Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 2
TÍMINN
Sunnudagur 18. marz 1973
Höfnin I Palmos á Spáni.
Miðjarðarhafið „mesta
skolpræsi heimsins"
-— þurfa ferðamenn að flýja baðstrendurnar innan nokkurra ára?
Þetta er aðeins við-
vörun til þeirra, sem
ætla að eyða næsta frii á
suðrænum slóðum: Hið
yndisiega Miðjarðarhaf
er ekki eins tært og sval-
andi og upplýsinga-
bæklingarnir segja.
Það er staðreynd, að nokkrar af
vinsælustu strandlengjunum með-
fram Miðjarðarhafinu eru mjög
mengaðar af skólpi og rusli, svo
mikið,að það þykir hættulegt að
fara i bað bar.
Mallorca.
Skiljanlega ræða stjórnvöld á
þessum slóðum ekki opinberlega
um þetta, og hótelin, sem standa i
röðum meðfram ströndunum,
leysa þetta vandamál á eigin
spýtur með því að bjóða gestun-
um rúmgóðar sundlaugar með
hreinsuðum sjó.
Það hefur enginn fundizt enn,
sem vill taka þá ábyrgð á sig, að
Miðjarðarhafið er nú orðið
stærsta skolpræsi heimsins. Á
mörgum stöðum, sérstaklega á
Spáni, hafa menn aðeins hugsað
um að taka á móti ferðamönnun-
um, en alls ekki hugsað um
mengunarhættu alls konar.
Astandið er likt meðfram allri
Rivierunni og ítölsku ströndinni.
Lagaákvæði, sem segja til um að
hreinsa skuli skolpleiðslur, eru
sjaldgæf þar um slóðir, og á ítaliu
hreinsa aðeins 10% af bæjum og
sveitarfélögum skolp og annan
úrgang, sem rennur til sjávar, að
einhverju leyti. Áttatiu prósent
bæjanna láta skolpleiðslurnar
ganga beint i sjó fram.
Þetta vandamál er hægt að
leysa með samvinnu allra landa,
sem land eiga að Miðjarðarhaf-
inu. Þetta á ekki siður við um
annan hluta mengunarinnar,
nefnilega stöðugt meiri oliubrák á
Miðjarðarhafinu. Þau mörgu
oliuskip, sem sigla i áætlunar-
ferðum á Miðjarðarhafi, skola
tankana i hverri ferð, sem þýðir,
að á ári hverju rekur meira en
milljón lestir af úrgangsoliu i átt
til lands, sem er nægjanlegt til að
setja eins sentimetra þykkt oliu-
lag á ströndina á 14.000 kilómetra
kafla!
Þó svo, að enginn vilji taka
ábyrgð á menguninni i Mið-
jarðarhafi, er það einn aðili, sem
reynir að leysa vandamálið. Það
er UNESCO, menningar- og vis-
indastofnun Sameinuðu þjóð-
anna. Þessi stofnun hefur komið á
laggirnar nefnd, sem framkvæm-
ir jarðfræðilegar og efnafræðileg-
ar rannsóknir á Pdiðjarðarhafi, og
það eru upplýsingar frá þessari
nefnd, sem hafa gert suma menn
meira en litiö skelfda.
Nýlega lagði nefndin á borðið
skýrslu, sem segir i, að þarma-
sýklar á baðströndum viða við
Miðjarðarhafið séu 100 sinnum
fleiri en visindamenn telji hættu-
laust.
Þetta eru sýklar, sem að öllu
jöfnu orsaka ekki sjúkdóma, en
eiga samt auðvelt með að válda
magakveisu, eins og flestir ferða-
menn hafa fengið þar um slóðir
„og kennt matnum um.”
Ef viö ætlum okkur að hlaupa
ut i Miðjarðarhafið, án þess að
vera hrædd um sjúkdómasmitun,
þá má innihald sjávarins af svo-
kölluðum „colibakterium” ekki
fara yfir eittþúsund pr. hundrað
rúmmetra af sjó. út frá þessu
hefur UNESCO unnið sinar
skýrslur, sem gefa til kynna
hvaða baðstrendur það eru, sem
eru reglulega hættulegar heilsu
manna.
UNESCO nefndin hefur skipt
baðströndunum i fimm mismun-
andi svæði eftir þvi, hve mikið af
þarmabakterium finnst á hverj-
um stað. Fyrsta svæði telst vera
hættulaust, annað svæði getur
verið hættulegt I einstaka tilfell-