Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 19
Sunnudagur 18. marz 1973. TÍMINN 19 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn P'ramkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Aðrar skrifstofur: Simi 18300. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. Iðnrekstrarsjóður Eitt þeirra frumvarpa, sem rikisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi, er um stofnun Iðn- rekstrarsjóðs. Aðildin að EFTA og viðskiptasamningurinn við EBE, sem taka mun gildi 1. næsta mánaðar, gjörbreyta aðstæðum islenzks iðn- aðar. Verndaður innlendur markaður minnkar að mun, i staðinn verðum við að keppa á stórum evrópskum markaði þar sem 300 milljónir manna búa. Ein afleiðing þessara nýju aðstæðna verður, að islenzk iðnfyrirtæki tapa nokkrum hluta heimamarkaðarins i hendur erlendra útflutn- ingsfyrirtækja, og er nauðsynlegt að vega upp minnkandi heimamarkað með auknum út- flutningi iðnaðarvara. Til að afla útflutnings- markaða fyrir iðnaðinn verður að bæta vöru- gæði, tryggja að staðið sé við sölusamninga og afhendingartima og lækka framleiðslukostnað að miklum mun. Af þessum ástæðum þarf að auka framleiðni islenzkra iðnfyrirtækja mjög verulega. Tvö- falda þarf afköst iðnaðarins frá þvi sem nú er. Ef það mistekst, mun iðnaðinum ekki heppnast að halda hæfum starfskröftum eða greiða samkeppnishæf laun, en afleiðingar þess yrðu atvinnuleysi. Til að tryggja fulla at- vinnu innanlands er auk þess þörf mikillar magnaukningar iðnaðarvöruframleiðslu, stofna þarf mörg ný iðnfyrirtæki, breyta þeim, sem fyrir eru og stækka þau. Enn er það eitt, sem gerir stórátak i útflutn- ingsaukningu og almennri iðnþróun aðkallandi nú og hvetur til skjótra og markvissra aðgerða, en það eru náttúruhamfarirnar I Vestmanna- eyjum, mestu verstöð landsins. Það lætur nærri að um 12% af heildarút- flutningi sjávarafurða landsmanna hafi komið frá Vestmannaeyjum árið 1971, eða tæp 9% heildarútf lutnings. Það er nú þegar ljóst, að verstöðin I Vest- mannayjum verður ekki nýtt á þessari vertið, að undanskilinni þeirri loðnubræðslu, sem þar hefur farið fram og það er auðsætt, að eldgosið hefur i för með sér verulegt útflutningstap og mikinn kostnaðarauka fyrir þjóðarbúið. Út- flutningstapið mun án efa nema hundruðum milljóna króna. En rikisstjórnin er sannfærð um, að islenzkur iðnaður sé þess megnugur að tvö- falda útflutning sinn á næstu 12-18 mánuðum, ef rétt er við bakið á honum stutt. Iðnaðurinn ætti þess vegna að geta hlaupið i það skarð, sem myndaðist við ógnirnar i Eyjum. Sér- fræðingar Sameinuðu þjóðanna, sem hér hafa dvalizt við athuganir og áætlanagerð i islenzkum iðnaði, eru um þetta sammála. Samkvæmt bráðabirgðatölum nam útflutn- ingur iðnaðarvara — að undanskildu áli —1200 milljónum króna árið 1972 og var þar um 33% aukningu að ræða frá árinu áður. Það er talið raunhæft takmark fyrir næsta ár, að iðnaðarvöruútflutningurinn nemi helm- ingi hærri upphæð eða 2400 milljónum króna. Rikisstjórnin beitir sér fyrir stofnun Iðn- rekstrarsjóðs til þess að styðja iðnrekendur til að ná þessu marki. Til þess að markið náist, verður að koma til skilningur og samvinnuáhugi iðnrekenda. íslenzk iðnfyrirtæki eru of smá og stjórnun þeirra verður að stórbatna. í átaki til aukn- ingar útflutnings verður að koma til marg- vislegrar skipulagsbreytingar. Iðnrekstrar- sjóður á m.a. að létta þær. —TK Patrik Keatley, The Guardian: Bretar hafa skipt um stefnu gagnvart Afríku Stjórn Heaths var fyrst hliðholl stjórnum hins hvíta minnihluta, en óstundar nú vinsamleg skipti við stjórnir innfæddra Anna prinsessa um borö i rússnesku herskipi f höfninni í Massawa. SIR Alec Douglas-Home flytur ræðu i Lagos, höfuðborg Nigeriu, og nefnir skæruliða i Suður-Afriku „baráttumenn frelsisins”. Hinum megin álf- unnar er önnu prinsessu fagnað um borð i flaggskipi rússneska flotans á Indlands- hafi. Þar ræðir hún kumpán- lega við Vladimir Kruglysa- kov aðmirál. Þessar tvær svipmyndir sýna vel breytta stefnu rikis- stjórnar Heaths gagnvart svertingjum i Afriku. Jafn- framt gerist það, að stjórnin á ekki önnur skipti við hvita minnihiutann i Rhodesiu en þau, að Sir Alec sendir Ian Smith harðorða fyrirspurn, um, hvers vegna Peter Nies- ewand, fréttaritari The Guardian og annarra brezkra fréttastofnana, hafi verið tekinn höndum án ákæru. IHALDFLOKKURINN var kjörinn út á hugsjónastefnu- skrá árið 1970. Rikisstjórn hans hefir nú hafnað hugsjón- unum fyrir hentistefnuna og hefir haft endaskipti á flestum stefnuatriðunum. Rikisstjórn Ihaldsmanna gerði sér i fyrstu far um að benda öðrum vestrænum stjórnum á þá hættu.sem stafaði af rússneska flotanum á Ind- landshafi. Arsþing Ihalds- flokks Samveldisins sam- þykkti ályktun vorið 1970 um Sovétflotann og nauðsyn þess, að Bretar fengju vini sina meðal andkommúnista til aðstoðar gegn hættunni á Indlandshafi. 1 þessu efni var mælt með Vorster og rikisstjórn hans i Suður-Afriku. Alyktunin hvatti til hvers konar aðstoðar við hann og eflingar flota- stöðvarinnar i Simonstown. Heath forsætisráðherra, Carrington lávarður og Sir Alec Douglas-Home utanrikis- ráðherra voru þessari stefnu- yfirlýsingu sammála og flýttu sér að fylgja henni eftir. Tveimur dögum eftir að rikis- stjórn Ihaldsflokksins settist að völdum, eða 23. júni 1970, var fréttamönnum tjáð, að stjórnin væri fylgjandi vopna- sölu til Suður-Afriku og bráður bugur yrði undinn að þvi að hefja hana. Einnig var þvi lýst yfir, að deilan við Rhodesiu yrði snar- lega leyst i eitt skipti fyrir öll. Óákveðni Wilsons og rikis- stjórnar Verkamanna- flokksins var fordæmd. Stjórn thaldsflokksins taldi Ian Smith hófsaman mann og kvaðst ætla að ræða við hann af alvöru og kurteisi, enda yrði hann að öðrum kosti ef til vill leystur af hólmi af erfiðari mönnum, sem stæðu miklu lengra til hægri. Utanrikisráð- herra færi á sinum tima flug- leiðis til Salisbury og gengi frá skynsamlegum samningum á staðnum. Og hann flaug I nóvember 1971. NÚ er svo að sjá sem þessum tengslum við hvita valdamenn i Suður-Afriku hafi verið hafnað og vinsamleg sambóð viö svarta Afriku- menn sé ástunduð i staðinn. För önnu prinsessu um borð i sovézka flaggskipið er eftir- tektarverð, enda leggur konungsfjölskyldan ekki út i hin tæpu vöð millirikjamála nema með samþykki rikis- stjórnarinnar. Brezki sendi- herrann i Ethiópiu ritaði Sir Alef nákvæmlega um helztu atburði, en þar var prinsessan gestur Haile Selassie keisara fyrstu þrjá dagana. Svo stóð á, að hin árlega flotastefna i Massawa i Ethiópiu stóð yfir og þar áttu að koma herskip sjö þjóða, þar á meðal skip þriggja kjarn- orkuvelda af fimm. Anna prinsessa fór auðvitað um borð i brezka beitiskipið HMS Antrim. Henni bar ekki skylda til að blanda geði við Sovétmenn, hvað þá að fara um borð i flaggskipið Skritnii, en hún gerði það samt og svo er að sjá sem aðmirállinn sé væntanlegur til London. Meðan Anna prinsessa lék sitt stjórnmálahlutverk sem gestur hjá föður Einingar- samtaka Afriku var Sir Alec Douglas-Home önnum kafinn á vesturströnd álfunnar. Hann var hinn virðulegasti á göngu sinni um Lagos og umgekkst gestgjafa sinn mikið, dr. Okoi Arikpo utanrikisráðherra Nigeriu. Hann átti einnig mjög vinsamlegar viðræður við Gowon hershöfðingja leiðtoga hernaðarstjórnarinnar i Nigeriu, og bauð honum til London sem gesti brezku stjórnarinnar. Þar kemur konungsfjölskyldan einnig við sögu, þar sem gert er ráð fyrir veizlu i Buckinghamhöll með þátttöku drottningar og Philips prins. Jack Gowon hefir hins vegar ekki gefið ákveðið svar. ERFITT er að ákveða nákvæmlega hvenær höfð voru endaskipti á stefnu Breta i Afriku. Dr. Arikpo, sem Sir Alec heimsótti i Lagos i febrúar 1973, var höfuðand- stæðingurhans á leiðtogafundi Samveldislandanna i Singapore 1971, þegar deilt var um vopnasöluna til Suður-Afriku. Hvenær urðu stefnuhvörfin? Sumir segja, að þau hafi orðið skömmu eftir að fundur þeirra Sir Alecs og Smiths i Salisbury i nóvember 1971 fór út um þúfur. Þá ætluðu Nigeriumenn að tryllast og mörg, þung orð féllu á þingi Sameinuðu þjóðanna i garð Breta, bæði af munni fulltrúa stjórnarinnar i Nigeriu og margra annarra rikisstjórna svertingja i Afriku. Þó er álitið, að einkaorðsending eftir venjulegum samskipta- leiðum hafi ráðið úrslitum hjá Heath. Það mun staðreynd, að fjárfesting Breta i Nigeriu var i bráðri hættu, en hún nemur 350 milljónum sterlingspunda og rúmur helmingur i oliu- vinnslu. ÉG komst að þvi af tilviljun nokkrum mánuðum siðar, að gerðar höfðu verið itrekaðar tilraunir til að reyna að sann- færa Gowon um að allt yrði i lagi ef Pears kæmist að jákvæðri niðurstöðu um áætlunina i Rhodesiu. Gowon hershöfðingi var þá staddur i Kairó og Sir Richard Beaumont sendiherra Breta þar var send full skjala- mappa flugleiðis og skipað að afhenda hana leiðtoga Nigeriu. En Nigeriumenn létu sér ekki segjast. Þeir trúðu þvi statt og stöðugt, að Suður- Afrikumenn og fleiri þar á meðal de Gaulle hershöfðingi — stæðu á bak við flug með vopn og vistir til uppreinsar- mannanna i Biafra. Þeir vitna i skjöl þessari skoðun sinni til stuðnings. Nigeriumenn eru sann- færðir um, að sjálfstæði landsins stafi viðvarandi hætta af rikisstjórnum hins hvita minnihluta á suðurodda álfunnar. Leiðtogunum er almenningsálitið innanlands viðkvæmt mál og töldu sig tilneydda að gripa til örþrifa- ráða ef Bretar héldu fast við að gera við þessar rikis- stjórnir samninga, sem liktust friðkaupum. Fjárfesting Breta i oliuvinnslu i Nigeriu var greinilega i hættu. ÞEGAR Pears lýsti yfir, að hin fyrirhugaða áætlun nyti ekki hylli Rhodesiumanna yi'irleitt, var farin önnur sendiför, sem fáum er kunn. Richard Wood ráðherra, sem fer með erlenda aðstoð, steig upp i flugvél á föstudegi. Tals- menn utanrikisráðuneytisins sögðu hann vera að fara i venjulega vináttu heimsókn til Nigeriu til þess að líta þar á framkvæmdir, sem aðstoð hefði verið veitt til. Helgin var naumast eðlileg.timi til slikra hluta, og sendimenn Breta i Lagos urðu að beita nokkurri snilli til þess að finna nærri borginni framkvæmd, sem unnt væri að nota að yfirvarpi. Þegar Wood gekk á fund Jacks Gowon i skrifstofu hans i hermálaráðuneytingu, fékk honum afrit af óbirti skýrslu Pears og sagði honum jafn- framt, að ekkert yrði úr samningunum við Ian Smith, tók andrúmsloftið snöggum og miklum stakkaskiptum. Vinir minir i Lagos tjá mér, að á þeirri stundu hafi hin mikla stefnubreyting Breta orðið. Carrington lávarður var næsti brezki ráðherrann, sem fór til Lagos, og siðan hefir ferðum brezkra ráðherra til Afriku fjölgað ört. Wood er nýkominn heim úr þriggja vikna ferðalagi til Afrikurikja meðal annarra Zambiu, Kenya og Mauritius. Lafði Tweedsmuir dvaldi mikinn hluta janúarmánaðar i Vestur-Afriku, en hafði áður lagt leið sina til Zambíu og Malawi. CARRINGTON Iávarður Framhald á bls 39

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.