Fréttablaðið - 20.12.2003, Side 4

Fréttablaðið - 20.12.2003, Side 4
4 20. desember 2003 LAUGARDAGUR Hvað verður í matinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Spurning dagsins í dag: Telurðu að Michael Jackson sé sekur um misnotkun á börnum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 9,7% 3,7% Rjúpur 28,4%Annað Hreindýrasteik 47,5% 4,5% Hamborgarhryggur 6%Önd Hangikjöt Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Ríkisábyrgð Íslenskrar erfðagreiningar í almenna kynningu: Auglýst eftir athugasemdum RÍKISÁBYRGÐ Eftirlitsstofnun EFTA hefur birt álit sitt á fyrirhugaðri ríkisábyrgð til handa Íslenskri erfðagreiningu í stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Þar með hafa áhugasamir aðilar mánuð til að koma athugasemdum sínum á framfæri. Eftir það hafa íslensk stjórnvöld mánuð til að svara fyr- ir sig áður en Eftirlitsstofnunin ákvarðar hvort ríkisábyrgðin uppfylli reglur Evrópska efna- hagssvæðisins um styrki til rann- sóknarstarfsemi eða hvort hún sé á skjön við þær og því óheimilt að veita hana. „Þetta er bara eitthvað sem verður að hafa sinn gang. Við sitj- um ekki með hendur í skauti og bíðum,“ segir Páll Magnússon, framkvæmdastjóri samskipta- og upplýsingasviðs Íslenskrar erfða- greiningar, og segir þann tíma sem Eftirlitsstofnun tekur í að skoða ríkisábyrgðina ekki hafa nein áhrif á starfsemi og fyrirætl- anir fyrirtækisins. „Við höfum aldrei gert ráð fyrir þessu í okkar rekstraráætlunum.“ ■ Geta ekki varpað ábyrgðinni frá sér Konu, sem slasaðist alvarlega í ævintýraferð í Glymsgili, voru úrskurð- aðar 6,5 milljónir króna í bætur. Sýnir að þeir sem bjóða upp á slíkar ferðir verða að taka ábyrgð á þeim, segir lögmaður konunnar. DÓMSMÁL „Þetta eru fagaðilar sem selja í þessar ferðir og þeir verða að hegða sér í samræmi við það,“ segir Herdís Hallmarsdóttir lög- maður um þann úrskurð Héraðs- dóms Reykja- víkur að kona sem slasaðist al- varlega í ferð með Íslenskum ævintýraferð- um, þannig að taka varð af hluta fótar henn- ar, eigi bóta- kröfu á hendur þrotabús fyrirtækisins. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði ekki kannað aðstæður nægilega vel og ferðalangar hefðu ekki ver- ið upplýstir um þá hættu sem för- in hafði í för með sér. Starfsmenn fyrirtækisins og makar fóru í göngu inn í Glymsgil í Botnsdal síðla í september 2001. Gilið er erfitt yfirferðar og rigningarveð- ur næstu daga á undan hafði gert aðstæður erfiðari en ella. Átján manna hópur fór í ferðina sem var hvort tveggja hugsaður sem skemmtiferð og til að kynna slík- ar ferðir fyrir starfsmönnum fyr- irtækisins sem ætlaði að bjóða upp á þær næsta sumar. Þrír ferðalangar treystu sér fljótt ekki til að halda áfram og urðu eftir, nokkru síðar hættu fimm til við- bótar við að halda lengra. Í báðum tilfellum var fólkið skilið eftir og ætlunin að hitta það á bakaleið- inni. Fimm leiðsögumenn sem voru í ferðinni héldu henni allir áfram. Eftir að aðalhópurinn hélt áfram féll grjót á fimmmenning- anna. Konan sem kærði varð verst úti og mölbrotnaði hluti fótar hennar þannig að taka varð hann af. „Hingað til hefur aldrei reynt á ábyrgð ferðaþjónustuaðila, og eftir atvikum leiðsögumanna, í ferðum af þessu tagi,“ segir Herdís. Hún bendir á að mikið sé um ævintýra- ferðir, svo sem klettaklifur og flúða- siglingar. „Niðurstaðan er einfald- lega að þeir sem bjóða upp á slíkar ferðir verða að tryggja að aðstæður séu með besta móti og að þátttak- endum sé tilkynnt um áhættu,“ seg- ir Herdís. „Þeir sem bjóða upp á ferðirnar verða að taka ábyrgð á þeim.“ Að auki er sönnunarbyrðin sett á herðar seljanda ferðanna sem verður að sýna fram á að rétt hafi verið staðið að undirbúningi. Konan sem slasaðist í Glymsgili á forgangskröfu í þrotabú fyrirtæk- isins. brynjolfur@frettabladid.is LANDSTJÓRINN L. Paul Bremer slapp ómeiddur þegar íraskir uppreisnarmenn gerðu bílalest bandaríska hernámsliðsins fyrirsát skammt vestur af Bagdad. Tilræði við Bremer: Slapp naumlega BAGDAD, AP L. Paul Bremer, land- stjóri Bandaríkjanna í Írak, slapp naumlega þegar íraskir uppreisn- armenn réðust á bílalest banda- ríska hernámsliðsins skammt vestur af Bagdad 6. desember síð- astliðinn. Talsmaður Bremers segir að uppreisnarmennirnir hafi gert bílalest landstjórans fyrirsát sama dag og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, kom í stutta heimsókn til Írak. Eftir að sprengja hafði sprungið við vegkantinn tóku vopnaðir menn að skjóta á bryn- varinn bíl Bremers. Bandaríska hernámsliðið gaf í og tókst að sleppa undan skothríðinni án telj- andi meiðsla. ■ Árásirnar í Istanbul: Höfuðpaur ákærður TYRKLAND, AP Yfirvöld í Tyrklandi hafa ákært tyrkneskan karlmann sem talinn er hafa átt stóran þátt í að skipuleggja fjórar sprengju- árásir í Istanbul í nóvember. Adnan Ersoz hefur játað að hafa dvalið í þjálfunarbúðum hryðjuverkasamtakanna al-Kaída í Afganistan og átt fund með Osama bin Laden. Hann neitar hins vegar aðild að árásunum en segist vera reiðubúinn að láta lög- reglunni í té upplýsingar um þá sem stóðu á bak við voðaverkin. ■ TAÍLENSK DAGBLÖÐ Handtaka Saddams Hussein, fyrrum Íraks- forseta, var á forsíðu allra taílenskra dag- blaða í byrjun vikunnar. Börn skírð eftir Saddam: Hetja og harðstjóri BANGKOK Fjöldi múslima í Taílandi hefur skírt börn sín í höfuðið á Saddam Hussein í kjölfar handtöku íraska leiðtogans síðustu helgi. „Hann er bæði hetja og harð- stjóri en við kjósum að minnast hans góðu hliða. Ein leið til þess er að láta börnin okkar bera nafn hans,“ sagði Rohcidee Lertariya- pongkul, formaður Ungliðahreyf- ingar múslima í Taílandi, í viðtali við Bangkok Post. Navi Tohyor, 36 ára fjölskyldu- faðir í Narathiwat-héraði, skírði son sinn í höfuðið á Saddam. „Það sem Saddam gerði er rétt og lögmætt,“ segir Navi. „Hann stóð upp í hárinu á Bandaríkjunum, erlenda innrásar- liðinu. Hann er baráttumaður, ekki glæpamaður.“ ■ Ástrali ákærður hér á landi: Saman í Svíþjóð DÓMSMÁL Málsmeðferð gegn Ástr- ala, sem tekinn var á Keflavíkur- flugvelli með tvær kínverskar stúlkur í fylgd með sér, hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Hann er ákærður fyrir ólöglegan flutning fólks á milli landa og fyr- ir að framvísa fölsuðu vegabréfi. Upphaflega var maðurinn grunaður um mansal. Í framhaldi af upplýsingum af rannsókn málsins var Breti hand- tekinn í Svíþjóð ásamt þremur hugsanlegum fórnarlömbum. Sækjandi málsins lagði fram gögn fyrir dómi í gær til að sýna fram á að kínversku stúlkurnar hafi verið í fylgd Ástralans og til að sýna fram á tengsl hans við Bretann. Hið rétta vegabréf Ástr- alans beið hans á gistiheimili í Svíþjóð sem bæði hann og Bret- inn höfðu gist á. Þá voru sýndar myndir af Ástralanum og kín- versku stúlkunum sem teknar höfðu verið af þeim í Svíþjóð. Myndirnar fundust í tölvu Bret- ans. ■ Eignarhald fjölmiðla: Ráðherra skipar nefnd FJÖLMIÐLAR Davíð Þór Björgvins- son, prófessor við Háskólann í Reykjavík, stýrir fjögurra manna nefnd Tómasar Inga Olrich, menntamálaráðherra um eignar- hald í fjölmiðlun. Auk Davíðs eru í nefndinni Karl Axelsson hæsta- réttarlögmaður, Guðmundur Frí- mannsson, deildarforseti kenn- aradeildar Háskólans á Akureyri, og Pétur Gunnarsson, skrifstofu- stjóri þingflokks Framsóknar- flokksins og forstöðumaður al- mannatengsla flokksins, titlaður blaðamaður í tilkynningu mennta- málaráðherra. Nefndinni er ætlað að skila greinargerð til ráðherra um það, hvort tilefni sé til að setja sér- staka löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum. Ennfremur er nefnd- inni falið að semja frumvarp að slíkri löggjöf, verði það niður- staða ráðherra að hennar sé þörf. Nefndin á að ljúka störfum fyr- ir 1. mars 2004. ■ ÍSLENSK ERFÐAGREINING Hyggst byggja upp lyfjaþróunardeild með ríkisábyrgð á lánum. BJÖRGUNARMENN Á VETTVANGI Fjölmennt björgunarlið sótti slasaða einstaklinga enda svæðið erfitt yfirferðar og aðstæður slæmar. „Þeir sem bjóða upp á ferðirnar verða að taka ábyrgð á þeim. Fyrrum forsætisráðherra: Ákærur gefnar út HELSINKI, AP Ríkissaksóknarinn í Finnlandi hefur ákært Anneli Jaatteenmaki, fyrrum forsætisráð- herra, fyrir að nýta sér trúnaðar- upplýsingar sem hún fékk hjá ráð- gjafa forsetans. Ráðgjafinn, Martti Manninen, er ákærður fyrir að hafa látið upplýsingarnar af hendi. Jäätteenmäki sagði af sér emb- ætti í júní í kjölfar ásakana þess efnis að hún hefði logið að þing- mönnum. Því var haldið fram að Jäätteenmäki hefði lekið upplýsing- unum í fjölmiðla til að sýna fram á að Pavo Lipponen, forveri hennar í starfi, hefði skipt um skoðun varð- andi innrásina í Írak. ■ HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Málsmeðferð gegn Ástralanum hófst í gær. ■ Lögreglufréttir EKIÐ Á GAMLA KONU Ekið var á konu á níræðisaldri á Fjarðargötu á móts við verslun- armiðstöðina Fjörð í Hafnarfirði í gærdag. Konan var flutt fót- brotin á sjúkrahús.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.