Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 7
. Ásgeir Bjarnason, alþingismaöur, formaöur Búnaöarfélags tslands flytur ávarp, er kornturnarnir voru teknir i notkun áriö 1971. nema að nokkru leyti, af ýmsum, ófyrirsjáanlegum ástæðum en Framkvæmdasjóði tókst að leggja til fjármagn og Lands- banki tslands hljóp drengilega undir bagga, þegar hið fyrr- nefnda fjármagn hafði brugðizt. Sjálfvirkni og hraði Aðilar voru sammála um, að kornhlaðan þyrfti að vera eins sjálfvirk og frekast væri kostur og eins hagkvæm og unnt væri i rekstri. Verkfræðistofan Brown Bovery A/S i Kaupmannahöfn annaðist allar sérteikningar og aðalráðunautur um smiði korn- hlöðunnar var yfirverkfræðingur firmans A. Roesen. Teikningu af mannvirkinu gerði teiknistofa SIS, þ.e. byggingateikningu og út- litsteikningar, eftir að mann- virkið hafði mótazt af verkfræði- legum tilgangi. Hæð turnsins er 45,3 metrar og hann skiptist, sem hér greinir: 14. hólf sem rúma hvert um sig 280 tonn af korni. 8. hólf sem rúma hvert um sig 122 tonn af korni. 1. hólf sem rúmar um .........215 tonn af korni. Tankbifreið lestar laust korn fyrir fóöurverksmiöju. 1 framtíöinni veröur korninu blásiö i fóöurverk smiðjurnar. Alls rúma því geymarnir 5.118 tonn af korni. Þegar er hægt að stækka korn- geyminn með viðbyggingu á lóðinni, svo kornhlaðan rúmi um 12.000 tonn samtals. 1 stuttu máli gengur starfsemin þannig fyrir sig, að kornið kemur laust (bulk) i lestum skipanna. Siðan er það sogað upp úr lestun- um með sérstakri dælu I korn- hlöðunni. Afköstin eru um 100 tonn á klukkutimanum. Þetta eru mikil afköst miðað við sekkjað korn. Biðtimi, eða lestun og losunartimi skipanna styttist þvi að mun og það minnkar flutnings- kostnaðinn. Að innan er korngeymirinn hólfaður i mörg hólf. Efst i húsinu er vog, sem vigtar það, sem inn kemur. Siðan er kornið losað i tankbila, eftir að hafa fyrst farið á vigtina. Allri afgreiðslu er stjórnað úr stjórnklefa og er aðeins einn maður á vakt. i framtiðinni er gert ráð fyrir að korninu verði dælt i blöndunar- stöðvar við hlið kornhlöðunnar, en fyrirtækin munu flytja þá starfsemi þangað. SIS hefur lagt niður fóðurblöndu sina i Þorláks- höfn, og MR sina i Reykjavik og Fóðurblandan h/f mun hafa á sama hátt. Kornhlaðan kostaði um 65.000.000.00 kr. Kjarnfóður og gjaldeyrissparnaður tslenzkur landbúnaður notar mikið kjarnfóður. Arið 1972 nam innflutningur af korni 58.000 tonn- Kornhlaöan i Sundahöfn tekur rúmlega 5.118 lestir af korni, sem geymt er f 23 hólfum. Hér er veriö aö soga laust korn upp úr flutningaskipi. 100 lestum á klukkustund er hægt aö dæla, svo losun (og lestun) skipanna tekur styttri tima en áöur, þegar korn var flutt Ipokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.