Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 60
Blaðauki Fréttablaðsins um undirbúning jólanna
jólin koma
Jólabókafló
ðið
er í Office 1
!
SKEIFUNNI
SMÁRALIND
AKUREYRI
EKKI BARA SUMAR
4Þ
eir sem eiga eftir að kaupa jóla-
gjafirnar ættu að drífa sig í bæ-
inn núna strax fyrir hádegi með-
an rólegt er í búðunum. Maður er
svona helmingi fljótari að versla ef ekkert
þarf að bíða í búðunum og það má nota þann
tíma í ýmislegt skemmtilegt. Að minnsta
kosti eru börnin þakklát fyrir að vera frek-
ar skemur en lengur á búðarröltinu.
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: jol@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is.
Nýstúdentar:
Spennandi verk-
efni fram undan
MUNIÐ GJAFABRÉF IN
Verið velkomnar
Mjódd - Sími 557 5900
Esprit bómullarbolir, stutt- og
langerma, margir litir.
Tilvalin jólagjöf!
Opið frá
kl. 10-22
Tileinkuð fólki sem leitar bata eftir tólfsporaleiðinni.
Dómkirkjan í Reykjavík
ÆÐRULEYSISMESSA
• Reynslusaga
• Anna Sigríður Helgadóttir og Bræðrabandið sjá um tónlist.
• Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir flytur hugleiðingu.
• Sr. Karl V. Matthíasson leiðir samkomuna
og sr. Hjálmar Jónsson leiðir fyrirbæn.
21. desember kl. 20
Nýstúdentar eru sannkallaðurvorboði í augum margra.
Flestir fjölbrautaskólar útskrifa
hins vegar einnig nemendur um
jólin. Fréttablaðið ræddi við
nokkra nýstúdenta sem eru komn-
ir í jólaskap og hafa nóg að gera í
leik og starfi fyrir jólin. Eftir ára-
mót taka svo ný verkefni við. ■
Ég hef aldrei hlakkað svonamikið til jólanna,“ segir Guð-
björg Hlín Guðmundsdóttir, sem
varð dúx Fjölbrautaskólans í
Breiðholti í gær. „Það er örugg-
lega vegna þess að ég er að ljúka
skólanum og margt nýtt að taka
við.“ Guðbjörg ætlar að sinna
fiðlunámi í Tónskóla Sigursveins
eftir jól og taka sjöunda stig á
fiðluna í vor. Með tónlistarnáminu
ætlar hún að vinna hálfan dag sem
klínikdama á tannlæknastofu
pabba síns.
„Svo er ég að spá í að fara í ein-
hverja kúrsa í háskólanum,
kannski í heimspeki,“ segir Guð-
björg, sem er ekki búin að ákveða
hvað hún ætlar að gera í lífinu. „Ég
get ekki gert upp á milli tónlistar-
innar og myndlistarnáms – en ég
ætla að minnsta kosti að undirbúa
möppu og sækja um í myndlistar-
nám í Listaháskólanum.“
Guðbjörg segir að námið í FB
hafi verið mjög skemmtilegt:
„Myndlistarbrautin í FB er mjög
góð og kennararnir eru alveg frá-
bærir,“ segir Guðbjörg, sem lýkur
náminu á þremur og hálfu ári.
Próf og tónlistaræfingar tóku
allan tíma Guðbjargar fram að út-
skriftinni þannig að jólagjafirnar
hafa mátt bíða. „En kannski föndra
ég þær bara á næstu dögum.“ ■
EMIL HJÖRVAR PETERSEN
Ætlar í bókmenntafræði eftir jól.
Emil Hjörvar
Petersen:
Vinnur í
Skífunni í
jólaösinni
Ég er að vinna í Skífunni í jóla-ösinni,“ segir Emil Hjörvar
Petersen, sem í gær útskrifaðist
úr Menntaskólanum í Kópavogi.
Emil segir vinnuna fína og ætlar
hann að halda áfram að vinna í
búðinni eftir jól með námi en hann
hefur í hyggju að fara í bók-
menntafræði í Háskólanum.
„Ég ætla að byrja þar og láta
bókmenntafræðina opna huga
minn fyrir öðru háskólanámi.“
Meðal þess sem hann hefur áhuga
á að læra er fjölmiðlafræði og
sagnfræði. Emil er að ljúka MK á
þremur og hálfu ári og segir hann
námið hafa þróast þannig að hann
gat ekki annað en lokið því á
þremur og hálfu.
„Þetta er búið að vera mjög
gaman en ég var svona byrjaður
að fá leið á náminu,“ segir Emil,
sem hlakkar til að byrja í Háskól-
anum. Hann hlakkar líka til jól-
anna en er þó ekki kominn í jóla-
skap. „Ég kemst í jólaskap þegar
jólatréð er sett upp á Þorláks-
messu.“ ■
Ég á örugglega eftir að saknaMH,“ segir Kári Hólmar
Ragnarsson, sem útskrifaðist sem
stúdent úr Menntaskólanum við
Hamrahlíð í gær. Kári var for-
maður nemendafélagsins í MH í
fyrravetur og segir það hafa verið
viðamikið starf „en mjög
skemmtilegt og lærdómsríkt“. Í
haust vaknaði hann upp við að
eiga svo lítið eftir í náminu að
ekki var annað hægt en að ljúka
náminu fyrir jól. Kári kvartar
ekki yfir því, eftir jól ætlar hann
að vera í FÍH í fullu námi í
básúnuleik. „Í haust er ég að
hugsa um að fara í lögfræði eða
stjórnmálafræði í Háskólanum.“
Kári er kominn í jólaskap enda
vinnur hann í leikfangabúð: „Ég
er að verðmerkja dúkkur í tonna-
tali um þessar mundir.“
Árlegar deilur í samfélaginu
um hvenær sé rétt að byrja að
spila jólalögin koma Kára vana-
lega í jólaskap. Uppáhaldsjólalag
hans er lagið góða Happy Xmas
(War Is Over) sem Lennon syngur.
„Mér finnst sjálfum að ekki eigi
að byrja að spila jólalögin fyrr en
í desember,“ segir hann. ■
Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir:
Tónlist og myndlist
togast á
GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR
Hlakkar til jólanna.
KÁRI HÓLMAR RAGNARSSON
Á örugglega eftir að sakna MH.
Kári Hólmar Ragnarsson:
Jólaskapið kemur með
jólalagadeilum