Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 44
40 20. desember 2003 LAUGARDAGUR BÓK VIKUNNAR Friðþæging eftir Ian McEwan Satt að segja er erfitt að oflofa þessa verðlaunabók. Aðalpersón- an er hin þrettán ára Briony sem hefur auðugt ímyndunarafl og túlkun hennar á atburðum reynist örlagarík. Þetta er alveg einstak- lega vel skrifuð bók og undirliggj- andi spenna í textanum gerir að verkum að erfitt er að leggja bók- ina frá sér. Lokakaflinn er ógleymanlegur og líklegur til að kalla fram tár hjá viðkvæmum lesendum. Nútíma meistaraverk. ■ Bækur METSÖLU- LISTI MÁLS OG MENNINGAR Allar bækur 1. Bettý. Arnaldur Indriðason 2. Náðarkraftur. Guðmundur Andri Thorsson 3. Stormur. Einar Kárason 4. Einhvers konar ég. Þráinn Bertelsson 5. Öxin og jörðin. Ólafur Gunnarsson 6. Heimur spendýranna. Richard Atten- borough 7. Fólk í fjötrum. Gylfi Gröndal 8. Ósköpin öll. Flosi Ólafsson 9. Ambáttin. Mende Nazer 10. Jón Sigurðsson. Guðjón Friðriksson SKÁLDVERK 1. Bettý. Arnaldur Indriðason 2. Náðarkraftur. Guðmundur Andri Thorsson 3. Stormur. Einar Kárason 4. Öxin og jörðin. Ólafur Gunnarsson 5. Bóksalinn í Kabúl. Åsne Seierstad 6. Átta gata Buick. Stephen King 7. Herra Alheimur. Hallgrímur Helgason 8. Da Vinci lykillinn. Dan Brown 9. Radíó Selfoss. Sölvi Björn Sigurðsson 10. Þegar stjarna hrapar. Vigdís Grímsdóttir METSÖLULISTI BÓKABÚÐA MÁLS OG MENNINGAR 10. - 16. DESEMBER METSÖLU- LISTI EYMUNDS- SONAR Allar bækur 1. Bettý. Arnaldur Indriðason 2. Einhvers konar ég. Þráinn Bertelsson 3. Öxin og jörðin. Ólafur Gunnarsson 4. Útkall - Árás á Goðafoss. Óttar Sveinsson 5. Ósköpin öll. Flosi Ólafsson 6. Stormur. Einar Kárason 7. Íslenska bílaöldin. Örn Sigurðsson & Ingibergur Bjarnason 8. Séra Baldur. Hlynur Þór Magnússon 9. Don Kíkóti II. Cervantes 10. Vín. Þorri Hringsson SKÁLDVERK 1. Bettý. Arnaldur Indriðason 2. Öxin og jörðin. Ólafur Gunnarsson 3. Stormur. Einar Kárason 4. Don Kíkóti II. Cervantes 5. Da Vinci lykillinn. Dan Brown 6. Náðarkraftur. Guðmundur Andri Thorsson 7. Herra Alheimur. Hallgrímur Helgason 8. Mey yfir myrku djúpi. Mary Higgins Clark 9. Svo fögur bein. Alice Sebold 10. Lygasaga. Linda Vilhjálmsdóttir METSÖLULISTI BÓKABÚÐA EYMUNDSSONAR 10. -16. DESEMBER Sagnalist er heitið á nýrri bókeftir Þorleif Hauksson ís- lenskufræðing en þar fjallar Þor- leifur um stílbrögð íslenskra rit- höfunda á árunum 1850-1970. Það er ljóst að gríðarleg vinna og lest- ur liggur þarna að baki. Þegar Þorleifur er spurður hvernig hann hafi valið stílistana sem hann fjallar um segir hann: „Þegar allt kemur til alls hafði ég ekki önnur viðmið en mína eigin tilfinningu og minn eiginn smekk, en ég reyndi að velja þá höfunda sem höfðu komið með nýjungar. Smátt og smátt fékk ég tilfinningu fyrir því hverjir það væru.“ Þetta er ansi breið flóra höf- unda og ég held að hver lesandi finni innan um höfunda sem hann mundi segja að væru heldur slappir stílistar. Ég myndi til dæmis nefna Guðmund G. Haga- lín. Eru þessir höfundar allir góðir stílistar að þínum mati? „Í einhverjum skilningi eru þeir það. Fyrst þú nefnir Hagalín þá er hann höfundur sem gerir merkilegar tilraunir til að búa til sagnastíl á þjóðlegum grunni og hefur tilhneigingu til að skrifa tal- málsstíl, auk þess sem hann virkj- ar í verkum sínum mállýsku sem hann hafði kynnst á Vestfjörðum. Þetta var nýjung í stíl á sínum tíma.“ Ég var ákveðin í að spyrja þig hvað væri góður stíll en svo sá ég tilvitnun í Halldór Laxness í bók þinni þar sem hann segir: „Ekkert orð er skrípi ef það stendur á rétt- um stað“. Þessi setning segir ansi mikið um stíl. „Já, í raun og veru gerir hún það. Það var líka skemmtilegt sem Guðmundur Andri Thorsson sagði í viðtali við þig í síðustu viku, að stíll væri að velja orð og raða þeim saman en um leið væri líf textans búið til, sjálfur persónu- leiki bókarinnar.“ Laxness besti stílistinn Hver er besti stílisti 20 aldar? „Tvímælalaust Halldór Lax- ness. Það sem einkennir hann sem stílista er hvað hann er margfald- ur í roðinu, það er þverstæðutil- hneigingin í texta hans. Hann hneigist til ákveðinnar íhaldssemi í vissum málfarslegum efnum, til dæmis í sambandi við dönsku- slettur, en víkkar stílinn út á öðr- um sviðum og leitar margvíslegra fyrirmynda. Ef við tökum muninn á honum og Hagalín þá felst hann einna helst í andstæðum milli margröddunar og einröddunar. Þó að Laxness hafi haft eindregnar pólitískar skoðanir urðu bækur hans aldrei boðunarrit. Þegar pólitísks boðskapar fer að gæta hjá einhverjum persónum hans þá gerir hann um leið grín að við- komandi. Stundum er sagt að hann hafi ekki samúð með persón- um sínum sem er alrangt en hann hefur alltaf þetta tvöfalda sjónar- horn á þær. Það er galdur skáld- skaparins hjá honum.“ Hver heldurðu að sé áhrifa- mesti stílisti 20 aldar? „Ég held að Laxness sé það líka. En þá má ekki gleyma því að það voru aðrir áhrifamiklir stílist- ar á þessum tíma. Ólafur Jóhann Sigurðsson skrifaði til dæmis mjög áhrifamikinn stíl en það sem hamlaði honum var viss sjálfsrit- skoðun sem á sér rætur í mál- vöndunartilhneigingu samtímans. En hann á til alveg óskaplega fallega hluti.“ Nú er allt leyfilegt Þú endar bókina um 1970. Af hverju ferðu ekki lengra fram í tímann? „Einhvers staðar þurfti ég að enda en mig langar til að skrifa framhald. Þegar ég var að ljúka þessu verki í fyrra var mér kippt 30 ár fram í tímann því ég var settur í að tilnefna bækur til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna. Það var mjög merkilegt að sjá hversu mikið hefur breyst á þess- um áratugum. Öllum hömlum virðist hafa verið aflétt. Nú er allt leyfilegt. Það er síður en svo að ég harmi það að málfarslögreglan sé sett á eftirlaun en það hefur haft í för með sér ákveðinn skort á sjálfsögun hjá sumum höfundum. Menn eru farnir að skrifa eins og enginn hafi skrifað á undan þeim. Þeir eru hættir að skírskota til hefðar og samtíma heldur skrifa sitt eigið mál og það þýðir að stíll- inn verður svolítið eintóna og óspennandi. Það eru þó fjölmarg- ar undantekningar frá þessu og kannski er að verða til ný gróska og ný vitund um það hvað hægt er að gera í skáldsagnastíl.“ Ef þú ættir að nefna góða nú- tíma stílista, hverja myndirðu nefna? „Ég á erfitt með að svara þessu því ég hef ekki lagst í nógu miklar rannsóknir. En Gyrðir Elíasson er alveg í sérflokki og sömuleiðis Þórarinn Eldjárn. Um þessi jól er ég spenntur að lesa nýja skáld- sögu Guðmundar Andra Thors- sonar, sem ég hef heyrt að sé mjög vel skrifuð. Ég hef gefið hana fjölmörgum en á sjálfur eft- ir að lesa hana.“ Er það skilyrði fyrir því að bók lifi að hún sé vel skrifuð og gangi upp í stíl? „Já, það er algjört lykilatriði.“ kolla@frettabladid.is Í nýrri bók fjallar Þorleifur Hauksson um stílbrögð íslenskra rithöfunda á árunum 1850-1970. Hann segir Hall- dór Laxness vera besta stílista 20. aldarinnar og að góður stíll skipti höfuðmáli í gerð skáldsagna. Stíll er lykilatriði FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Það fór eins og spáð hafði verið:Bretar völdu Hringadróttins- sögu sem eftirlætisbók sína. Breska sjónarpsstöðin BBC stóð fyrir valinu. Í öðru sæti var Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen. Þrílógía Philip Pullmans um Lýru (Gyllti áttavitinn, Lúmski hnífur- inn og Skuggasjónaukinn) lenti í þriðja sæti. Á eftir komu The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy eftir Douglas Adams, Harry Pott- er og eldbikarinn eftir J.K. Rowl- ing, To Kill a Mockingbird eftir Harper Lee, Bangsímon eftir A.A. Milne og 1984 eftir George Orwell varð í áttunda sæti. Hálf milljón manna kaus Hringadróttinssögu í fyrsta sæti. Keppnin um bestu bækurnar hófst fyrir níu mánuðum með for- keppni og á þeim tíma lokuðu veð- bankar fyrir veðmál þar sem menn veðjuðu nær eingöngu á bók Tolkiens og aðrar bækur áttu ekki möguleika. Nokkrir rithöfundar gagn- rýndu þessa keppni harðlega og sögðu hana meðal annars vera óbókmenntalega og svívirðilega. Rithöfundurinn Andrew O’Hagan gekk meira að segja svo langt að segjast hafa andúð á skoðunum fjöldans. Þessi gagnrýni minnir reyndar mest á nöldur, sérstak- lega þegar haft er í huga að sala á bókunum í 1.-21. sæti jókst um 425 prósent síðustu þrjá mánuði keppninnar. Trílógía Philips Pullmans seldist mest en á þrem- ur síðustu mánuðunum ruku 170.000 eintök úr búðum, 50.000 eintök fóru af Hringadróttinssögu og Birdsong eftir Sebastian Faulks tók þriðja mesta sölukipp- inn. Hroki og hleypidómar seldist á þessum tíma minnst af þeim bókum sem lentu í sæti 1-21, en 3.900 eintök af henni seldust á þremur mánuðum. Það er nokkuð minna en seldist af Glæstum von- um Charles Dickens en sú bók lenti í 17. sæti í keppninni. Á bókasöfnum jukust útlán um 56 prósent í nóvember, sem rakið er beint til keppninnar. „Hvernig er hægt að gagnrýna framtak sem hefur greinilega haft örvandi áhrif á lestur um allt land hjá öll- um aldurshópum?“ sagði einn af hugmyndasmiðum keppninnar. Hringadróttinssaga Tolkiens hefur nokkrum sinnum áður unn- ið í vinsældakosningu meðal al- mennra lesenda. ■ TOLKIEN Bretar hafa kosið Hringadróttinssögu sem eftirlætis bók sína. Bretar hafa valið eftirlætisbók sína: Hringadróttins- saga er uppáhaldið ÞORLEIFUR HAUKSSON „Þegar allt kemur til alls hafði ég ekki önnur viðmið en mína eigin tilfinningu og minn eigin smekk, en ég reyndi að velja þá höfunda sem höfðu komið með nýjungar. Smátt og smátt fékk ég tilfinningu fyrir því hverjir það væru.“ Nú er allt leyfilegt. Það er síður en svo að ég harmi það að málfars- lögreglan sé sett á eftirlaun en það hefur haft í för með sér ákveðinn skort á sjálfs- ögun hjá sumum höfundum. Menn eru farnir að skrifa eins og enginn hafi skrifað á undan þeim. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.