Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 3
Sunnudagur 18. marz 1973.
TÍMINN
3
um, þriðja svæðið telst oft vera
hættulegt og fjórða og fimmta
svæði eru þeir staðir, sem teljast
hættulegir heilsu manna.
Hættumerkið kemur fyrst á
þriðja svæðinu. Þetta eru oftast
staðir, þar sem skolp eða annar
mengunargjafi er i nálægð, og á
þessum stöðum á maður helzt
ekki að fara I sjóinn. Hér á fólk
auðvelt með að fá háls- nef- og
eyrnaverki. A fjórða og fimmta
svæðinu er hættan allt önnur og
meiri, og á þeim stöðum hafa
menn oft upp á siðkastið fengið
kóleru eða taugaveiki.
Borgir eins og Marseille, Cann-
es og Nissa tilheyra tveim siðustu
svæðunum. Hinsvegar mælir
nefndin með sjónum i kringum
Korsiku, nema þá helzt I nánd við
Ajaccio.
Astandið er svipað niður með
allri ítaliu. Þar búa tiu milljónir
manna, fyrir utan þær tuttugu
milljónir Itala, sem sækja
strendurnar á sumri hverju. Þar
bætast þeir i hóp erlendra ferða-
manna, sem eru I kringum fimm
milljónir á aðal ferðamannatima-
bilinu.
Að sjálfsögðu er ástandið verst
i nálægð stóru bæjanna og borg-
anna, sem láta allt skolp og annan
óþverra renna óhreinsað til sjá-
var. Meira að segja Róm lætur
skolp borgarinnar fara óhreinsað
i ána Tiber, sem um þessar
mundir er mesti „mengunarpott-
ur” Miðjarðarhafsins. Sextiu pró-
sentskólpsins teljast koma frá hi-
býlum manna og þrjátiu og fjögur
prósent óþverrans koma frá
iðnaðinum, sem meðal annars
lætur fara frá sér alls konar efni
og sýrur, sem erfitt reynist að
eyða.
Þrátt fyrir þetta er fólk i þús-
undatali á baðströndunum fyrir
utan Róm á hverju sumri. I hvert
skipti, sem það fer i sjóinn, á það
á hættu að smitast af taugaveiki
eða kóleru. Og ástandið verður
verra með hverjum mánuðinum,
sem liður, þvi að stjórnvöld hafa
ekki enn krafizt þess af iðnaðar-
fyrirtækjum, að þau hleypi ekki
hættulegum efnum til sjávar. 1
stað þess er kappkostað að fá er-
lend iðnaðarfyrirtæki til að setja
upp verksmiðjur á Italiu, þar sem
þau sleppa við að koma fyrir dýr-
um hreinsunartækjum, sem kraf-
izt er af þeim i heimalandinu.
Um þessar mundir er Italia það
land við Miðjarðarhafið, þar sem
mengunarvandamálið telst óvið-
ráðanlegt. Italska ströndin er
8000 kilómetra löng, og á allri
þessari lengju eru aðeins 13.5 pró-
sent án einhverrar mengunar.
Yfir 16 prósent af ströndinni telst
mjög mengað, en 53% menguð að
einhverju leyti.
UNESCO nefndin segir, að nú
sé svo komið, að stórhættulegt sé
að báða sig i nánd Genúa. Sömu-
leiðis segist nefndin ekki mæla
með baðströndunum við Napoli-
flóann eða á Messina ströndinni
við Reggio di Calabria, sem eru
mjög vinsælir ferðamannastaðir.
Aðrir þekktir ferðamannastaðir,
sem til dæmis Norðurlandabúar
sækja, er Rimini við Adriahafið,
þar telst sjórinn orðinn hættuleg-
ur, og enn verra er ástandið við
Trieste, þar sem margir baðstað-
ir teljast meðal allra hættuleg-
ustu staðanna.
Tizkan hefur mjög sterk áhrif á
okkur mennina. Þetta kemur ekki
siztfram, þegar ferðalög eru ann-
ars vegar, þvi að þá flykkjumst
við til þess staðar, sem vinsælast-
ur er i augnablikinu. Þegar al-
menningur f Evrópu ákveður sin-
ar sumarleyfisferðir, er Mið-
jarðarhafið jafnan hátt á blaði og
talið er, að um 400 milljónir
manna eyði einhverjum dögum
við Miðjarðarhafið árlega.
Á sama tima er ekkert gert til
að koma I veg fyrir mengun, allt
sem kemur frá þessu fólki fer
beint I sjóinn. Það er þvi engin
furða, þegar jafn mikið af skolpi
og rusli fer i hafið, og raun ber
vitni, að fólk spyrji hvernig standi
á þvi, að Miðjarðarhafið sé ekki
enn verr fariö. — En náttúran
hefur gefið fólkinu á þessum slóð-
um góða gjöf, sem að minnsta
kosti enn bjargar þessu land-
svæði, sem að hafinu liggur.
Miðjarðarhafið er tilkomið
vegna mikils jarðsigs og hafið er
viða mjög djúpt meðfram
ströndunum. Dýptin er viða 2000
metrar stutt frá fjörunum, og
Framhald á bls. 29
Afmælishátíð Fram
verður haldin að Hótel Borg laugardaginn 24. marz n.k. í tilefni
af 65 ára afmæli félagsins
— Hátíðin hefst kl. 18. — Húsinu lokað kl. 19,30
— Borð tekin frá þriðjudaginn 20. marz hjá yfirþjóni milli kl. 14 - 17.
Aðgöngumiðar afhentir í eftirtöldum verzlunum: Lúllabúð.
Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar, Straumnesi,
Bólstrun Harðar Péturssonar.
Knattspyrnufélagið Fram
á fermingardrengi og stúlkur
# Fermingarföt—4 stærðir —
Fallegir litir — Falleg snið
0 Fermingarskyrtur
9 Flauelsslaufur — Bindi
# Stakar terylene og ullar buxur
# Baggy buxur á bæði kynin —
lítil no. — margir litir
# Sportbuxur alls konar —
Denin — Flauel — Burstað denin
# Prjónakjólar — Stuttir kjólar
# Peysur — Blússur — Bolir
COL/Af PORTEH 7J
POSTSENDUAA UAA LAND ALLT
Símar 12330 og 13630
KARNABÆR
f©-
í 1©- r 1 1 v\ ■
h \ \\ ■ v\ 1 v\ 1 i... Aj
m\ i l \/A
1 \? 1 , .*■
©-