Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 15
Sunnudagur 18. marz 1973. TÍMINN 15 ræna hæfileika til að bera og margvisleg efni að vinna úr og á. Sé bókinni flett áfram, verður næst fyrir okkur frá Islandi vatnslitamynd af heyskap frá 18. öld. Konur raka, en karlar slá, binda og hlaða i garða. Höfundur bendir á, að hey er reitt heim á hestum, sem þykja furðuleg vinnubrögð i útlöndum. Hann veitir þvi einnig athygli,að þarna er jafnrétti kynjanna, karlar og konur ganga að sama starfi af miklum dugnaði. Hér er um að ræða mynd frá stórbýlinu Leirá i Borgarfirði. Næst verður fyrir okkur velþekkt mynd úr ferðabók Olaviusar frá 1770, þar sem þóf- arar troða vaðmál á milli sin i tunnu og fer sú atvinna fram i fjósi. Myndhöggvaranum Bertel Thorvaldsen eru helgaðar nokkr- ar siður i bókinni. Oft hefur íslendingum sárnað, er Danir eigna sér þann mæta listamann með húð og hári. En Broby-Johansen segir skýrt og skorinort: „Thorvaldsen var fæddur i Grönnegade. Faðir hans var islenzkur hand- verksmaður, móðir hans józk sveitastúlka. Hann ólst upp meðai vinnandi lágstéttarfólks. Einn ævisöguritara hans, Emil Hann- over, segir að hann hafi algjör- lega farið á mis við æðri menntun og á þann hátt alls ekki staðizt þær kröfur, sem fagurkerar þeirra tima gerðu til hins mennt- aða listamanns.” Siðar tiltekur höfundur þessi ummæli Thor- valdsens: „Það sem ég var, varð ég i krafti vinnu minnar”. En, segir Broby-Johansen, „það voru ekki margir af aðdáendum hans i borgarastétt, sem gátu sagt hið sama. Það sem þeir voru, voru þeir i krafti vinnu annarra”. Þá spyr höfundur hvers vegna Kaupmannahafnarbúar þurfi að ferðast til Rómar eða Reykjavik- ur til að skoða sjálfsmynd Thor- valdsens undir berum himni, eins og hún á að vera. Það skyldi þó aldrei vera vegna þess, að þessi eftirlætislistamaður borgara- stéttarinnar hefur gert sig sekan um það smekkleysi að sýna sjálf- an sig að starfi i vinnufötunum? Hér er náttúrlega átt við styttuna af Thorvaldsen, sem stendur i Hljómskálagarðinum, en var áður á Austurvelli, þar sem Jón Sigurðsson trónar nú og hvessir augun á Alþingishúsið. Brátt nær iðnbyltingin til Norð- urlanda og myndlistin lætur sig hana varða ekki siður en land- búnað, veiðar og handverk áður, sem samt skipa háan sess hjá mætustu listamönnum Norður- landa. Skagenmálurunum dönsku eru gerð góð skil, sama er að segja um norsku bátasjó- mennina, sem Christian Króhg gerði ódauðlega, og þótt Zorn hinn sænski hlyti heimsfrægð og konungshylli gleymdi hann ekki uppruna sinum og sótti oft efnivið Smiðir að störfum I Finnlandi. Eftir Gallén-Kallela Hellnarista frá bronzöld. Bóndi plægir akur og uxar draga plóginn. Kona sker brauö, eftir norska listamanninn Christian Krohg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.