Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 56
52 20. desember 2003 LAUGARDAGUR
Fyrir ári síðan vissu fáir hverHoward Dean var. Hann var
óskrifað blað. Hann er fyrrum
fylkisstjóri Vermont, sem er eitt
fámennustu ríkja Bandaríkjanna.
Hann var sérkennilegi frambjóð-
andinn í forvali Demókrataflokks-
ins fyrir næstu kosningar til for-
seta Bandaríkjanna. Flestir töldu
að Dean myndi áreiðanlega fá
fæstu atkvæðin. Hann hafði enga
stóra styrktaraðila, engin stór
félagasamtök á bak við sig, aðeins
örfáa starfsmenn og einungis 431
skráðan stuðningsmann. Í stuttu
máli, þá átti Howard Dean engan
séns.
Nú er öldin önnur
Núna, ári síðar, er Howard
Dean sigurstranglegastur af öll-
um þeim demókrötum sem sækj-
ast eftir tilnefningu. Barátta hans
náði nýjum hæðum þegar fyrrum
varaforseti Bandaríkjanna, Al
Gore, lýsti yfir stuðningi við hann
á dögunum, en síðan þá hefur
reyndar komið dálítið bakslag í
kjölfar þess að Saddam Hussein
kom í leitirnar. Howard Dean hef-
ur nefnilega alltaf verið efasemd-
armaður um réttmæti innrásar-
innar í Írak, og hingað til, þegar
illa hefur gengið í Írak, hefur það
virkað honum í hag. Á þessu varð
breyting nú, þegar hin góðu tíð-
indi bárust Bandaríkjamönnum til
eyrna.
En þetta er smáatriði miðað við
þann gríðarlega og óvænta árang-
ur sem framboð Deans hefur náð.
Nú í byrjun desember hafa 530
þúsund Bandaríkjamenn skráð
sig sem virkir stuðningsmenn
Howards Deans og milljónir doll-
ara hafa flætt inn í kosningasjóð
hans. Þau fjárframlög eru alger-
lega óháð og utan við fjárframlög
sem berast Demókrataflokknum
sjálfum. Því má ljóst vera að Dean
sækir fylgi sitt talsvert út fyrir
flokkinn. En þrátt fyrir að hafa
um það bil tíu sinnum meira fjár-
magn en aðrir kandídatar, þá eyð-
ir Dean talsvert minna fé í kosn-
ingabaráttu sína en þeir. Lykil-
atriðið í þessu er sú staðreynd, að
Dean hefur tekist að nýta inter-
netið og möguleika þess til hins
ýtrasta í baráttunni.
Þúsundir hópa í hundruðum
borga
Eitt besta dæmið um það
hvernig internetið hefur virkað
Dean í hag má sjá á heimasíðunni
www.meetup.com. Sú síða er al-
gerlega ótengd Dean sjálfum.
Hún var upphaflega sett á lagg-
irnar til þess að hjálpa fólki að
setja á stofn leshringi eða til þess
að hittast og læra erlend tungu-
mál saman. Heimasíðan er í raun
eins konar spjallsíða nema hvað
einstaklingarnir spjalla ekki sam-
an á netinu, heldur mæla þeir sér
mót á síðunni og spjalla síðan
saman í einhverju heimahúsi eða
annars staðar. Þeir sem sagt hitt-
ast í raunveruleikanum.
Smám saman hefur síðan verið
notuð meira og meira af áhuga-
fólki um stjórnmál, sem nýtir
hana til þess að skipuleggja stuðn-
ingsfundi og málefnaumræður.
Og það er ekki að sökum að
spyrja. Stuðningsmenn Howard
Deans, sem nú spretta upp eins og
gorkúlur um öll Bandaríkin, eru
langfyrirferðarmestir þeirra sem
nýta sér síðuna. Ef farið er inn á
hana má sjá að hægt er að sækja
óháða fundi, skipulagða af ein-
staklingum, til stuðnings Howard
Dean í 604 borgum í heiminum, og
þá vitaskuld langflestum í Banda-
ríkjunum. Skráðir stuðningsmenn
og þátttakendur í þessum sam-
komum eru um 160 þúsund.
Stuðningsmenn fyrrum hershöfð-
ingjans Wesley Clark, sem eink-
um er talinn veita Dean sam-
keppni, hafa þó verið að sækja í
sig veðrið, og eru nú um 50 þús-
und skráðir stuðningsmenn hans á
síðunni.
Ný vídd í pólitísku starfi
En fólk hittist ekki bara í
Bandaríkjunum og ræðir saman
um það hvernig það eigi að gera
Howard Dean að forseta. Í breska
blaðinu The Guardian var í vik-
unni viðtal við nokkra stuðnings-
menn Deans þar í landi. Þeir hafa
skipulagt fundi í gegnum
www.meetup.com í London. Hóp-
urinn þeirra heitir hvorki meira
né minna en „Dean-kynslóðin“.
Þessi hópur er aðeins eitt dæmi
um algerlega nýja vídd í pólitísku
starfi. Einstaklingarnir eru farnir
að skipuleggja fundina sjálfir, að
eigin frumkvæði. Samkomurnar
spretta upp stjórnlaust. Á meðan
situr Dean með kosningasjóðinn
og þarf varla að lyfta litla fingri.
Hið jákvæða við þessa þróun er
auðvitað það, að hún sýnir vakn-
ingu í pólitískum áhuga. Þátttak-
endur í fundunum gefa jafnframt
þann vitnisburð að fundirnir séu
skemmtilegir og uppbyggilegir.
Sumir halda því fram að inter-
netið muni gera það sama fyrir
Howard Dean og sjónvarpið gerði
fyrir John F. Kennedy. Stuðningur
við Dean breiðist út frá einum
stuðningsmanni til annars, og
stuðningurinn gæti þess vegna
vaxið í stíl við annað sem vex á
internetinu, eins og til dæmis
Napster gerði á sínum tíma. Orð-
sporið og æðið getur náð ævin-
týralegum hæðum á netinu ef eitt-
hvað slíkt fer af stað á annað borð.
Byrjaði allt í blogginu
Einn af þeim sem nú velta fyrir
sér þessum mikla árangri Deans
er varaforseti Meetup.com.
„Internetið hefur núna þjófstartað
forvalskosningabaráttunni,“ segir
hann. „En margir telja að það hafi
ekki verið Dean sem uppgötvaði
internetið heldur hafi internetið
fundið hann.“
Og þetta á við meiri rök að
styðjast heldur en virðast kann í
fyrstu. Þetta ástsæla samband
Deans og internetsins á sér
ákveðnar rætur. Einn starfs-
manna meetup.com, William Fink-
el, fékk nefnilega þá flugu í höfuð-
ið að gott væri að komast í sam-
band við einhvern þátttakanda í
forvalinu sem kynni að meta
þessa heimasíðu og það sem fyrir-
tækið væri að gera. Hann hafði
samband við pólitískan bloggara
að nafni Jerome Armstrong, sem
getið hafði sér gott orð fyrir
vinstrisinnað blogg. Howard
Dean hafði á þeim tíma enga opin-
bera bloggsíðu.
Armstrong datt í hug að halda
sérstakan dag tileinkaðan
Howard Dean á heimasíðu meet-
up.com. Þetta var gert til þess að
fá fleiri þátttakendur inn á síðuna.
Upphafið að internetkosningabar-
áttu Deans má því rekja til aðila
sem voru utan við kosningabar-
áttu hans og hreinlega tóku hann
upp á arma sína. Skömmu síðar
fór Armstrong á fund Joe Trippi,
sem er framkvæmdastjóri kosn-
ingabaráttu Deans, og kynnti fyr-
ir honum þá hugmynd að þessi
kosningabarátta yrði háð nærri
alfarið á netinu.
„Það voru margir bloggarar að
skrifa um alls konar málefni á
þessum tíma, um mitt ár 2002,“
segir Armstrong. „En eini fram-
bjóðandinn sem virkilega sýndi
þeim áhuga var Howard Dean.“
Og hinir sérstöku Dean-dagar á
meetup.com urðu fleiri en einn og
fleiri en tveir. Og síðan spurðist
orðsporið út og sífellt fleiri blogg-
arar tóku við sér. Howard Dean
var þeirra maður. Framjóðandi
internetsins. Frambjóðandi
bloggaranna.
Mun ekki sitja einn að net-
inu
Í sjálfu sér hafði Dean engu að
tapa þegar hann ákvað að leita á
náðir bloggaranna og sýna meet-
up.com áhuga. Hættan er hins
vegar sú, að með því að leggja lag
sitt við þennan hóp manna sé Dean
hugsanlega að beina boðskap sín-
um of mikið til þeirra sem þegar
eru sammála honum. Dean virðist
ná til fremur lokaðs hóps. Fáir
blökkumenn eru á meðal stuðn-
ingsmanna hans og suðurríkja-
menn eru ekki margir heldur.
Aðrir benda á að árangur Deans sé
í öllu falli aðdáunarverður, og að
honum hafi tekist framar öllum
öðrum að höfða til ungs fólks.
Ein lykilspurningin fyrir Dean
er líka sú, hvort hann muni þegar
á hólminn er komið hafa einkarétt
á internetinu. Menn benda á að ef
til forsetakosninga kemur á milli
Dean og Bush séu repúblikanar
mun meiri internetnotendur held-
ur en demókratar. Netnotkun
virðist vera útbreiddari meðal
hægrisinnaðra Bandaríkjamanna
en vinstrisinnaðra, og einnig er
hún útbreiddari meðal karla en
kvenna. Bæði atriðin eru demó-
krötum í óhag. Þá hafa öflugir
trúarhópar í Bandaríkjunum
verið mjög iðnir við að nýta sér
internetið, og þeir eru flestir hall-
ir undir repúblikana.
Repúblikanaflokkurinn væri
því líklegur til þess að veita Dean
öfluga samkeppni á netinu, í kosn-
ingum milli Deans og Bush.
Varanleg áhrif
En þetta breytir því ekki að
Dean virðist hafa tekist að opna
nýja vídd í stjórnmálastarfi í
Bandaríkjunum. Þar með hefur
honum tekist að hafa varanleg
áhrif á bandarískt þjóðlíf. Þetta
hefur þegar átt sér stað og mun
marka hans spor, alveg burtséð
frá því hvort honum tekst að sigra
í forvali Demókrataflokksins eða
sigra George W. Bush og verða
forseti Bandaríkjanna.
Og þess má geta að lokum að
Dean nær ekki einungis að afla
sér stuðningsmanna á netinu,
heldur þjónar netið líka fjáröflun-
artilgangi. Sem dæmi um árangur
á því sviði má nefna að daginn
sem Al Gore lýsti yfir stuðningi
var komið fyrir tengli á heimasíðu
Deans, þar sem fólk gat gefið pen-
inga í kosningasjóðinn í „þakk-
lætisskyni gagnvart Al Gore“,
eins og þar stóð. Fjórum dögum
síðar hafði þessi tengill skilað 500
þúsund Bandaríkjadölum í kosn-
ingasjóðinn, frá Bandaríkjamönn-
um víðs vegar að um landið. Það
eru 40 milljón krónur. Og sú upp-
hæð, má nefna í framhjáhlaupi,
kæmist langt með að dekka eins
og eina kosningabaráttu eins
flokks á Íslandi, eða svo. Það er
því spurning hvort einhver fram-
bjóðandi hér á landi muni ekki
fara að nýta sér netið í náinni
framtíð. Líklega er það bara tíma-
spursmál, enda er farvegurinn
fyrir hendi hér, í mikilli netnotkun
og mörgum virkum pólitískum
blogg- og fréttasíðum.
gs@frettabladid.is
VONGÓÐIR DEMÓKRATAR
Frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins tóku þátt í kappræðum á ABC-sjónvarpsstöð-
inni í vikunni. Howard Dean virðist njóta mests stuðnings. Næstur kemur Wesley Clark
fyrrum hershöfðingi.
Árangur Howards Deans í keppninni um það hver verður frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningum á næsta ári þykir undra-
verður, svo ekki sé meira sagt. Dean er núna sigurstranglegastur allra kandídata.
Gerir internetið hann
að forseta Bandaríkjanna?
HOWARD DEAN
Fyrir ári síðan var hann nánast óþekktur og einungis 431 einstaklingur var skráður sem virkur stuðningsmaður framboðs hans. Núna hafa
530 þúsund manns gerst stuðningsmenn hans og fjárhæðirnar streyma inn í kosningasjóði. Ástæðan liggur í notkun Deans á internetinu.
Hann er frambjóðandi bloggaranna.