Fréttablaðið - 27.05.2004, Side 55
43FIMMTUDAGUR 27. maí 2004
Saatchi brennur
MYNDLIST Meira en hundrað lista-
verk úr frægu nútímalistasafni
Charles Saatchi hafa eyðilagst í
eldsvoða. Eldur kviknaði í vöru-
geymslu sem verkin voru
geymd í. Nútímalistaverk eftir
Tracey Emin, Damien Hirst,
Sarha Lucas og Gary Hume eru
á meðal verkanna sem töpuðust.
Talsmaður Saatchi sagðist
vera gjörsamlega eyðilagður
vegna fregnanna og sagði tjónið
hlaupa á milljónum punda.
Svartan reyk lagði frá vöru-
geymslunni þannig að brunans
varð vart í margra kílómetra
fjarlægð.
Ekki er enn vitað nákvæm-
lega hvaða verk eyðilögðust í
eldinum. Fólk í listaheiminum
er sammála um að þetta sé sorg-
ardagur í sögu samtímalistar en
margir af frægustu og virtustu
listamönnum samtímans eru
taldir eiga verk í skemmunni.
Eitt af þeim verkum sem tal-
in eru ónýt er tjald Tracey Emin
en verkið bar titilinn „Everyone
I Have Ever Slept With
1963–1995“.
Á hliðar tjaldsins voru saumuð
102 nöfn elskenda hennar og ann-
arra sem hún hafði eytt nótt með,
svo sem fjölskyldumeðlima. Verk-
ið var tilnefnt til Turner-verðlaun-
anna og borgaði Saatchi 40
þúsund pund fyrir það.
Verkið Hell eftir Chapman-
bræðurna er einnig talið ónýtt
en það voru stórir glerkassar
sem sýndu hörmungar og eyði-
leggingar. Talið er að Saatchi
hafi borgað 500 þúsund pund
fyrir verkið. ■
Með eða á móti
fyrsta nýbúanum
MYNDLIST Momentum, norræn sam-
tímalistahátíð, stendur nú yfir í
Moss í Noregi. Tæplega fjörutíu
listamenn taka þátt í sýningunni og
þrír af þeim eru frá Íslandi. „Sýn-
ingarstjórarnir Per Tverbakk og
Caroline Corbetta komu hingað til
lands fyrir tveimur árum til að
skoða listamenn hér á landi,“ segir
Magnús Sigurðarson en hann er
einn íslensku listamannanna sem
taka þátt í sýningunni. „Rétt fyrir
jólin höfðu þau svo samband við
okkur Ragga Kjartans og Erlu S.
Haraldsdóttur.“
Verk Íslendinganna voru af
misjöfnum toga. „Erla gerði verk
í samvinnu við sænska listamann-
inn Bo Melin sem sýnt var á upp-
lýstum auglýsingaskiltum úti um
alla borg. Þetta voru ljósmyndir
af götustemningunni í Moss en
þau breyttu ásjónunni í átt að yfir-
gefnu fátækrahverfi. Raggi
Kjartans var hins vegar með eins
konar sögumálverk af skútuteikn-
ingum, skemmdu korni og mynd-
bandi þar sem sviðsett var ofbeldi
dansks nýlenduherra á skítugum,
ósiðmenntuðum Íslendingi á fyrri
hluta síðustu aldar.“
Greining hins augljósa var
heitið á verki Magnúsar. „Það
voru sjö manns í vinnu við að
setja upp verkið og það tók viku
að koma því upp. Við vorum með
tuttugu tonn af norskum dagblöð-
um og hlóðum fjögurra metra
háan og níu metra langan vegg
sem er hálfhruninn í annan end-
ann. Það kviknar alltaf eitthvað líf
út frá eyðileggingunni og við enda
veggsins plantaði ég lúpínu,“ seg-
ir Magnús. „Lúpínan er fyrsti ný-
búinn á Ísland. Þegar hún var flutt
inn varð allt í einu til fjólublátt
landslag hér heima og lúpínan
skipti þjóðinni í tvennt því annað
hvort ertu með eða á móti lúpín-
unni.“
Momentum hefur fest sig í
sessi og vakið athygli út fyrir
Norðurlöndin. „Þetta var mjög vel
skipulagt og gaman fyrir okkur að
vera tekin inn í þennan skandin-
avíska hóp. Þekkt nöfn úr list-
heiminum tóku þátt í umræðum í
tengslum við opnunina og það er
þýðingarmikið fyrir okkur að fá
viðbrögð við listaverkunum.“ ■
Andar, trommur og
söguhefð
LISTAHÁTÍÐ Alla leið frá Thule í Græn-
landi kemur trommudansarinn
Robert Peary sem tekur þátt í tónlist-
arverkefni með tónlistarmönnunum
Geert Waegeman frá Belgíu, Mads
Lumholt frá Danmörku og íslenska
slagverksleikaranum Pétri Grétars-
syni.
Í sýningu sinni í Borgarleikhúsinu
í kvöld verða sagðar tvær hefðbundn-
ar sögur frá Qaanaaq-svæðinu sem
fjalla um viðkynni manna við anda-
heiminn. Peary er uppruninn frá
þessu svæði í Grænlandi, en auk þess
að vera trommudansari er hann
einnig shaman og sögumaður.
Eftir að sögurnar hafa verið sagð-
ar mun sýningin breytast í blöndu af
hefðbundnum grænlenskum trommu-
söng og nútímatónlist, auk þess sem
Pólstjörnurnar munu dansa og
byggja á gömlum hefðum shamaisma.
Þetta verður því líklega óvenjuleg
sýning þar sem hefðir fjögurra landa
blandast saman og áhorfendur vita
ekki alveg á hverju þeir eiga von. ■
TJALD EMIN
Myndin sýnir inn í tjald Emin, það er talið ónýtt
eftir brunann í London
BRUNARÚSTIR
Þetta er mikið áfall fyrir unnendur samtímalistar, tjónið hleypur
á milljónum punda.
SAMTÍMALISTAMENN
Ragnar Kjartansson, Magnús Sigurðarson og Erla S. Haraldsdóttir eiga öll verk á Momentum í Noregi. Þau standa hér fyrir framan verk Erlu.
■ LISTAHÁTÍÐ Í DAG
17.00 Tónlistartorg í Kringl-
unni, Sigling með Guðna Franz-
syni.
21.00 Pólstjörnur, samstarf
íslenskra, grænlenskra og
belgískra tónlistarmanna í Borg-
arleikhúsinu.
PÓLSTJÖRNUR
Robert Peary, Mads Lumholt, Geert Wa-
egeman og Pétur Grétarsson.