Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 28

Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 18. marz 1973. Umsjón: St. Pétursson í dúr og moll Eik, óli, Lárus, Ari, Michael, Haraldur, Steini og Gestur. KERLINGABÆKUR herma, aö eplin falli aldrei langt frá eikinni (virðist þá vera gert ráð fyrir, að epli vaxi á eikartrjám) — góð epli eða vond, súr, sæt, skemmd og kramin, þroskuö eða van- þroskuö. Ef til vill afar gómsæt. Sakmkv. sögnum af spekingum og hugsuðum, i dag og í fortiðinni, er mannsheilinn afar næmur fyrir ytra umhverfi, glæsileika og iburði eða hvers kyns óþarfa hlutum. Þannig hafa hinir miklu hugsuðir og listamenn gert sina mestu hluti i einrúmi og eyðilegu umhverfi, t.d. i litlu herbergi, þar sem ekkert er að finna og sjá, nema svo sem einn stólræfil, borð og bekktetur. Ljósapera i loftinu og helzt ópússaðir veggir. Liggj- andi á baki gera menn sin stór- virki i sliku umhverfi, starandi á skituga ljósaperuna (ekki endi- lega skituga), hugsandi um allt og ekkert og eilifðina, — og þó sérilagi viðfangsefnið. bað mæla þvi ýmsir með þvi, að námsmenn velji sér slfkt umhverfi til próf- lesturs, ef þeir ætla sér að komast yfir 2 i aðaleinkunn. Góðir hlutir verða ekki til i mannfagnaði, mannsöfnuði við truflandi mannsaugu eða i glæsilegri skrif- stofu með hvitt, þykkt gólfteppi. Við slik skilyrði verða aðeins vonir hlutir til, vondur texti, vond tónlist.vond mynd o.s.frv. Þetta sagði júðaprestur einn i útlegð i Siberiu i viðtali við bráðfallega, kinverska blaðakonu (frá The Choumi-fai Post). Við klöngrumst niður grófan steypustigann i lifshættulegu ástandi, göngum nokkur skref lárétt og sviptum frá hverju tjaldinu af öðru. Mig grunaði strax, að nú værum við á leiðinni i austurlenzkt musteri eða þá til Ari syngur „tærasta kvensóló” Michael er „forsöngvarinn,” hefur djúpa, mjúka rödd, en ekki tilþrifa- mikla. helvitis , það siðarnefnda grunaði mig sterklega á leiðinni inn og niður stigann. Siðasta tjaldið fellur að baki okkar og við erum komnir á leiðarenda. Við erum komnir i frumskóg eikarinnar. Þetta er fremur litill salur, á stærð við millistéttarfjölskyldu- stofu. Salurinn er ómúrhúðaður með öllu. A veggjum eru litrik spjöld (eitt af Beethoven eða Bach og annað af Lisu (hlj.v.), sýnist mér). Á gólfinu eru ábreiður. Allt er fullt af mögnurum, hátölurum, mikrófónum og hljóðfærum. Þarna eru iika einir sex ungir menn. Eikin sjálf. Og við ætlum að bragða á eplunum. Ari er ekki kominn.Hann er vist suðri Hafnarfirði. Hann á vinkonu þar og unir þar löngum. Eftir klukkutima kemur Ari. Ari er dökkur negri, litill og mjóróma, og með gleraugu. Hann er kátur náungi.Michael, hinn negrinn, er langur og grannur með yfirskegg og bera bringu I hælaháum rauðum skóm. Hann er ekki eins dökkur og Ari og hann hefur dýpri rödd. Ef lesendur skyldu ekki vita það nú þegar, þá erum viðstödd á æfingu hjá hljómsveitinni Eik, sem telur fimm hljóðfæraleik- ara og tvo negrasöngvara, bandariska. Jú, biðið við (þetta er alveg eins og i iþróttafréttunum i hlj.v) þarna kom eitthvað hljóð. Þeir eru að stilla hljóðfærin sin, — og biða eftir Ara. Af Eik: Gestur (gítar), Ólafur (trommur) og Haraldur (bassi) byrjuðu að spila saman fyrir um það bil ári. Þeir spiluðu aldrei opinberlega, en æfðu, „impróvl- seruðu” og „djummsessuðu” saman í kyrrþey. 1 september s.l. bættist sá fjórði i hópinn, Steini (gítar). Enn var æft um stund og þá bættistsá 5. við, Lárus (flauta, söngur). Kvintettinn hefur nú æft samfleytt og af elju i um tvo mánuði. Upphaflega stefndu þeir félagar að þvi að halda út og æfðu eingöngu þunga, frum- samda tónlist. Þau áform eru raunar að einhverju leyti við lýði enn. En fyrir mánuði eða svo komu fyrrnefndir negrar hingað til lands og áttu þeir að skemmta i einu veitingahúsi hér i bæ. með söng. Eitthvert babb kom I bátinn i sambandi við hljómsveit hússins og fleira sem ekki verður frekar rakið hér. Eik komst i samband við negrastrák- ana tvo, þann stóra og litla. Sam- vinnan hófst. Enn af Eik. Eik á nýrri braut ! Hún fór nú að æfa sérstakt pró- gramm með A&M, sálartónlist og þvi um lfkt. Jafnframt lét Eik af þeirri virðingarverðu og ágætu stefnu sinni (a.m.k. um skeið) að spiTa eingöngu frumsamda tón- list. Var nú farið að æfa eftir- öpunar/tyggigúmmí tónlist með tilliti til væntanlegra dansiballa. Framhald á bls 39 MM /:4, Allir I stuði og músíkin á fullu. Ari og Michael eru allgóð stoð fyrir hljómsveitina, en ekki meira. Eik stendur alveg fyrir sinu. Timamyndir: Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.