Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 20. desember 2003
G Æ Ð A F R A M K Ö L L U N U M A L L T L A N D
SNORRI ÁSMUNDSSON
Myndlistarmaðurinn og grallaraspóinn
Snorri mun selja og undirrita aflátsbréf í
Gallerí Kling og bang fram að jólum.
Snorri Ásmundsson er á
fullu skriði:
Aflátsbréf í
jólapakkann
Myndlistarmaðurinn Snorri Ás-mundsson hefur nú í eitt ár
selt aflátsbréf, eða syndaaflausnir,
og mun salan hafa gengið með ein-
dæmum vel. „Aflátsbréfin eru gef-
in út í því skyni að hjálpa fólki að
fyrirgefa og öðlast fyrirgefningu
og segja sumir að ekki sé til betri
jóla- og áramótagjöf en fyrirgefn-
ingin,“ segir í fréttatilkynningu frá
myndlistarmanninum, en Snorri
vekur athygli á því í tilkynningunni
að aflátsbréfin séu prýðileg jóla-
gjöf. „Hátíðirnar eru sá tími sem
fólk gerir upp liðið ár og því þykja
aflátsbréfin þægileg jólagjöf.
Margt fólk er með syndir á bakinu
sem takmarka getu þess, því er
nauðsynlegt fyrir það að kaupa af-
látsbréf til að öðlast frelsi.“
Á næstu dögum koma afláts-
bréfin út bæði á latínu og ensku.
„Latínubréfin eru gefin út með það
að leiðarljósi að þóknast Vatíkan-
inu auk þess sem mörgu friðelsk-
andi fólki þykir fallegt að eiga af-
látsbréf á því tungumáli,“ segir í
tilkynningunni. Í henni kemur jafn-
framt fram að aflátsbréfin verða
gefin út á fleiri tungumálum á
næstu misserum.
Snorri mun undirrita aflátsbréf
sín í Gallerí Kling og bang á Lauga-
vegi 23 fram að jólum. ■
Hilmir snýr heim:
Gæti náð
Titanic
Lokahluti þríleiksins um Hringa-dróttinssögu var frumsýndur á
miðvikudaginn og allt útlit er fyrir
að The Return of the King muni
setja aðsóknarmet um helgina. For-
sala miða hefur verið 60% meiri en
fyrir fyrstu tvær myndirnar og bíó-
spekingar veðja því á að þriðja
myndin verði sú stærsta og útiloka
ekki að hún verði önnur myndin í
sögunni, á eftir Titanic, til að þéna
einn milljarð dollara í kvikmynda-
húsum um allan heim. Fellowship of
the Ring tók inn 75.1 milljón dollara
á fimm dögum en The Two Towers
opnaði í 102 milljónum á fimm dög-
um og fáum blandast hugur um að
The Return of the King muni gera
gott betur um helgina. ■