Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 18. marz 1973. Menn 09 máUfni Þess vegna mætum við alls ekki í Haag Harold Macmillan, forsætisráOherra Breta, og ólafur Thors, for- sætisráðherra lslands, hefja samninga um landhelgismáiið á Keflavlk- urflugvelli 25. sept. 1960. í umræöum, sem uröu á Alþingi 5. feb. sl. i tilefni af þvi, aö Alþjóðadómstóllinn i Haag hafði tekiö sér lögsögu i landhelgisdeil- unni, þrátt fyrir eindregin mót- mæli tslendinga, sagði ólafur Jó- hannesson, forsætisráöherra, m.a. i tilefni af tillögu frá Gunn- ari Thoroddsen um að Islending- ar sendu málflutningsmann til Haag, aö rikisstjórnin myndi fara eftir samþykktum Alþingis i þessu máli. Alþingi hefði sam- þykkt þaö einróma 15. febrúar 1972, aö samningarnir frá 1961 hefðu þjónað tilgangi sinum, og tslendingar væru þvi ekki lengur við þá bundnir. Rikisstjórnin myndi vinna áfram að málinu á þeim grundvelli. Sagði forsætis- ráðherra, að ljóst væri, að ef ls- lendingar mættu nú fyrir dóm- stólnum, þá mætti túlka það sem viðurkenningu á þvi, að samning- arnir frá 1961 væru enn i gildi að dómi tslcndinga og tslendingar væru þar með bundnir af efnis- dómi, sem upp yrði kveðinn og vel gæti orðið okkur mjög andsnúinn. Þess vegna er stefna rikis- stjórnarinnar skýr og einföld, sagði forsætisráðherra, og á henni verður ekki breyting meðan Alþingi breytir ekki fyrri ákvörð- unum. Kom ekki á óvart Þaö þurfti engum aö koma á óvart, að Alþjóðadómstóllinn i Haag dæmdi sér lögsögu i land- helgismálinu á grundvelli óheilla- samningsins frá 1961. Forsætis- ráðherra lýsti þvi og yfir i þessu sambandi, að úrskurðurinn hefði ekki komið sér á óvart, vegna þess að hann hefði alitaf talið, aö dómstólnum hefði fyrst boriö skylda til að úrskurða um lögsögu i málinu,áður en bráðabirgðaúr- skurðurinn eða vegvisunin var gefin út i ágúst. Sagðist ólafur álita, að dómstólnum bæri skylda til sliks, þegar annar aðilinn mætti ekki fyrir dómnum. Eftir að dómstóllinn kvaö upp bráða- birgðaúrskurðinn var fráleitt að ætla að lögsöguúrskurðurinn gæti farið á annan veg en raun varð á, þvi að annars hefðu dómendurnir orðið að éta ofan i sig fyrri úr- skurðinn. Hættulegur óróður og einfaldar sólir Siðan Alþjóðadómstóliinn kvað upp úrskurð 2. feb. sl. um lög- sögurétt sinn i landhelgismálinu, hefur stjórnarandstaðan og mál- gögn hennar reynt að hamra það inn i þjóðina, að sjálfsagt sé að senda málflutningsmann til Haag til að flytja málstað tslands fyrir dóminum. Hafa þessum mál- flutningi jafnan fylgt barnalegar fullyrðingar um að á þann veg hlyti máliö að vinnast, — en allir ættu að skilja, að enginn ynni mál fyrir dómi, sem hann hutizaði. t þessum áróðri hefur alveg verið gengið fram hjá þvi höfuðatriði, að við yröum siðferðilega skuld- bundnir að hlita úrskurði dóms- ins, ef við mættum fyrir honum og viðurkenndum þar með lögsögu hans i málinu á grundvelli óheillasamninganna frá 1961, sem Alþingi hefur með 60 atkvæðum lýst yfir að séu úr gildi fallnir. Ef Alþjóðadómstóllinn kvæði upp þann dóm, að útfærslan væri ólögmæt sem margir raunsæir sérfræðingar á þessu sviði telja mikla hættu á, yrðu tslendingar að færa fiskveiðilögsögu sina aftur inn að 12 milum, og er til- verurétti þjóðarinnar i landinu þar með stefnt i beinan voða. Tökum enga óhættu Það eru vægast sagt ábyrgðar- litlir menn, sem leyfa sér að leggja til að þjóðin taki slika áhættu, þegar enginn nauður rek- ur hana til að taka siika áhættu, og hún getur tryggt hagsmuni sina mún betur með þvi að fylgja óbreyttri afstöðu gagnvart dóm- inum. Engu að siður hafa nokkrar ein- faldar sálir ánetjazt þessum óþjóðhoila áróðri. Vonandi finna menn fótfestu og finna réttar áttir að nýju. tslenzka rikisstjórnin hefur komið öllum þeim atriðum, sem máli skipta, rækilega á framfæri við dómstólinn i Haag. Stjórninni hefur tekizt þetta svo vel, þrátt fyrir það, að hún neiti að mæta fyrirdómnum og láti ekki lokkast til að láta binda sig siðferðilega til að hlita úrskurðum hans og af- skiptum, að brezki dómarinn, Sir Gerald Fitzmaurice, sem sæti átti i dómnum er hann úrskurðaði sér lögsöguna, gaf út sérálit til þess, að þvi er viröist fyrst og fremst að koma á framfæri umkvörtun- um yfir þvi, hve vel tslendingum tækist að koma sjónarmiðum sin- um og röksemdum til dómstóls- ins, án þess að glata þeirri stöðu sinni að geta lýst alla úrskurði hans og afskipti i málinu ólöglega og ekki bindandi fyrir tslendinga. Sérálit og áhyggjur brezka dómarans Sir Gerald Fitzmaurice A bls. 35 i hinni prentuðu skýrslu Alþjóðadómstólsins i Haag um lögsöguúrskurðinn frá 2. feb. sl. segir sir Gerald Fitz- maurice svo i séráliti sinu um stuðning við úrskurð dómsins um rétt hans til lögsögu i málinu, 21. atriði i lauslegri þýðingu undirrit- aðs: ,,Að lokum, þótt málið sé dálitið viðkvæmt fyrir mig persónulega vil ég — þar sem ég mun ekki taka þátt í næsta þætti málsins — víkja stuttlega að þeirri stefnu, sem island hefur fylgt varðandi málflutn- ing fyrirdómnum fram til þessa dags. Það kynni hafa verið skiljanlegt, þótt það sé erfitt að sam- ræma það viðhorfi, sem stofnaðili aðdómnum ætti að hafa til dómstólsins, að island lýsti sig svo sann- fært um, að dómstóllinn skorti alla lögsögu til af- skipta af þessari deilu, að það vildi ekki mæta fyrir dómnum eða senda full- trúa, jafnvel til að and- mæla i spurningunni um lögsögurétt dómsins. Ef ísland hefði gert þetta í eitt skipti fyriröll og skýrt sjónarmið sín, en eftir það þagað um málið, væri ekki ástæða tilaðhafa um það fleiri orð, en að kalla fjarveru islends mistök, sem bæri að harma. En staðreyndin ersú, að samt sem áður hefur Island sent dómstólnum syrpu af bréfum og símskeytum varðandi málið, sem oft hafa innihaldið efni, sem gengur miklu lengra en spurningin um rétt dóms- ins til lögsögu, og hefur snert sjálfan kjarna efnis- atriða. ísland hefur notað hvert tækifæri, sem gefizt hefur til að gera hið sama með yfirlýsingum, sem gefnar hafa verið, eða dreift hjá Sameinuðu þjóðunum og með öðrum hætti, en athygli dóm- stólsins hefur auðvitað verið vakin á öllum þess- um yfirlýsingum með ein- um eða öðrum hætti, eins og vafalaust ætlunin hefurverið. Þvi miður má túlka þennan framgangs- mála islandsá þá lund, að honum sé ætlað að skapa islandr næstum eins góða stöðu og island hafði tekið beinan þátt í málflutn- ingnum — (vegna þess að dómstóllinn hefur í raun vendilega athugað og fjallað um sjónarmið is- lands í málinu ) — en á hinn bóginn að gera is- landi kleift, ef á þyrfti að haida, að viðhalda þeirri afstöðu, að island viður- kenni ekki lögmæti mála- ferlanna eða niðurstöður þeirra — eins og ísland hefur einmitt gert varð- andi vegvísun þá, sem dómstóllinn gaf út 17. ágúst 1972." t framhaldi af þessu leyfir hinn brezki dánumaður sér að vona fastlega að tslendingar sýni nú af sér þá kurteisi að mæta fyrir dómnum, þegar fjallað verður um efnisatriði málsins. Bls. 35 i skýrslu Alþjóðadóms- ins ættu menn þvi að lesa mjög vei áður en þeir haldafleiriræður um það, að skynsamlegt sé að senda málflutningsmann til Haag. Valdimarssynir ættu að lesa hana kvölds og morgna i framhaldi af málefnasamningn um. Logið með glæsibrag t skýringum Alþjóðadómstóls- ins og forsendum fyrir uppkvaðn- ingu lögsöguúrskurðarins 2. feb. sl. er minnzt á fjölmörg skjöl og skipti á orðsendingum milli is- lenzku og brezku rikisstjórnanna frá þeim tima, er óheilla- samningurinn, sem Sjálfsstæðis- menn kalla „stærsta stjórnmála- sigur tslendinga” var i undirbún- ingi. Kemur þar fram, að þessar samningaviðræður hafa hafizt strax að lokinni Genfarráðstefn- unni um réttarreglur á hafinu 1960. Og fyrstu formlegu skoð- anaskiptin, sem skjöl eru til um virðast hefjast sl. ágúst-mánaðar 1960. Skjölin bera það með sér, að samningaviðræður hafa svo hald- ið áfram sleitulaust þar til gert er uppvist um samninginn hér á landi, en hann hlýtur gildi 11. marz 1961. Frá þvi i október fram i febrúar stóð Guðmundur I. Guð- mundsson, þáverandi utanrikis- ráðherra og núverandi sendi- herra tslands i Stokkhólmi, annan eða þriðja hvern dag i ræðustóli á Alþingi og lýsti þvi yfir i sifellu með sakleysissvip, að ekki væri fótur fyrir þeim fréttum, að ts- lendingar ættu i nokkru samn- ingamakki við Breta i landhelgis- málinu. Fór hann hinum hörðustu orðum um þá þingmenn, sem leyfðu sér að hlaupa eftir sögu- sögnum og draga i efa yfir- lýsingar dánumannsins i sæti utanrikisráðherra. Hefur liklega enginn fyrr né siðar logið jafn miklu og jafn oft á Alþingi Islendinga með meiri glæsibrag. Það kemur einnig fram af þess- um skjölum, sem Alþjóðadóm- stóllinn vitnar til, að það hefur verið viðreisnarstjórnin, sem lagði til, að gerðardómur þriðja aðila, sem skæri úr um frekari út- færslu fiskveiðilögsögunnar við tsland, en með seiglunni tekst Bretum að fá viðreisnarstjórnina til að fallast á að leggja frekari útfærslu út fyrir 12 milur fyrir Alþjóðadómstólinn i Haag, en á það lögðu Bretar höfuðáherzlu. Frásögn Harold AAcmillans En til er önnur frásögn af und- irbúningi „stærsta stjórnmála- sigurs tslendinga”, sem út kom á prenti i fyrra. Sá, sem frá segir er enginn annar en Harold Macmill- an, sem var forsætisráðherra Breta, þegar tslendingar unnu hinn stóra stjórnmálasigur yfir Bretum. 5. bindið i endurminningum Harolds Macmillans kom út 1972 og nefnir hann það „Pointing the way”. Á bls. 274 segist honum svo frá um heimsókn sina til Islands og viðræður sinar við Ölaf Thors, þáverandi forsætisráöherra Islands yfir hádegisverði á Kefla- vikurflugvelli, sunnudaginn 25. september 1960: „Að morgni sunnudagsins, 25. septembers, lagði ég af stað til New York með Comet-vél flug- hersins. Ég átti viðdvöl á tslandi, Framhald á bls 37. On the morning of Sunday, 25 September, I left for New York by R.A.F. Comet, stopping at Iceland, where the plane was refuelled, for a talk with the Icelandic Prime Minister on the eternal problem of fish and the extent of territorial waters. The Prime Minister seemed a very nice man, but rather an ineflfective one. Wc hinched alone together, and he explained at great length why it was impossible for him to make any concessions to us over the twelve-mile fishing controversy. He had only a majority of two or three, and a ooalition Govemment—with the Socialists. The Communists were the strong opposition, determined to use the fishing dispute as an instrument for getting rid of the American base and Iceland out of NATO. I tried to impress on him the arguments he could use. («) He had got us to accept twelve miles as the final settlement. All we asked fbr was a ‘fading out* period. Norway was going to concede us ten years. We could accept five years from Iceland. Why have a bitter conðict over this. He could claim to have done tvricc as well as Norway. (þ) We could probably make some further concessions about dcular areas *vithi* the six—twelve miles, which would help (r) We oould give some economic hdp to his fishing and merchandising of nsh. I did not feel very encouraged by our talk. The Icelandic Prime Minister was a nice old boy, but dearly a weak man in a wcak position.* 114 September 1960. * a October 1960, docribmg earlier events. Harold Macmillan, Sjálfsævisaga, 5. bindi „Pointing the way”, útg. 1972, bls. 274.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.