Fréttablaðið - 01.05.2004, Page 18
Það stendur mikið til,“ segirKR-ingurinn Hafsteinn Egils-
son. „Við erum að fagna 105 ára
afmæli KR og ætlum að byrja
sumarið með stæl með skemmt-
un í KR-heimilinu í kvöld.“
Það eru Stuðmenn sem halda
uppi fjörinu á fagnaðinum en
KR-bandið hitar upp stemning-
una í húsinu. „KR-bandið er
samansett af hreinræktuðum
KR-ingum með Guðjóni Hilm-
arssyni í broddi fylkingar og
bandið spilar einungis Bítlana,
Rolling Stones og KR-lög. Stuð-
menn taka svo við af KR-band-
inu um ellefu leytið.“
Skemmtunin í kvöld hefst
með þriggja rétta máltíð. „Það
verður hátíðarkvöldverður fyrir
þá sem vilja. Við vorum með
1.200 manns í mat í KR-heimil-
inu þegar félagið hélt upp á 100
ára afmælið. Nú hefur verið
ákveðið að halda afmælisfagnað
á fimm ára fresti og við höldum
upp á afmælið í dag af því tilefni
að Íslendsmeistaramótið er að
hefjast. Boltinn er farinn að
rúlla og KR-ingar eru alltaf svo
bjartsýnir á vorin. Það er því til-
valið fyrir alla Vesturbæinga að
skella sér á ball, hitta KR-inga
og halda upp á vorkvöld í Vest-
urbænum.“
Húsið verður opnað klukkan
19.30 í kvöld en á skemmtuninni í
kvöld verða veittar viðurkenning-
ar fyrir þá sem hafa átt sérlega
langt og gott starf á vegum KR. ■
Eftir átján ára stjórn Íhalds-manna í Bretlandi náði Verka-
mannaflokkurinn, með Tony Blair í
forsvari, stórsigri í þingkosningum
á þessum degi árið 1997. Verka-
mannaflokkurinn undir heitinu
„New Labour“ náði 179 sæta þing-
meirihluta sem er stærsti meiri-
hluti sem bresk stjórn hefur haft
síðan 1935. Með þessum sigri varð
Tony Blair, þá 43 ára, yngsti for-
sætisráðherra Breta í meira en öld.
Frjálslyndum demókrötum gekk
einnig vel í þessum kosningum og
tvöfölduðu fjölda þingmanna sinna,
þrátt fyrir að fá færri atkvæði en í
kosningunum 1992. Fylgi Íhalds-
flokksins hins vegar, með þáverandi
forsætisráðherra, John Major, galt
afhroð með minnsta kjörfylgi sem
flokkurinn hafði fengið síðan 1832. Í
kjölfarið sagði Major af sér sem
leiðtogi flokksins og William Hague
var kosinn í hans stað.
Í kjölfar kosninganna voru
margir sem efuðust um að Íhalds-
flokkurinn gæti náð aftur meiri-
hluta á þingi í næstu kosningum,
þar sem bilið á milli flokkanna væri
of mikið. Enda sannreyndist það í
kosningunum 2001 þegar þing-
mönnum Íhaldsflokksins fjölgaði
um einn á meðan þingmönnum
Verkamannaflokksins fækkaði um
sex. Þar sem staða Íhaldsflokksins
hafði ekki vænkast eins og vænst
var sagði Hague af sér sem formað-
ur Íhaldsflokksins eftir kosningar
2001. ■
■ Þetta gerðist
1786 Wolfgang Mozart frumsýnir óper-
una Brúðkaup Figaros í Vín.
1867 Lundúnarsáttmálinn er undirritað-
ur og hlutleysi Lúxemborgar þar
með tryggt.
1883 Buffalo Bill stjórnar fyrstu Villta
vesturs sýningu sinni.
1898 Bandaríski hershöfðinginn Geor-
ge Dewey vinnur stórsigur gegn
spænska flotanum í Manilaflóa í
stríði milli Spánar og Bandaríkja-
manna.
1941 Citizen Kane með Orson Welles í
aðalhlutverki frumsýnd í New
York.
1948 Alþýðulýðveldi Kóreu er stofnað.
1960 Bandarísk U2 njósnaflugvél skotin
niður í flugi yfir
Sovétríkin.
1967 Elvis Presley giftist Priscillu Beauli-
eu í Las Vegas.
TONY BLAIR
Kom, sá og sigraði með Verkamanna-
flokknum árið 1997 og varð í kjölfarið
yngsti forsætisráðherra Breta í rúma öld.
Valdatíð Blair hefst
18 1. maí 2004 LAUGARDAGUR
■ Afmæli
Björn Magnússon, Þórðarsveig 3, lést
miðvikudaginn 28. apríl.
Huld Dalrós Ásgrímsdóttir, Lönguhlíð
5a, Akureyri, lést fimmtudaginn 22. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Ingibjörg Guðmundsdóttir (Dúdda),
Aflagranda 40, Reykjavík, lést miðviku-
daginn 28. apríl.
13.00 Dagný Guðmundsdóttir, Sunnu-
vegi 3, Skagaströnd, verður jarð-
sungin frá Hólaneskirkju.
13.30 Arndís Þorbjarnardóttir áður til
heimils á Víðivöllum 10, Selfossi,
verður jarðsungin frá Selfoss-
kirkju.
14.00 Guðfinna Helgadóttir frá Ey,
Njálsgerði 10, Hvolsvelli, verður
jarðsungin frá Breiðabólsstaðar-
kirkju í Fljótshlíð.
1. maí
1997
TONY BLAIR
■ Breski Verkamannaflokkurinn vann
stórsigur í kosningum á þessum degi.
Afmæli
KR FAGNAR
■ 105 ára afmælinu og af því tilefni
verður slegið upp Stuðmannaballi
í KR-heimilinu í kvöld.
GLENN FORD
Ein aðalstjarna hvíta tjaldsins á síðustu öld
er 88 ára í dag.
1. maí
Það var einfaldlega leitað tilmín af stjórn leiklistar-
sambandsins og það stóð þannig
á að ég gat tekið þetta að mér,“
segir Helga E. Jónsdóttir nýráð-
inn framkvæmdastjóri Grím-
unnar, sem eru íslensku leik-
listarverðlaunin. „Mér finnst
þetta mjög spennandi verkefni.
Það tókst mjög vel til á síðasta
ári sem var í fyrsta skipti sem
verðlaunin voru veitt og þau
verða nú með svipuðu sniði. Það
er verið að ganga frá samning-
um við kostunaraðila og verð-
launaafhendingin verður í
beinni útsendingu.“
Þessa dagana eru leikhús-
stjórar leikhúsanna að safna
saman afrakstri leikársins til að
veita nefndinni upplýsingar.
„Það er tæplega þrjátíu manna
valnefnd, sem enginn veit hver
er í, sem reynir að skoða allar
sýningar. Síðan verður kosning
þar sem hver nefndarmaður vel-
ur í flokka. Þá verður endanlega
valið úr þeim sem eru tilnefndir
og tilkynnt um þá sérstaklega.
Enginn veit svo hver mun hljóta
verðlaunin fyrr en að kvöldi 16.
júní.“
Helga segir að úr afrakstri
síðasta leikhússárs séu
spennandi verk sem verið er að
velja úr. „Það er mikill vaxtar-
broddur í íslensku leikhúslífi.
Gífurlega stór hópur leikhús-
manna er að störfum sem sýnir
mikla áræðni og það er ekki síst
unga fólkið sem er óhrætt við að
fara ótroðnar slóðir. Hér á landi
er stöðug þróun í listgreininni
og fagmennska vex jafnt og
þétt. Það er mjög þarft að líta
yfir leikárið og fagna með þess-
um verðlaunum, sem stuðla
fyrst og fremst að fagmennsku í
leikhúslífinu.“ ■
Tímamót
HELGA E. JÓNSDÓTTIR
■ nýr framkvæmdastjóri Grímunnar.
Mikil birta og sólskin í leikhúsinu
HELGA E. JÓNSDÓTTIR
Segir mikinn vaxtarbrodd í íslensku
leikhúslífi og að fagmennskan í greininni
vaxi jafnt og þétt.
Vorkvöld í Vesturbænum
STUÐMENN
Ætla að fagna vorinu með Vesturbæingum í kvöld á 105 ára afmæli KR.
■ Jarðarfarir
■ Andlát
Ragnheiður Torfadóttir, fyrrum rektor
MR, er 67 ára.
Álfheiður Inga-
dóttir líffræðingur
er 53 ára.
Unnur Ólafsdóttir veðurfræðingur er 52 ára.
Ragnheiður
Gestsdóttir rit-
höfundur er 51
árs.
Páll Ólafsson
handboltaþjálf-
ari er 44 árs.
Viktoría og Nótt
falleg nöfn
Mér þykir vænt um nafnið mittþó það sé svolítill tungu-
brjótur og virki ekki mjög vel í út-
löndum,“ segir leikkonan Arn-
björg Hlíf Valsdóttir. „Mig langaði
reyndar til að heita Lísa þegar ég
var lítil og notaði það nafn þegar
ég var að leika mér. Ég nefndi svo
hestinn minn Nótt, en Nótt og
Viktoría finnst mér bæði ákaflega
falleg nöfn. Í dag langar mig þó
ekki að heita neitt annað en Arn-
björg Hlíf.“ ■
■ Hvað vildirðu heita?
…með 105 verslanir, veitingastaði og kaffihús