Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 18. marz 1973. Svartidauði og rottur Ógn og (lauöi barst byggö úr byggft. I.ikfyIgdirnar siluöust áfrani yfir hálsa og ása, uin dali og strendur til kirkjustaöanna. Pessu linnti ekki vikum og mán- uðum saman. Sorg og ótti rikti i sérhverju byggöarlagi. Ósýnilcg bölvun hvfldi yfir öllu, og enginn var óhultur, hvort heldur hann var ungur eöa gamall. Fólk stóö ráöþrota og fullt örvæntingar andspænis hryllilegum sjúkdómi, sem laust hvern af öörum, ger- cyddi suma bæi og vægöi annars staöar örfáum heimilismönnum. Þessi skelfing kom, án þess aö gera boö á undan sér, og fólkið gaf upp andann eftir fáa þján- ingarfulla sólarhringa. I.ikaminn visnaöi, hörundiö bliknaöi þakiö dökkuin flekkjum. Þetta er miðaldasaga. Svarti- dauði berst land úr landi, læsir sig úr einu þorpinu i annað, likt og þegar eldur fer um sinu. Fólkið hópaðist samani skrúögöngurmeð hymnasöng og róðukrossa og helgimyndir, og vigðu vatni var stökkt i allar áttir. Bænaráköllin hljómuðu og messur voru sungn- ar, Mariu guðsmóður voru færðar gjafir og áheit gerð. En sóttin lét ekki staðar pumið, fyrr en löndin höfðu goltfið hræöilegt afhroð. Þegar firnunum létti loks, voru sum byggðarlög með öllu mann- laus, jafnve) örfáar manneskjur uppistandandi i heilum héruðum, þarsempestin eða plágan — eina veikin, er þau nöfn hefur hlotið — var mikilvirkust og mannskæð- ust. Þannig var þetta hérlendis, að þvi er annálar og sagnir herma, og þannig var þetta einnig i öðrum löndum. Andspænis þessum skelfingum magnaðist hjátrú, og fólk þóttist sjá pestina hvila yfir sveitum eins og dökka slæðu. Þegar sóttinni loks linnti, brenndu þeir, sem eftir lifðu, bæi sina og granna sinna til þess að flæma burt hinn illa eim, sem þar var talinn hald- ast við. A fjórtándu öld, þegar svarti- dauði tók að herja Norðurálfu, er talið, að þar hafi veriö um hundr- að milljónir manna. Fjórði hlutinn varð pestinni að bráð, en á þessum áratugum er gizkað á, að þreföld sú tala hafi dáið af sömu sökum i heiminum. En slikar töl- ur eru að sjálfsögðu ákaflega handahófskenndar. En hvað sem þvi liður, þá hefur aldrei jafnskæð sótt gengið yfir veröldina I sögu mannkynsins. Næst kemst spánska veikin 1918 er varð tuttugu og einni milljón manna að bana. A þeim öldum, er svartidauði barst til Vesturlanda, vissi eng- inn, hvers konar pest þetta var. Enginn læknir gat unnið bug á þessari veiki og engin ráð voru til þess að forðast hana, nema þá helzt að flýja mannlegt samfélag i tæka tið. Lærdómsmenn þessa tima stóöu jafnráðþrota uppi og aðrir. Þeir höfðu ekki hugboð um, hvernig veikin kom upp, hvað olli henni eða hvernig spyrnt yröi gegn henni. Þó virðist sem fólk hafi gert sér grein fyrir þvi, aö hún var sóttnæm — barst frá manni til manns. Að sjálfsögðu á svartidauðinn sér langa sögu, og margt bendir til þess, að hann hafi verið farsótt á fyrstu og annarri öld eftir Krists burð og siðan aftur á elleftu öld. Stórfelldasta mannfall varð af völdum hans á meginlandi Evrópu um miðja fjórtándu öld, en seinna kom hann upp aftur, þótt ekki gerði hann þá jafnmik- inn usla og áður. Upp Ur miðri seytjándu öld var hann mjög mannskæður i Lundúnum og stakk sér viða niður næstu ár á eftir. Hann geisaöi einnig i Afriku, Tyrklandi, Póllandi, Ung- verjalandi, Austurriki og Þýzka- landi, þar sem hann var mjög mannskæður i mörgum borgum. Nýtt afbrigði: Yfirburðarottur, sem eitur vinnur ekki á ALKUNNA er, að sýklar geta orðiö ónæmir fyrir ýmsum efnum, sem sprautaö er I ltkama manna og dýra til langframa. Á sama hátt geta spendýr myndað varnir gegn þeim efnum, sem að staöaldri eru notuð i þvi skyni að Ut- rýma þeim. Þannig er þessu fariö um rottur. Komin er til sögunnar rottutegund, sem gagnslaust virðist aö eitra fyrir, og er enn aðgangs- hraustari en venjuleg rotta Þessar afburðarottur gerðu fyrst vart við sig i Wales. Þær eru likar öðrum rottum á að sjá, en þær hafa brynjað sig erfðafræöilega gegn þeim hættum, sem aö þeim hefur verið stefnt og maöurinn auk þess stefnt óviljandi gegn sjálfum sér. Þær standast allar tegundir rottueiturs, og þrifast meira aö segja ágæt- lega á eitruðum mat. Torvelt er að veiða þær i gildrur, og þær virðast ekki kippa sér upp við það, sem ætlað er til þess að hræða þær burt. Þetta rottuafbrigði er orðið til við stökkbreytingu, og það hefur erfðaeiginleika, sem önnur afbriði hafa ekki. Þessum rottum hefur fjölgað hlutfallslega við úrval, og I seinni tið hafa þær náö fótfestu hér og þar utan Wales. Þær hafa meira aö segja komizt i sjálft þinghúsið i Lundúnum. Notkun nýrra eiturtegunda myndi reynast tvieggjað sverð, þvi aö það myndi i hæsta lagi granda þeim rott- um, sem veilastar væru, og þar með hreinrækta þær, sem allt standa af sér. En þetta getur ekki aöeins gerzt meö rottur 1 Lundúnum hefur einnig oröið vart músa- afbrigðis, sem öölazt hefur sérstaka eiginleika viö stökk- breyting. Þessar mýs þola svo vel kulda, að þær geta lifað i frystigeymslum og eru loönari en gerist um aðrar mýs. 1 Brasiliu hafa komið fram býflugur, sem svipaða sögu er um að segja. Þetta býflugna- afbrigði, var upphafl. ræktað af bandariskum visinda- manni, dr. Kennedy, er ætlaði að koma upp býflugnastofni, sem þyldi loftslagið i frum- skógum landsins . og gæti varizt þeim óvinum, er þar var að mæta. 1 þess stað kom hann á flot skorkvikindi, sem oröin er hin mesta plága. Þessar býflugur leita stöðugt norður á bóginn, og sækja fram um þrju hundruð kiló- metra á ári. Þær ráöast á menn og skepnur, ýmist ein og ein eða i hópum. Kunnugt er, að bit þeirra hefur orðið tiu mönnum og fiölda dvra að bana. Þannig getur stund um tekizt til. mam

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.