Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2004, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 01.05.2004, Qupperneq 12
12 1. maí 2004 LAUGARDAGUR EVRÓPUKÓK Stækkun Evrópusambandsins til austurs hefur verið fagnað með ýmsum hætti. Í Póllandi má fá sérstaka útgáfu af kókflösk- um þar sem búið er að bæta stjörnum Evrópusambandsins við vörumerkið fræga. Vinir Afríku: Unnið gegn malaríudauða SJÁLFBOÐALIÐAR Tíu prósent barna undir fimm ára aldri í sunnan- verðri Afríku deyja af völdum malaríu. Júlíus Valdimarsson fer fyrir hópi fólks sem vinnur í sjálf- boðavinnu við að stöðva malaríu- dauða og leita þau að sjálfboða- liðum sem vilja leggja málstaðn- um lið. Á sunnudaginn klukkan tvö verður fundur á kaffi Sólon þar sem verkefnið verður kynnt en leitað er eftir fólki sem vill hjálpa til við fjáraflanir og uppákomur til að styrkja verkefnið, síðar gætu sjálfboðaliðarnir jafnvel farið til hjálparstarfa í Afríku. Fjáröflunin er til að styrkja kaup á flugnanetum fyrir börn undir fimm ára en þau hafa engar varn- ir gegn malaríu. Af þeim tveim milljónum manna sunnan Sahara sem deyja árlega af völdum malar- íu er helmingur þeirra börn. ■ ALÞINGI Þingmenn stjórnarand- stöðunnar gagnrýndu Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra harðlega fyrir að neita að opin- bera niðurstöð- ur starfshóps, sem skipaður var til að endur- skoða ákvæði samkeppnislaga um verkaskipt- ingu á milli Sam- keppnisstofnun- ar og Ríkislög- reglustjóra, en brot á sam- keppnislögum voru rædd utan dagskrár á Al- þingi í fyrradag. Við upphaf þingsins gerði Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylk- ingunni, athugasemdir við að gögnin yrðu ekki lögð fram, en ráðherra vísaði í upplýsingalög þar sem málið væri enn til með- ferðar hjá ríkisstjórn og yrði ekki lagt fyrir yfirstandandi þing „Það hefur verið skilningur á því að slá þurfi skjaldborg um pólitíska stefnumótun meðan hún er á viðkvæmu stigi,“ sagði Valgerður. Kveikjan að þessu var rann- sókn Samkeppnisstofnunar á meintu samráði olíufélaganna, en deila viðskiptaráðherra og dómsmálaráðherra um vald- mörkin er enn óleyst. Bryndís sagði mikilvægt að Samkeppnis- stofnun hefði nauðsynlegar heimildir til að rannsaka brot, en rannsóknir stofnunarinnar mættu ekki tefja fyrir rannsókn lögreglunnar. Ágallar hefðu þegar komið fram á reglum í þessu sambandi. „Deila Samkeppnisstofnunar og Ríkislögreglustjóra gerir þá kröfu að skýra verður lögin. Ekkert bólar á tillögum við- skiptaráðherra til úrbóta og enn er óvissa fyrir hendi um vald- mörk þessara stofnana. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand,“ sagði Bryndís. Valgerður sagði frumvarps- drög nefndarinnar gera ráð fyrir að rannsókn á meintum brotum fyrirtækja færi fram innan Sam- keppnisstofnunar, en lögregla færi með mál sem varða einstak- linga. „Ekki verður séð að slík til- högun brjóti gegn Mannréttinda- sáttmála Evrópu, enda er hún fyrir hendi til dæmis í Bretlandi og í Þýskalandi,“ sagði ráðherra. Valgerður greindi frá því að rannsókn Samkeppnisstofnunar á meintu samráði olíufélaganna miðaði vel og málið væri einnig til rannsóknar hjá lögreglunni, lagaóvissa hefði ekki tafið fram- gang málsins. Þegar litið væri til framtíðar væri æskilegt að finna verkaskiptingu milli þessara stofnana fastari farveg. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, taldi það ámæl- isvert að viðskiptaráðherra héldi skýrslu um þessi mál frá þinginu og benti á rétt þingmanna til að krefja ráðherra svara. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingunni, sagði ráðherra misbeita valdi sínu og sýna þinginu ósvífni og niðurlægingu. „Hvað hefur ráð- herrann að fela,“ spurði Jóhanna. bryndis@frettabladid.is Samtök atgvinnulífsins: Samið við Samiðn KJARASAMNINGAR Samtök atvinnu- lífsins og Samiðn, samband iðn- félaga, hafa gengið frá nýjum kjara- samningi. Samningurinn gildir frá 26. apríl 2004 til ársloka 2007. Almennar launahækkanir og hækk- anir á lífeyrisframlögum eru þær sömu og í fyrri samningum Sam- taka atvinnulífsins. Þá eru kaup- taxtar færðir nær greiddum laun- um á svipaðan hátt og gert var í ný- gerðum kjarasamningum við Raf- iðnaðarsambandið og MATVÍS. Innan Samiðnar eru byggingar- menn, málmiðnaðarmenn, bíliðna- menn, netagerðarmenn, garðyrkju- menn og hárgreiðslufólk. ■ Mörkinni 6. Sími 588 5518 OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 SUMARTILBOÐ Stuttar og síðar kápur, sumarúlpur, heilsársúlpur, regnkápur bolir, peysur og slæður. 15-50% Afsláttur! Mjódd - Sími 557 5900 OPIÐ Í DAG 1. MAÍ VERIÐ VELKOMNAR JÚLÍUS VALDIMARSSON Júlíus í hópi sjálfboðaliða eftir vel heppnað verkefni. VIÐSKIPTARÁÐHERRA GAGNRÝNDUR Valgerður Sverrisdóttir var sökuð um það á Alþingi í fyrradag að misbeita ráðherravaldi sínu með því að neita að afhenda þingmönnum gögn um valdmörk Samkeppnisstofnunar og Ríkislögreglustjóra. Bryndís Hlöðversdóttir sagði það algjörlega óviðunandi ástand. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA „Það hefur verið skilning- ur á því að slá þurfi skjaldborg um pólitíska stefnumótun meðan hún er á við- kvæmu stigi. Sökuð um að leyna upplýsingum Valgerður Sverrisdóttir er sökuð um að niðurlægja þingið með því að neita að afhenda gögn um valdmörk Samkeppnistofnunar og lögreglunn- ar. Eðlilegt að slá skjaldborg um pólitíska stefnumótun segir ráðherra. …með allt fyrir fjölskylduna BROTIST INN Í BLÓMABÚÐ Brot- ist var inn í blómabúðina Blóma- lind í Búðardal í fyrrinótt. Þjóf- urinn braut glugga, sem hann spennti síðan upp og skreið inn. Hann stal happaþrennum og fleiri vörum að verðmæti um 30 þúsund krónur. Málið er í rann- sókn. HRAÐAKSTUR Um tuttugu voru teknir fyrir of hraðan akstur í um- dæmi Blönduóslögreglunnar í gær. AÐALMEÐFERÐ HEFST Í JÚNÍ Ákveðið var í fyrirtöku á Lands- símamálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að aðalmeð- ferð þess skyldi hefjast 2. júní næstkomandi. Dómari í málinu verður Símon Sigvaldson og með- dómarar eru þeir Skúli Magnús- son og Helgi I. Jónsson dóm- stjóri. Fimm manns eru ákærðir í málinu og var Árni Þór Vigfússon sá eini ákærðu sem mætti í hér- aðsdóm í gær. ■ Lögreglufréttir ■ Dómsmál
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.