Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 33

Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 33
Sunnudagur 18. marz 1973. TÍMINN 33 Hér er konungur Svfþjóöar I veiðiferö, og hittir fyrir álfa. Marbendill, teikning i útlendri úgáfu ísienzkra þjóösagna frá árinu 1862. var auöugt, en mennirnir gátu ekki eignazt auöæfi þess, þau hurfu eöa urðu að dufti i sólskini. Stundum stálu álfar manna- börnum og settu i staðinn sin börn, sem kölluð voru þá um- skiptingar. Stundum ginntu þeir til sin ungar stúlkur eða pilta i hóla sina til að giftast huldu- manni eða konu. En yfirleitt var þetta þó áreiðanlegt fólk, sem treysta mátti að vissu marki, og hjálpaði fólki og þáði hjálp I stað- inn. Lengra i burtu i skógunum eða uppi i fjöllum, I vötnum eða sjó, bjuggu hættulegri verur. Stund- um var álitið, að þaöværueinbú- ar. Tröllin i fjöllunum byggju yfir töframætti og þætti gott mannakjöt. En þau voru yfirleitt heimsk og jafnvel hægt að leika á þau. Stundum birtust fagrar kvenverur mönnum, sem reikuðu einir um veiðilönd og skóga og reyndu að tæla þá eða fifla. Einnig kom það fyrir, að ung- ar stúlkur, sem gættu búsmal- ans eða nautgripa uppi um fjöll og heiðar, sáu unga sveina, sem liktust ástvinum þeirra og vildu freista þeirra. Ekki gátu þó þessar verur alveg duiið uppruna sinn — stundum höfðu þær kýrhala eða holu I baki: hafmeyjar höfðu ætið græn augu, og skikkjuhorn þeirra var ætið vott. Ef hið sanna kom fram I dagsljósið urðu þær að hverfa frá ætlunarverki sinu. í vötnum og ám bjuggu nykrar, sem heimtuðu sina fórn sjöunda hvert ár. A Noröurlöndum léku þessir vatnabúar á fiðlu til aö tæla fólk til sin. Og oft var þvi hvilsað i leynd, að góöir fiðluleik- arar hefðu lært list sina af nykrin- um, sem jafnvel var talinn skyldur djöfsa, en með þvi móti var það gefiö i skyn, aö tónleikar og dans væru af hinu illa tagi. Hafmeyjar og marbendlar höfðu ekki mikil afskipti af mönn- um, en þó kom það fyrir, að haf- meyjar vöruðu sjómenn við stormi. Alitið var, að þær væru forvitrar, gætu sagt fyrir um óorðna hluti, ef menn bara næðu tali af þeim. Stundum birtust þær á eyjum og afskekktum ströndum I Norðurhöfum, köstuðu ham sinum og dönsuðu. Ef menn náðu i ham þeirra, fylgdu þær þeim heim. Margar duglegar sjómannsættir voru sagðar eiga ætt sina að rekja til slikra for- mæðra. En fyndu þær hami sina aftur, gripu þær þá og hurfu til sinna heimkynna, og áttu þá ekki afturkvæmt. Og slikar sagnir eru ófáar. Hin fagna hafmeyja á Löngu- línu i Kaupmannahöfn á þó ekkert skylt við þessar hafmeyjar i þjóð sögum Norðurlandabúa. Hún er ættuð úr ævintýrum H.C. Ander- sens. Hún er fögur ásýndum, þar sem hún situr ein úti á steini, en hún er litt kunnug i Norðurhöfum. Ekki kveður mikið að ófreskjum eða kynjadýrum i þjóðsögum okkar. Þó fylgja þau mönnum stundum sem afturgöngur — svartir hundar, þrifættir eða höfuölausir hestar svin eða sauð- kindur. Þau líkjast öðrum dýrum, eru þó stærri — og það boðar illt að mæta þessum óskapnaði, veik- indi eða dauða. Skoffin kemur úr hanaeggi, en hann verpir einu eggi, þegar hann er sjö ára gam- all. Skoffínið er slik meinvættur, að allt liggur þegar dautt, er það litur á. í Danmörku og Suður-Sviþjóð var það trú manna áður, að bý- flugnalirfa væri eitruð, og hún gæti spýtt eitrinu úr niu feta fjar- lægð. Ef maður át hnetu með ormi i, og hún gengi niður af hon- um óskemmd, þá mundi ormur- inn grafa sig i jörðu niður og vaxa og vaxa, þar til hann væri margra milna langur og gæti valdið jarö- skjálfta. Sögurnar segja, að slik- ur lindormur geti brölt upp úr jörðu og umlukt kirkjur og ógnaö þeim. Ein leið var til aö ráöa niðurlögum hans, sú að ala naut- kálf i sjö ár á eintómum hnetum og nýmjólk — og þá gæti hann yfirbugað orminn, en mundi biða bana sjálfur um leið. Slikur bardagi er sýndur á höggmynd einni á Ráðhústorginu i Kaup- mannahöfn. Þá trúðu menn þvi áður fyrr, að i skógum hefðust við stórar slöngur, eitraðar og mannskæö- ar, en þó gætu djarfir menn og einarðir ráðiö niðurlögum þeirra með kylfu. Enn stærri og hættu- legri voru þó skrimsli þau sem liföu i stöðuvötnum á Norðurlönd- um. Sú var þó bót i máli, að þegar þau urðu of stór, rak þau niður fljótin og út á haf, en þar hefur þeirra oröiö vart frá miðöldum og allt til þessa dags. Olafur Magnús, kaþólskur biskup I Sviþjóð, gaf út Carta Marina (sjó- kort) árið 1539 og 16 árum siðar sögu Norðurlandaþjóða. Þarna er eru lýsingar á þessum skrimslum eða sjóormum og fylgja teikningar af þeim og öðrum skrimslum sem er aö finna i Norðurhöfum. Einn þeirra kallast Kraki—afar stór skepna, sem stundum kom upp að strönd Noregs. Svo stór var hann, að margir sjómenn gátu gengið á land á honum og kynnt elda og haldið að þar væri um eyju aö ræða. Svo þegar skepnunni hitnaöi I hamsi, stakk hún sér i djúpið, og mennirnir drukknuöu. Nú hafa timar breytzt, og furðuskepnur allar eru sjaldgæf- ar. Ef til vill leynast þó einhverj- ar i skógum Sandinaviu eða i óbyggðum og á eyðiströndum, þar sem jafnvel Isbirnir eru sjaldséðir. í mannabyggðum lifa einungis kynjasögur, kvæöi og nokkrar teikningar eða högg- myndir, sem minna á þessi fyrirbæri. Ef til vill hefur skyn- semin náð of miklum tökum á mönnunum. SK þýddi og endursagði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.