Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 64
60 20. desember 2003 LAUGARDAGUR Vinsælu stál- og koparstytturnar Tónlist ofl. Í eldhúsinu Starfsstéttir Áletrun á flesta hluti Póstsendum Skólavörðustíg 8 – Sími: 551 8600 Falleg og köntuð 50m stál. Dagatal og vikudagar Margskonar skífur kr. 14.700 m.ól kr. 19.400 m.stálfesti Mörkinni 3 • s: 588 0640 Opið mán.- föst. kl. 11 til 18 laugard. kl. 11 - 15 www.casa.is Frábærar jólagjafir Aðventuvaka: Hugleiðing og ljúfir tónar Þær kalla sig Öllu, Ásu ogÖnnu Siggu og ætla að sjá um aðventuvöku í Fríkirkjunni í Reykjavík á sunnudagskvöldið 21. desember kl. 22. Þetta eru þær Anna Sigríður Helgadóttir söngkona og Aðalheiður Þor- steinsdóttir píanóleikari sem munu sjá um tónlist og Ása Björk Ólafsdóttir guðfræðinemi flytur hugleiðingar um aðventu og jólahald. Aðventuvakan ber yfirskriftina Á dimmri nóttu og er tæplega klukkustundar kyrr- lát dagskrá með kertaljósum, hugleiðingum og ljúfum tónum. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis. ■ Innihald jólasálmanna skiptirokkur prestana miklu máli,“ seg- ir séra Helga Soffía Konráðsdóttir, prestur í Háteigskirkju. „Það er al- veg jafn mikil predikun í sálma- textunum eins og í predikunum okkar prestanna,“ segir hún en sálmarnir eru fullir af merkingum og myndum sem fólk tekur kannski ekki endilega eftir. Séra Helga Soffía nefnir sem dæmi sálminn Nóttin var sú ágæt ein sem inni- haldsríkan sálmatexta. „Talað er um hjarta mannsins sem íverustað fyrir litla jesúbarnið,“ segir Helga og bætir við að tilgangur aðvent- unnar sé einmitt að búa hjörtun undir komu jesúbarnsins. Á aðfangadagskvöld í Háteigs- kirkju eru meðal annars sungnir sálmarnir Sjá himins opnast hlið og Bjart er yfir Betlehem. „Sjá himins opnast hlið er bæði dæmi um óskaplega fallega músík og svo fallegt innihald,“ segir Helga. „Við syngjum Bjart er yfir Betlehem vegna þess að það er hreinræktað- ur barnasálmur. Það er orðið svo mikið af börnum á aftansöngnum klukkan sex á aðfangadag.“ Einn jólasálmur skipar sérstak- an sess í hjarta séra Helgu Soffíu en það er sálmurinn Jesús, þú ert vort jólaljós. „Ég hafði mikið fyrir því að læra þennan texta þegar ég var lítil því ég átti að syngja hann fyrir framan fullt af fólki,“ segir hún. Hún minnist þess að hafa haldið á kerti og sungið sálminn. „Mamma var ekki alltaf að fylgja mér eftir en hún kom á þetta kvöld. Henni fannst þetta svo fallegt að hún fór að gráta,“ segir Helga. ■ Hjá okkur í Grafarvogi eruákveðnir sálmar sem eru alltaf á aðfangadagskvöld,“ seg- ir Hörður Bragason, organisti í Grafarvogskirkju. Sálmavalið fylgir alltaf ákveðnum hefðum þótt það sé ekki eins í öllum kirkjunum. „Í Grafarvogskirkju syngjum við alltaf sömu sálm- ana. Þeir eru Sjá himins opnast hlið, Í Betlehem er barn oss fætt, Nóttin var sú ágæt ein, Það aldin út er sprungið og svo auðvitað Heims um ból,“ segir hann. Á jóladag bætist sálmur- inn Hin fegursta rósin er fundin við. Aðrir hátíðisdagar hafa líka einkennissálm. „Á gamlárs- kvöld er alltaf sunginn sálmur við Óðinn til gleðinnar eftir Beethoven en hann heitir Yfir hverja eykt á jörðu á íslensku. Á nýársdag er síðan alltaf sunginn þjóðsöngurinn í Grafar- vogi. Hefðirnar eru fljótar að verða til,“ segir Hörður og vísar til þess að Grafarvogssöfnuður er mjög ungur söfnuður. Í guðsþjónustum um hátíð- arnar er alltaf sungið hátíðartón séra Bjarna Þorsteinssonar. „Það er nú annað sem má ekki breyta,“ segir Hörður og hlær. „Það er búið að syngja þetta á Íslandi í bráðum hundrað ár og ekki þorandi að breyta því. Þá myndi einhverjum finnast eitt- hvað vanta,“ segir Hörður og honum finnst líklegt að séra Bjarni Þorsteinsson hafi verið tenór, því tónsvið hátíðartónsins liggur ekki svo vel fyrir alla presta. ■ Tónlistin í hátíðarmessunum: Hefðirnar fljótar að verða til HÖRÐUR BRAGA- SON ORGANISTI Segir að tónlistarval í hátíðarmessunum fylgi alltaf fastmótuðum hefðum. Ekki jólasálmur: Nóttin var sú ágæt ein Sálmurinn sem við þekkjumsem Nóttin var sú ágæt ein er oft sunginn um jólinn. Textinn er ekki saminn sem jólasálmur held- ur er kvæði eftir Einar Sigurðs- son í Eydölum sem hann orti und- ir vikivakahætti. Það nefnist Kvæði af stallinum Kristí og telur tuttugu og níu erindi. Kvæðið er ort undir vikivakahætti. Fyrstu fjögur erindin eru sungin sem jólasálmur en hér má sjá eitt í viðbót: Nóttin var sú ágæt ein, í allri veröldu ljósið skein, það er nú heimsins þrautar mein að þekkja hann ei sem bæri. Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. Í Betlehem var það barnið fætt sem best hefur andar sárin grætt; svo hafa englar um það rætt sem endurlausnarinn væri. Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. Fjármenn hrepptu fögnuð þann, þeir fundu bæði Guð og mann; í lágan stall var lagður hann þó lausnarinn heimsins væri. Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. Lofið og dýrð á himnum hátt honum með englum syngjum þrátt; friður á jörðu og fengin sátt, fagni því menn sem bæri. Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. Þér gjöri eg ei rúm með grjót né tré, gjarnan læt eg hitt í té, vil eg mitt hjartað vaggan sé, vertu nú hér minn kæri. Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. SÉRA HELGA SOFFÍA KONRÁÐSDÓTTIR Sálmatextinn skiptir presta máli. Íslenskir jólasálmar: Fullir af merkingu Hátíðatón ómissandi Ekki er sama tón notað viðmessusvör í öllum kirkj- um. Tvær gerðir tóns eru al- gengar í kirkjum, en þar að auki er hátíðartónið svokall- aða sem sungið er á jólum og páskum. Hátíðartónið er eftir séra Bjarna Þorsteinsson, prest á Siglufirði. Það kom út árið 1899 og náði strax um aldamótin töluverðri út- breiðslu. Hátíðartónið er af mörgum talið ómissandi þátt- ur í helgihaldi á stórhátíðum. Það er útsett fyrir fjögurra radda blandaðan kór og orgel- undirleik. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.