Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 01.05.2004, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 LAUGARDAGUR BARÁTTUDAGUR VERKAFÓLKS Alþjóðlegur baráttudagur verkafólks er í dag, 1. maí, og verða baráttufundir um allt land. Í Reykjavík fer kröfuganga frá Skóla- vörðuholti og verður lagt af stað klukkan 14 frá Hallgrímskirkju. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur fara fyrir göngu. Úti- fundur hefst á Ingólfstorgi klukkan 14.35. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJART SUNNAN til, bjartast suð- austanlands en skýjað með köflum í Reykjavík. Rigning eða slydda á Norður- landi. Kólnandi veður. Sjá síðu 6. 1. maí 2004 – 111. tölublað – 4. árgangur ● aldrei skortur á hugmyndum Tilraunaeldhúsið: ▲ SÍÐA 44 Fagnar fimm ára afmæli ● eve online heillar netverja Magnús Bergsson: ▲ SÍÐA 42 Íslenskur tölvuleikur setur heimsmet FANGAR PYNTAÐIR Myndir sem CBS- sjónvarpsstöðin komst yfir og sýna banda- ríska hermenn pynta og niðurlægja írakska fanga í Abu Ghraib-fangelsinu fyrir utan Bagdad hafa vakið hörð viðbrögð um allan heim. Sjá síðu 2 200 MILLJÓNA SAMKOMULAG Í dag tekur gildi nýtt lyfjaverð í heildsölu á 27 pakkningum í fimm lyfjategundum, í kjölfar samkomulags lyfjaverðsnefndar og heildsala. Lyfjakostnaður landsmanna lækkar um 200 milljónir króna. Sjá síðu 4 SVARTUR BLETTUR Stjórnarandstaðan krefst rannsóknar á tildrögum þess að íslensk stjórnvöld studdu hernaðinn í Írak. Formaður Samfylkingarinnar segir Íraks- stríðið svartasta blettinn á utanríkisstefnu Íslendinga. Sjá síðu 6 SEX MÁNUÐIR Þýskur maður játaði í gær fyrir dómi innflutning á sjö kílóum af hassi og hlaut sex mánaða fangelsi fyrir. Maðurinn var ásamt tveimur bræðrum ákærður fyrir innflutning á 27 kílóum af hassi. Sjá síðu 8 ● bílar Ómar Ragnarsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Sögur af honum fylla heila bók AÐILD FAGNAÐ Í LITHÁEN Hálfum öðrum áratug eftir að Litháar börðust fyrir sjálfstæði sínu undan oki Sovétríkjanna heitinna eru þeir ásamt níu öðrum þjóðum orðnir aðilar að Evrópusambandinu. Fagnað var í gærkvöld þegar ríkin urðu formlega aðilar að samband- inu klukkan tólf á miðnætti við upphaf alþjóðlegs baráttudags verkalýðsins. HEILBRIGÐISMÁL „Það lítur út fyrir að við verðum að grípa til mjög harkalegra aðgerða til að ná tök- um á þeirri sparnaðarkröfu sem stjórnvöld hafa sett á okkur, draga verulega úr þjónustu og gera ýmislegt sem okkur er sann- ast sagna gríðarlega mikið á móti skapi,“ sagði Guðmundur Þor- geirsson, sviðsstjóri lækninga á lyflækningasviði Landspítala - háskólasjúkrahúss. Fái lyflækningasvið Land- spítalans ekki yfirdráttarheimild á fjáraukalögum, liggur fyrir að draga þarf úr bráðaþjónustu á sviðinu, að sögn Guðmundar. Þegar hefur verið ákveðið að draga úr hjartaþræðingarþjón- ustu. Það mun óhjákvæmilega leiða til þess að biðlistar byggjast upp á ný. Þá er ætlunin að hefja á ný notkun einfaldari og ódýrari hjartagangráða en áður. Lyfja- notkun verður breytt, að svo miklu leyti sem hægt er. Aðgerð- irnar munu snerta fjölmarga hópa, svo sem hjartasjúklinga, fólk með iktsýki, sjúklinga sem þurfa sýklalyf, nýrnabilunar- sjúklinga, sem þurfa örvun við blóðmyndun í meinmerg, svo eitt- hvað sé nefnt. Þá liggur fyrir að sumarlokanir verða auknar, meðal annars á húð- deild og deild fyrir hjartaþræðing- arsjúklinga. Þá kemur til álita að draga úr svefnrannsóknum. Sjá nánar síðu 2 Bráðaþjónustu er stefnt í voða Lyflækningasvið Landspítala - háskólasjúkrahúss þarf að draga verulega úr þjónustu vegna fjárskorts. Lyflækningasvið er rekið með 20 milljóna halla í hverjum mánuði og mun samdrátturinn bitna hart á bráðaþjónustu. Kvikmyndir 46 Tónlist 44 Leikhús 44 Myndlist 44 Íþróttir 38 Sjónvarp 48 Vanefni í Klink og bank Vanefni er yfirskrift samsýningar á myndlist sem opnar í dag í húsnæði Klink og bank. Þar verður heiðruð sú stefna að andinn sé gull og efnið skítur. Myndlistasýning: Tíðarandinn: Útlitið á rokkurunum virðist ganga í hringi. Helstu rokkararnir í dag sækja útlit sitt í smiðjur rokkara sem gerðu allt brjálað á árum áður. Rokktískan endurtekur sig SÍÐUR 32 & 33 ▲SÍÐA 26 ▲ Tíu ríki bættust í hóp aðildarríkja Evrópusambandsins í nótt: Nýtt tímabil í sögu Evrópu EVRÓPA Stækkun Evrópusambands- ins til austurs var fagnað víða í Evr- ópu í gær, síðasta daginn áður en átta fyrrum austantjaldsríki og tvær Miðjarðarhafseyjur urðu aðilar að sambandinu. Tugir þús- unda tóku þátt í athöfnum sem var efnt til í gær en ríkin tíu fengu að- ild að sambandinu þegar klukkan sló tólf á miðnætti í Brussel og Róm. „Nýtt tímabil er hafið í sögu Evr- ópu,“ sagði Guy Verheugen, forsæt- isráðherra Belgíu, við athöfn nærri höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel. Franski starfsbróðir hans, Jean-Pierre Raffarin, var enn tilfinningaríkari þegar hann lýsti viðbrögðum sínum. „Ég tárast,“ sagði hann. Landsvæðið sem Evrópusam- bandið teygir sig yfir stækkaði um fjórðung og íbúafjöldinn jókst um fimmtung þannig að nú búa rúm- lega 450 milljónir manna í aðildar- ríkjum Evrópusambandsins. Þó er hætt við að Kýpur-Tyrkir sjái litla ástæðu til að fagna í dag þar sem Kýpur-Grikkir felldu áætlun Sam- einuðu þjóðanna um sameiningu eyjarinnar og komu þar með í veg fyrir að tyrkneski hlutinn fengi aðild að Evrópusambandinu. ■ Nýr háskóli: Heiti ekki eftir Reagan BANDARÍKIN Ekkert verður úr því að settur verði á fót háskóli í Bandaríkjunum sem ber nafn Ronalds Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í það minnsta ekki á næstunni. Nancy Reagan, kona hans, hafnaði hugmyndum manna sem hafa unnið að stofnun skólans en samkvæmt bandarísk- um lögum ræður forseti eða maki hans því hvort skóli fái að bera nafn forsetans. Hvatamenn að stofnun skólans gerðu ráð fyrir að 10.000 stúdent- ar gætu stundað nám þar og höfðu fengið vilyrði landeiganda fyrir því að gefa jörð undir skólann. ■ FH vann Íslandsmeistarana Íslandsmótið í handbolta: ● leika oddaleik á morgun SÍÐA 41 ▲ M YN D /A P RONALD REAGAN Margir dá forsetann fyrrverandi, nokkrir þeirra vildu nefna háskóla eftir honum en kona hans hafnaði því. Frumlegir þjófar: Faldi soninn í ferðatösku HONG KONG Karlmaður í Hong Kong var handtekinn eftir að tólf ára sonur hans fannst falinn í ferða- tösku sem maðurinn hafði með sér í rútuferðalag. Maðurinn var ekki að reyna að komast hjá því að borga fargjaldið fyrir soninn held- ur átti sonurinn að opna aðrar tösk- ur í farangursgeymslu rútunnar og ræna verðmætum úr þeim. Tollverðir fundu drenginn þegar þeir skoðuðu farangur mannsins á eftirlitsstöð milli Hong Kong og meginlands Kína en þeim þótti mað- urinn haga sér undarlega. Drengur- inn var með vasaljós, skrúfjárn og farsíma á sér. Maðurinn var hand- tekinn en engum sögum fer af hvað varð um drenginn. ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.