Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 27

Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 27
Dougan hefur oft sprellað á leikvelli. Hér á myndinni til vinstri, er dómari aö segja honum til syndanna. En á myndinni til vinstri sést „Doog” þegar hann hljóp inn á völlinn I fyrsta skiptið, eftir að hann lét krúnuraka sig. Ahorfendur ráku upp stór augu og síðan grenjuðu þeir af hlátri og vinsældir Dougan urðu miklar, þegar hann skallaði knöttinn I netiö f leiknum. Hér á myndinni sést Dougan með yfirvaraskcgg. Hann var fyrsti enski knattspyrnumaðurinn með lék með skegg. bfl, fyrstur, sem lét vaxa mexi- kanskt yfirvaraskegg, fyrstur, sem lét sjá sig I aðskornum skyrt- um, með stórt bindi og glannaleg- an bindishnút, sem menn góndu á, hvert sem ég fór eða ferðað- ist”. „Kevin Keegan og allar hinar ungu stjörnurnar eru i dag aðeins að gera það, sem ég gerði fyrir tiu árum”. Hinn sjálfumglaði trúða- prins knattspyrnunnar, hefur gaman af að lita til baka. Gömlu dagarnir, með Yul Brynner skall- ann, yfirvaraskeggið og skrýtnu fötin, eru liðnir. Hann hefur þroskazt og er i dag helzti maður atvinnugreinar sinnar. „Ég er nú upp úr öllum sérkennilegum „stælum” vaxinn, en ég sé ekki eftir gömlu dögunum. Ég hef svo mikið að gera i dag, að ég hef ekki tima til að hugsa um spaug. Allur timinn fer i formennskuna og að leika 60—80 leiki yfir keppnis- timabilið, einnig fer mikill timi i sjónvarpsviðtöl. I viðbót við þetta, starfræki ég kynningar- skrifstofu, þar sem ég reyni að koma fólki i félagsskap og hjóna- bönd. Ég skrifa greinar fyrir sex fréttastofur og eyði miklum tima i góðgerðarstarfsemi. Ég get ekki leyft neinu að trufla knattspyrn- una. Knattspyrnan verður alltaf númer eitt hjá mér og mun verða það framvegis”. „Ég er mjög önnum kafinn við hin ýmsu störf, en þó missi ég aldrei úr æfingu hjá Wolves. Það kemur stundum fyrir, að ég missi af morgunhlaupi með félögum minum. Þá vinn ég það upp á kvöldin með þvi að hlaupa einn. Það kemur ekkert i staðinn fyrir æfingar”. Dougan nýtur þess að leika með Úlfunum. „Það er sagt að ég leiki betur núna, heldur en nokkurn tima áður. Það er satt, ég fæ meiri ánægju út úr knatt- spyrnunni núna, heldur en nokk- urn tima fyrr”. Það er greinilegt að „Doog” sýnir engin þreytumerki núna, eftir hinn litrika sex félaga feril sinn. Hann hefur leikið yfir 500 Framhald á bls 39 „ÞAÐ ER MEIRA UNDRA- HJÓLIÐ ÞESSI DOUGAN" — segir Bobby Charlton um írska byltingasegginn, „Doog" DEREK DOUGAN .. . eða ,,Doog”, eins og hann er kallaður i Englandi, er einn af þeim leikmönnum, sem alltaf þarf að hafa strangar gætur á. Hann er einn af þeim leikmönnum, sem er mjög umtalað- ur. Hér á eftir kemur smá-sýnishorn og gef- um BOBBY CHARL- TON, hinum snjalla leikmanni Manchest- er United, fyrst orðið: „ÞAÐ er meira undrahjólið þessi Derek Dougan. Hann virðist ætla að vera i þvi að skora mörk um alla framtið”. TOMMY TAYLOR, WEST HAM: „Þegar ég var i varaliðinu hjá West Ham, langaði mig alltaf að leika gegn Dougan. Þeir sögðu mér, að hann væri bezti skallamaður i enskri knattspyrnu og væri einnig beztur i munninum. Ég hlakka alltaf til, þegar ég á að leika gegn honum.” DAVID WAGSTAFFE, WOLVES: „Dougan virðist geta tekið mörkin út úr poka, hann er stórkostlegur sóknarmað- ur, sem virðist alltaf vera betri og betri. Hann leikur undir eftirliti allt keppnis- timabilið, þó leikur hann all-r ar varnir sundur og saman og gerir mörg þýðingarmikil mörk fyrir okkur. öll lið, sem við leikum á móti, vita, að Dougan er endahnúturinn á sóknaraðgerðum Wolves og hans er mjög vel gætt. Það gefur öðrum leikmönnum hjá okkur aukið pláss. Bara nær- vera hans i leikjum er- gulls igildi”. GEORGE BEST, MANCHESTER UNITED: „Það er mjög gott að leika með Dougan, hann er mjög ró- legur og gefur sér tima til að veifa til áhorfenda. Maður getur jafnvel heyrt heilann i honum hugsa, þegar mest á gengur”. BILL SANKLY, FRAMKVÆMDA- STJÓRI LIVER- POOL: „Dougan er mjög góður leikmaður og stórhættulegur sóknarleikmaður. Það verður alltaf að hafa strangar gætur á honum, þvi að ef hann slepp- ur laus, þá er hann búinn að skora mark. Hann er hættu- legur, alveg þangað til að leik er flautað af”. BOBBY MOORE, WEST HAM: „Ég er alltaf smeykur þegar ég leik gegn hávöxnum sókn- arleikmönnum. Maður verður alltaf að vera vel á verði, þeg- ar háir boltar koma fyrir markið. Leikmenn eins og Derek Dougan, Ron Davies og Malcolm MacDonald þarf að passa vel.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.