandi. ■ Öskjuhlíðarskóli í Reykjavíker öðruvísi grunnskóli. Sér- staða nemendanna felst í því að þeir eru þroskaheftir og þurfa sérhæft skólaúrræði fötlunar sinnar vegna. Þeirra bíður ann- ars konar lífshlaup en ófatlaðra jafnaldra þeirra og á margan hátt erfiðara vegna þess hve háð þau eru utan- aðkomandi aðstoð okkar sem ófötluð teljumst. Virðing fyrir þeim sem einstaklingum og skilningur á aðstæðum þeirra er grundvöllur þess að þau geti notið sín og þroskað hæfileika sína til innihaldsríks lífs. Fjöl- skyldur þessara barna hafa upplifað bæði gleði og sorgir tengdar fötlun barna sinna. Sorgina yfir fötluninni og þeir- ri staðreynd að börnin okkar eiga ekki sömu möguleika og önnur börn í lífinu, gleðina yfir hverjum litlum sigri í dagsins önn. Þessar fjölskyldur berjast endalausri baráttu fyrir þjón- ustu til handa börnum sínum og fyrir því að geta lifað sem eðli- legustu lífi þrátt fyrir fötlun barna sinna. Skóladagvist er ein sú þjón- usta sem foreldrum grunn- skólabarna þykir í dag bæði sjálfsögð og nauðsynleg. Sú hugsun er almenn í dag að 6-9 ára gömul börn geti ekki og eigi ekki að vera ein heima meðan foreldrar þeirra eru í vinnu. Skóladagvist hefur ver- ið sett á laggirnar sem hluti af fjölskyldustefnu sveitarfélaga á Íslandi og hefur m.a. tryggt konum jafnrétti á vinnumark- aði á við karla. Því miður er það þó svo að í velferðarþjóðfé- lagi nútímans er jafnréttið ekki fyrir alla. Skóladagvist Nemendur Öskjuhlíðar- skóla, (og raunar þroskaheftir nemendur í hinum almenna grunnskóla), þurfa skóladag- vist upp í 10. bekk grunnskól- ans vegna þeirrar einföldu staðreyndar að þau geta ekki verið ein heima þegar foreldr- ar þeirra eru í vinnu. Í vetur hafa nemendur í 7.-10. bekk Öskjuhlíðarskóla ekki fengið skóladagvist vegna þess að ekki hefur tekist að fá fólk til starfa við skóladagvistina. For- eldrar þessara barna búa við þær aðstæður að geta ekki sinnt fullum vinnudegi vegna þessa og verða fyrir tekjumissi af þeim sökum. Atvinnuöryggi fólks er ógnað og það er ein- göngu fyrir velvilja atvinnu- rekenda ef foreldrar halda vinnu sinni. Dæmi eru um að 12 ára gömul börn séu í gæslu með 2ja ára börnum hjá dag- mæðrum. Öðrum er þvælt á milli ættingja og vina í pössun eða yngri systkini gæta þeirra þar til foreldri kemur heim. Börnin líða fyrir þetta ástand. Þau eru félagslega einangruð og skilja ekki hvers vegna þau fá ekki að vera með skólasystk- inum sínum eftir skóla. Þau verða óróleg vegna þess óstöð- ugleika sem skapast og með ófá þeirra hefur verið leitað til lækna og jafnvel þurft að grípa til annars óþarfrar lyfjagjafar þegar vanlíðanin brýst fram í erfiðri hegðun og depurð. Þetta er raunveruleiki fjölskyldna fatlaðra barna í Reykjavík á ári fatlaðra 2003. Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla hefur undan- farin þrjú ár margítrekað ósk- að eftir því við Reykjavíkur- borg að fundin verði framtíðar- lausn varðandi skóladagvist- ina. Ástæðan er sú að mörg undanfarin haust hefur gengið illa að manna skóladagvistina og foreldrar ítrekað lent í vanda við að fá gæslu fyrir börn sín. Við höfum bent á þá lausn að ÍTR taki að sér þessa starfsemi eins og þeir hafa gert í öllum öðrum grunnskól- um Reykjavíkurborgar. Hjá ÍTR eru til staðar hæfileikar, reynsla og vilji til að sinna þessu verkefni vel og til fram- búðar. Í dag er staðan hins veg- ar sú að Reykjavíkurborg vill ekki fela ÍTR þetta verkefni nema ríkið taki þátt í þeim kostnaði sem fylgir. Vanda þeirra 27 barna sem ekki njóta neinnar skóladagvistar nú á að reyna að leysa til vors til bráðabirgða ef fólk fæst til starfa og húsnæði fæst. Alls óvíst er að það takist. Hvað gerist haustið 2004 veit enginn. Það stendur ekkert um skóladagvist í íslenskum lög- um, hvorki í lögum um grunn- skóla né í lögunum um málefni fatlaðra. Þó kemur fram í 22. grein reglugerðar um sér- kennslu nr. 389 frá árinu 1996 að sérskólum og sérdeildum sé heimilt að veita nemendum samfellda þjónustu allan dag- inn, alla virka daga skólaárs- ins. Á grundvelli lagaleysis benda fulltrúar ríkisvaldsins á Reykjavíkurborg og segja borgina eiga að sinna þessari þjónustu því ekkert standi um málið í lögum um málefni fatl- aðra. Reykjavíkurborg fullyrð- ir á móti að þeim sé ekki skylt að veita þessa þjónustu og muni ekki gera það nema ríkið komi að með fjármagn. Á milli þessara fylkinga standa fötluð börn og fjölskyldur þeirra og líða fyrir ástandið. Mannréttindamál þroska- heftra Það er mannréttindamál að þroskaheftir nemendur fái not- ið skóladagvistar. Þau búa við félagslega einangrun og þurfa félagsleg úrræði eins og önnur börn sem eins er ástatt fyrir. Það er mannréttinda- og jafnréttismál að foreldrar þessara barna eigi sömu at- vinnu- og tekjumöguleika og aðrir foreldrar á Íslandi og þurfi ekki að búa við fátækt og atvinnuleysi fyrir þá sök eina að eiga fatlað barn. Það er mannréttindamál að þannig verði búið að fjölskyld- um fatlaðra barna að þeim sé ekki endalaust hent fram og til baka á milli mismunandi stjórnvalda vegna verkefna sem þarf að sinna en enginn vill axla ábyrgð á. ■ ■ Það er mann- réttindamál að þroskaheftir nemendur fái notið skóla- dagvistar. VISA RA‹ ER SKYNSAMLEG LEI‹ TIL A‹ VERSLA ME‹ VISA RA‹GREI‹SLUM ER VARAN TRYGG‹ FRÁ VERSLUN TIL ÁFANGASTA‹AR N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 0 9 2 9 TRYGGT ÚR VERSLUN TIL ÁFANGAR- STA‹AR Ég skila auðu Íris skrifar: Nú dámar mér ekki! Alþingis-menn eru búnir að bæta kjör sín svo um munar - og ekki í fyrsta skiptið. Ekki nóg með að þingmenn fái háar fjárhæðir heldur einnig makar og upphæðin virðist nokkru hærri en mánaðarlaunin mín. Í dag stend ég í þeim sporum að útskrif- ast sem leikskólakennari. Eftir þriggja ára nám mun ég uppskera 135.000 krónur á mánuði áður en skatturinn kemst í umslagið og það í fullri vinnu frá börnum. Ég skal jafnvel vera svo opinská að upplýsa hversu há námslánin voru á mán- uði, 90.000 krónur. Lánin voru jafn- vel lægri þegar við hjónin voru bæði í skóla. Þetta er sú upphæð sem er ábyggilega ekki í líkingu við það sem þingmenn fá inn á banka- reikninginn um hver mánaðamót. Ég spyr þingmenn: „Hversu lengi þarf ég að vinna til að eiga rétt á sömu kjörum og þið? Hversu mörg ár í skóla þarf ég að vera til að fá sömu „viðurkenn- ingu“ og þið fyrir „dugnað“? Þið hafið brugðist íslensku þjóðinni og orðið ykkur sjálfum og fjöl- skyldum ykkar til skammar. Mig langar að vitna í fjósakarlinn á Al- þingi sem vitnaði svo vel í hina heilögu bók en ég get það ekki. Ég nefnilega trúi því að þið vitið vel hvað þið eruð að gera. Þessar gjörðir hafa opnað augu mín og ég veit hvað ég geri í næstu kosning- um. Ég ætla að klæðast mínu feg- ursta pússi, keyra með fjölskyld- una á kosningastöðina, skila auðu og halda upp á það með ís á eftir!“ Ég vona að þegar þingmenn sitja á aðfangadagskvöld með fjölskyld- unni við jólatréð og horfa á ættingj- ana þakka fyrir góðar gjafir með bros á vör, hugsi til þeirra sem þeir hafa svikið ...og skammist sín. ■ Umræðan GERÐUR AAGOT ÁRNADÓTTIR, HRÖNN KRISTJÁNSDÓTTIR, KARLOTTA FINNSDÓTTIR OG ATLI LÝÐSSON ■ stjórnarmenn í Foreldra- og styrktar- félags Öskjuhlíðarskóla, skrifa opið bréf til borgarstjóra, borgarfulltrúa og áhugafólks um betra samfélag. Umræðan INGIMUNDUR KJARVAL ■ skrifar um gróðurhúsa- kenninguna. Loftlagsbreytingar Fötluð börn - ábyrgð hverra? UMRÆÐAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.