Fréttablaðið - 20.12.2003, Side 70

Fréttablaðið - 20.12.2003, Side 70
66 20. desember 2003 LAUGARDAGUR ÞORLÁKSMESSUSKATA Hjá okkur færðu ekta vestfirska skötu ! Verið vandlát, það erum við. Opið laugardag og sunnudag frá kl. 9.00-18.00 FISKBÚÐIN HAFBERG Gnoðarvogi 44, sími 588 8686 HNOÐMÖR, HAMSAR, HANGIFLOT. HÁKARL, HARÐFISKUR, STÓR RÆKJA, HÖRPUSKEL. JÓLAHUMARINN KOMINN SK AT A SKATA Jólamaturinn: Hreindýr í stað rjúpu Það er auðvitað mjög mikið aðgera hjá mér í desember, en það er alltaf mikið að gera,“ segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra. „Jólaundirbúningurinn bætist auðvitað við en það er bara ánægjuleg viðbót. Það eina sem er óhefðbundið við jólin núna er að við erum ekki með rjúpur. Við verðum með humar í forrétt, hreindýr í aðalrétt og ferska ávexti í eftirrétt. Í fyrra vorum við heldur ekki með rjúpur og þetta er nú það helsta sem hefur breyst hjá okkur. Fjölskylda Sivjar er með ákveðna fasta liði á aðventunni, eins og svo margar aðrar. „Við erum nýbúin að gera laufabrauð með föðursystur minni. Svo höldum við alltaf mar- sípankeppni svokallaða hjá mömmu. Þá erum við með marsipan, brætt súkkulaði, möndlur, kókosmjöl og allskon- ar skraut. Við litum líka hluta af marsípaninu. Svo komum við systkinin saman, makar og börn og mamma dæmir um það hver gerir fallegasta marsipanið. Á Þorláksmessu er orðið hefð- bundið að fara í skötu hjá tengdafólkinu mínu. Á seinni árum höfum við tek- ið upp þann sið að fara í Heið- mörk að gera kertaskreytingar og jólaskraut. Mamma hefur safnað okkur saman, börnunum og barnabörnum, í norska kof- ann þarna í skóginum. Við erum nýbúin að fara þangað og þar var mikil jólastemning.“ ■ Nýverið komu í Vínbúðir hin vin-sælu styrktu vín Rivasaltes auk vína frá héraðinu Roussillon. Þau fást í gjafumbúðum í Vínbúðum, tvö og þrjú í pakka. Frá framleiðandan- um Pujol - Domaine La Rourède í Roussillon koma þrjú vín undir heit- inu Côtes du Roussillon. Vínin eru kraftmikil með keim af svörtum berjum, með skemmtilegt og langt eftirbragð. Frábær kostur með villi- bráð, lambakjöti og öllu grilluðu kjöti. Þrúgurnar í þessum vínum eru allt að fjórar og eru blandaðar í mismunandi hlutföllum: grenache, carignan, mourvèdre og syrah. Öll vín frá Pujol eru lífrænt ræktuð og eru þannig betri kostur fyrir þá sem eiga til að fá hausverk af neyslu rauðvína! Rivesaltes er þorp í frönsku Kataloníu. Rivesaltes-vínin eru styrkt og gerð þeirra er sérstök. Þau eru gerð úr rauðu eða hvítu grenache-þrúgunni. Berin handtínd eftir að þau hafa verið látin of- þroskast og innihalda því mikinn sykur. Þau eru síð- an í flestum tilfell- um kramin og lát- in liggja í safa og gerjast. Seinna eru þau pressuð og gerjunin stopp- uð með vínberja- alkóhóli. Vínið er svo geymt annað- hvort í tönkum eða ámum í fjölda ára eins og t.d. fyrir Rivesaltes hors d’âge sem er geymt meira en 10 ár í ámum. Vínin eru öll með svipaðan styrkleika eða í kringum 16 %. Eftir opnun geym- ast vínin í að minnsta kosti átta vik- ur. Rivesaltes Vintage Lykt af sykurhúðuðum ávöxtum og kirsuberjum. Gott jafnvægi í bragði, sveskjur og vel þroskuð dökk ber, örlítið tannín en langt eft- irbragð. Þetta vín er drukkið sem fordrykkur en einnig með eftirrétt- um úr rauðum ávöxtum eða mildu súkkulaði. Muscat de Rivesaltes Mjög spennandi styrkt vín í frábæru jafnvægi. Mikill fersk- leiki og góð sýra á móti sætum vín- berjum. Sérstak- lega langt og mjúkt eftirbragð. Vínið hentar mjög vel sem fordrykk- ur. Frábært með gæsa- eða andalif- ur, með Roquefort- osti eða sem eftir- réttavín með eplatertum, ávaxta- kökum eða ávaxtasorbet. Passar líka mjög vel með súkkulaði. Rivesaltes Blanc Þetta vín er flókið, meðalsætt með keim af appelsínu, möndlum, hunangi og eik, eftirbragðið er langt. Mikið jafnvægi. Á sérlega vel við með foie gras eða eftirrétt- um úr súkkulaði og appelsínum. Rivesaltes Hors d’âge Þetta vín er mjög flókið, meðal- sætt með keim af kaffibrennslu, kakó, tóbaki og eik, eftirbragðið er mjög langt. Tilvalið með eftir- réttum úr súkkulaði eða sem eftir- drykkur í stað koníaks, það er ein- nig gott með góðum vindlum. ■ SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Uppáhaldsjólaskrautið er engill sem yngsti sonurinn gerði sjálfur á leikskólanum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A VÍNTVENNA Í víntvennu eru í boði fordrykkur og desertvín eða eftirdrykkur: Muscat de Rivesaltes, Rivesaltes Hors d’âge. Fæst í stærri Vínbúðum á 6.610 kr. Bára Einarsdóttir „Hamborgarhryggur og skyrkaka í eftirmat. Ég elda.“ Hvað verður í jólamatinn? Frönsk styrkt vín í gjafaumbúðum: Nýjungar frá frönsku Katalóníu VÍNÞRENNA Í vínþrennu eru boðin þrenn vín fyrir alla rétti hátíðarmál- tíða: Mâcon La Roche Vineu- se 2000 frá Francois d’Allaines, (hvítvín - chardon- nay), Côtes du Roussillon 2001 (rauðvín - samsett af syrah, grenache og carignan), Rivesaltes Vintage (styrkt rauðvín frá Roussillon-héraði Frakklands). Fæst í stærri Vínbúðum á 6.610 kr.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.