Fréttablaðið - 01.05.2004, Qupperneq 53
41LAUGARDAGUR 1. maí 2004
YFIRÞJÁLFARI ÓSKAST!
Unglingaráð handknattleiksdeildar Víkings óskar
eftir að ráða yfirþjálfara fyrir keppnistímabilið
2004-05. Auk yfirumsjónar með skipulagi
þjálfunar hjá Víkingi er yfirþjálfara ætlað að þjálfa
1-2 flokka hjá félaginu.
Umsóknir og/eða fyrirspurnir berist á
felagsmenn@vikingur.is fyrir 9. maí n.k.
Kevin Keegan:
Fáum tækifæri til
að skrifa handritið
FÓTBOLTI „Ég held að það sé ekki
búið að skrifa handritið,“ sagði
Kevin Keegan, framkvæmda-
stjóri Manchester City. „En við
fáum tækifærið til að skrifa það.
Það væri gaman fyrir mig ef við
kæmumst úr fallhættu á laugar-
dag á heimavelli, þar sem okkur
hefur ekki gengið sem best, gegn
Newcastle, félagi sem ég hef
bæði leikið fyrir og þjálfað.“
Keegan lék með Newcastle á ár-
unum 1982 til 1984 og var fram-
kvæmdastjóri þess á árunum
1992-1997.
Sigur City á Newcastle og ósig-
ur Leeds í Bolton á morgun væru
óskaúrslit Manchester-liðsins. City
hefur aðeins sigrað í þrem af
sautján deildarleikjum sínum á
heimavelli í vetur. City er í 17.
sæti, þrem stigum á undan Leeds
en hefur auk þess mun betri
markatölu. „Einhverra hluta vegna
höfum við ekki unnið eins marga
leiki og við hefðum viljað á heima-
velli,“ sagði Keegan. „En það þýðir
ekki að við getum ekki klárað þetta
með stæl, unnið tvo síðustu heima-
leikina og komið okkur í burtu af
fallsvæðinu. Ég hef alltaf haft það
á tilfinningunni að við munum ekki
falla. Úrslitin hafa ekki verið okk-
ur í hag, við höfum gert jafntefli
þegar við áttum að sigra og höfum
dregist inn í fallbaráttuna,“ sagði
Keegan.
„Við höfum alltaf vænst þess
að næsti leikur verði stóra stökk-
ið fyrir okkur en við höfum átt í
erfiðleikum með að vinna, sér-
staklega hér á heimavelli. Við
verðum að kippa þessu í lag á
móti Newcastle, sem er að keppa
að allt öðrum markmiðum en
við,“ sagði Keegan. „Þetta verður
erfiður leikur en engu að síður
eigum við að geta sigrað.“ ■
Sacramento Kings slógu út Dallas Mavericks:
Mike Bibby með stjörnuleik
KÖRFUBOLTI Sacramento Kings slógu
Dallas Mavericks út í fyrstu um-
ferð úrslitakeppni NBA-deildar-
innar í körfuknattleik með sigri í
sannkölluðum spennuleik, 119-118.
Þar með fór einvígið 4-1 og kemur
það kannski nokkuð á óvart því lið-
in voru með svipaðan árangur í
deildakeppninni. Sacramento var
fimm stigum yfir, 119-114, þegar
3:21 voru eftir og lokaspretturinn
var æsilegur. Dallas minnkaði
muninn í eitt stig og fékk tækifæri
til að tryggja sér sigurinn en Dirk
Nowitski hitti ekki úr erfiðri skot-
stöðu. Mike Bibby átti sannkallað-
an stórleik fyrir Kóngana og skor-
aði 36 stig sem er það mesta sem
hann hefur skorað í úrslitakeppni á
sínum ferli. Að auki gaf hann 8
stoðsendingar, reif niður 4 fráköst
og var með 5 stolna bolta – þokka-
legur leikur það! Peja Stojakovic
skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst,
Brad Miller var með 23 stig og þeir
Doug Christie og Chris Webber 13,
Christie gaf að auki 8 stoðsending-
ar og hirti 6 fráköst og Webber var
með 7 fráköst. „Ég vissi að enginn
okkar myndi vilja fara aftur til
Dallas á þessu keppnistímabili,“
sagði Bibby og bætti við: „Það kom
ekkert annað til greina en að nýta
tækifærið til fulls og klára einvígið
í þessum leik og sem betur fer
tókst það.“
Hjá Dallas var Dirk Nowitski
með 31 stig og 14 fráköst, Steve
Nash setti niður 24, gaf 14
stoðsendingar og tók 7 fráköst.
Marquis Daniels skoraði 19 stig og
Antonie Walker skoraði 15 stig og
reif niður 13 fráköst. „Hann hrein-
lega kálaði okkur í þessum leik,“
sagði Steve Nash um frammistöðu
Mike Bibby: „Hann kom þeim aftur
inn í leikinn með mikilvægum körf-
um og var síðan ótrúlega sterkur
undir lokin.“ Dallas Mavericks eru
því úr leik mun fyrr en menn á
þeim bæ gerðu ráð fyrir og spurn-
ing hvort Jón Arnór Stefánsson fái
ekki tækifæri strax næsta haust –
það virðist ekki veita af. ■
LEIKIR Í DAG
Arsenal - Birmingham
Blackburn - Man. United
Charlton - Leicester
Chelsea - Southampton
Man. City - Newcastle
Portsmouth - Fulham
Wolves - Everton
LEIKIR Á MORGUN
Aston Villa - Tottenham
Bolton - Leeds
Liverpool - Middlesbro
STAÐAN
Arsenal 34 24 10 0 69:24 82
Chelsea 35 22 6 7 61:29 72
Man. United 35 22 5 8 61:33 71
Liverpool 35 14 11 10 49:36 53
Newcastle 34 13 14 7 47:34 53
Aston Villa 35 14 10 11 46:41 52
Fulham 35 13 9 13 49:44 48
Charlton 35 13 9 13 44:45 48
Birmingham 35 12 12 11 42:44 48
Bolton 35 12 11 12 42:52 47
Southampton 34 12 9 13 39:35 45
Middlesbrough 35 12 9 14 41:44 45
Blackburn 35 11 7 17 49:57 40
Portsmouth 34 11 7 16 39:48 40
Everton 35 9 12 14 42:48 39
Tottenham 35 11 6 18 44:56 39
Man. City 35 7 14 14 48:51 35
Leeds 35 8 8 19 36:71 32
Leicester 35 5 14 16 42:60 29
Wolves 35 6 11 18 35:73 29
KEVIN KEEGAN
Við höfum alltaf vænst
þess að næsti leikur verði
stóra stökkið fyrir okkur.
MIKE BIBBY
Lagði grunninn að
sigri sinna manna
með sannkölluðum
stórleik.
Við vorum tilbúnar
frá upphafi
FH sigraði ÍBV 30-27 í Kaplakrika í undanúrslitum RE/MAX-deildar
kvenna í handknattleik. Félögin leika oddaleik í Eyjum á morgun.
HANDBOLTI FH-stelpur gerðu það
sem fæstir áttu von á í gærkvöldi
– lögðu Eyjastelpur að velli í
Kaplakrika í öðrum undanúrslita-
leik liðanna í úrslitakeppni
RE/MAX-deildar kvenna í hand-
knattleik. Lokatölur urðu 30-27 í
bráðskemmtilegum leik sem ein-
kenndist fyrst og fremst af mikilli
baráttu og leikgleði heimastelpna.
Þær mættu gríðarlega vel
stemmdar til leiks og náðu strax í
upphafi góðum tökum á leiknum.
Greinilegt var að FH-stelpur
voru afar vel meðvitaðar um að
það mætti alls ekki hleypa gestun-
um í sinn hraða leik enda eru þær
þekktar fyrir að refsa andstæð-
ingunum harðlega fyrir hver mis-
tök. Mest náðu þær svart/hvítu
sex marka forskoti í fyrri hálfleik
en gestirnir náðu að minnka mun-
inn í þrjú áður en haldið var til
búningsherbergja.
Í síðari hálfleik héldu
heimastelpur sínu þótt Eyjastelp-
ur gerðu nokkrar harðar atlögur
að þeim. Nokkur spenna hljóp í
leikinn undir lokin þegar munur-
inn varð aðeins tvö mörk en góður
endasprettur tryggði FH-stelpum
sætan en jafnframt óvæntan sig-
ur sem þær áttu fyllilega verð-
skuldaðan.
Gunnur Sveinsdóttir fór mik-
inn í liði FH og Þórdís Brynjólfs-
dóttir var afar traust. Kristín
María Guðjónsdóttir varði vel og
oft á mikilvægum augnablikum
og þær Bjarný Þorvarðardóttir og
Björk Ægisdóttir stóðu vaktina
vel. Annars ber að hrósa liðsheild-
inni fyrst og fremst enda lagði
hún grunninn að sigrinum.
Hjá ÍBV var Guðbjörg Guð-
mannsdóttir sterkust ásamt Önnu
Yakovu. Julia Gautimorova var
góð í markinu en miklu munaði
fyrir liðið að lykilmenn eins og
Sylvia Strass og Alla Gokorian
fundu sig ekki nægilega vel.
„Ég held að það sé óhætt að
segja að fáir ef nokkrir hafi átt
von á sigri okkar hér í kvöld nema
við sjálfar,“ sagði besti maður
vallarins í gærkvöldi, Gunnur
Sveinsdóttir, leikmaður FH og
bætti við: „Við breyttum í sjálfu
sér ekki miklu frá því í leiknum í
Eyjum, lögðum áfram áherslu á
að trufla miðjuspilið hjá þeim og
loka eins mikið á hraðaupphlaupin
og mögulegt var. Munurinn á
þessum leik og þeim fyrri var ein-
faldlega sá að nú vorum við til-
búnar frá upphafi og leikgleðin og
baráttan var eins og best verður á
kosið og fleytti okkur langt. Við
vitum vel að það verður erfitt að
vinna úti í Eyjum en við sýndum
það hér að við getum þetta alveg
og stefnum hiklaust á að halda
áfram á þessari braut.
Mörk FH: Þórdís Brynjólfs-
dóttir 9/6, Gunnur Sveinsdóttir 7,
Bjarný Þorvarðardóttir 5, Björk
Ægisdóttir 4, Dröfn Sæmunds-
dóttir 3 og Guðrún Hólmgeirs-
dóttir og Sigrún Gilsdóttir eitt
mark hvor.
Kristín María Guðjónsdóttir
varði 15 skot, þar af eitt víti.
Mörk ÍBV: Anna Yakova 9/3,
Guðbjörg Guðmannsdóttir 7,
Birgit Engl 5, Sylvia Strass 2, Alla
Gokorian 2 og Edda Eggertsdóttir
og Elísa Sigurðardóttir eitt mark
hvor.
Julia Gautimorova varði átján
skot, þar af eitt vítakast. ■
FH VANN ÍSLANDSMEISTARANA
Þórdís Brynjólfsdóttir skoraði níu mörk í sigri FH-inga á ÍBV.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N