Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 11
Sunnudagur 18. marz 1973. TÍMINN 11 Viö komuna tii Herzognaurach i Vestur-Þýzkalandi er þetta vega- skilti eitt þaö fyrsta, sem maöur sér. Þetta er lika eina samvinn- an, milii Daller bræöranna, sem eiga fyrirtækin, sem hægt er aö sjá í bænum. frægast iþróttafólk til að ganga i og jafnframt sýna aö það noti Adidasskó og ekkert annað, eða Puma skó og ekkert annað. í þeim tilfellum er ekkert sparað og ekkert gefið eftir. Sumir fá milljónir fyrir að ganga i skóm frá þeim A Olympiuleikunum i Mexikó 1968, er talið að mörg hundruð „áhugamenn og konur” i öllum iþróttagreinum, hafi tekið við peningum, jafnhliða því að taka við útbúnaði frá fyrirtækjum þeirra bræðra, að sjálfsögðu að gjöf. Vitað er með vissu um einn bandariskan frjálsiþróttamann, sem fékk 10 þúsund dollara i kaupbæti með skónum, sem hann keppti i — og sigraði i — en hann sá siðan til þess, að i sjónvarps- viðtölum og á myndatökum sæist vebhvað margar rendur væru á skónum, sem hann hefði keppt i. Þessi barátta þeirra bræðra gekk svo langt i Bandarikjunum einum, að Iþróttasamband áhugamanna, AAAU, tjáði Adidas og Puma, að ef annað fyrirtækið yrði uppvist að þvi að greiða bandariskum áhugamanni peninga fyrir að nota skó frá þvi, yrði það dæmt i 25 þús. dollara sekt. Hvorugt þeirra hefur borgað þessa sekt enn i dag — þrátt fyrir að grunur hafi læðzt að mönnum, að ekki væri allt á hreinu með það, þegar bandariska sund- stjarnan á siðustu Olympiu- leikum, Mark Spitz, kom fyrir augu milljóna sjónvarpsáhorf- enda veifandi einu pari af Adidas skóm, og greinilega hafi sézt, að hann vildi láta fólk sjá, að þeir væru með 3 röndum, þessir sem hann var með. Vestur-þýzkur blaðamaður taldi, að Spitz hefði fengið fyrir þetta a.m.k. 35 til 45 þúsund doll- ara, sem hefur verið nokkuð gott kaup fyrir að hampa einu skópari i nokkrar minútur. I Þýzkalandi er fræg sagan af þvi,þegar einn fimleikamaður, sem Rudolf hafði borgað u.þ.b. 10 þúsund isl. krónur á mánuði i „fæðispeninga”, vildi fá meiri peninga fyrir „mat” og að sýna Puma skó, og hótaði að skipta yfir til Adidas, ef hann fengi það ekki. Rudolf kærði manninn til Fimleikasambandsins, sem þegar tók málið fyrir, og dæmdi hann til að ganga i Puma skóm á meðan að hann væri i fimleikum, og að hann fengi ekki hærri „fæðispeninga”. Sérsamböndin og jafnvel heildarsamtök iþrótta- manna hafa nefnilega einnig verið keypt af þeim bræðrum. Þetta á jafnt viö fyrir austan tjald og vestan, enda hefur það komið mörgum á óvart, hve t.d. Rúss- arnir klæðast mikið skóm og búningum frá þessum tveim fyrirtækjum. Þrátt fyrir allar greiðslurnar hefur hagur beggja fyrirtækjann vaxið geysilega á undanförnum árum. Talið er, að Adidas framleiði um 75.000 pör af skóm á dag i 30 verksmiðjum, sem eru viðsvegar um heiminn, allt frá Noregi til Argentinu, og að Puma framleiði 45 þúsund pör á dag i 9 verksmiðjum, sem eru m.a. stað- settar i Ástraliu og Nigeriu. Aætlað er að velta beggja sé ekki undir 100 milljón dollara og að þar hafi Adidas heldur vinninginn, en útgjöldin séu þar lika öllu meiri. Sem dæmi um veldið á Adidas má geta 'þess, ab fyrir skömmu lét fyrirtækið reisa hótel i Herzogenaurach sem aðeins er ætlað fyrir iþróttafólk og aðra gesti fyrirtækisins. Kostaöi þetta hótel nær 2 milljón- ir dollara.... Puma hefur ekki svaraö þessari hótelbyggingu — a.m.k. ekki enn sem komið er. Bæjarbúar taka þátt i striðinu af engu minni áhuga Eins og gefur að skilja hafa bæjarbúar ekki farið varhluta af striðinu milli þeirra bræðra. Þar er keppnin ekki siður hörð en úti i hinum stóra viðskiptaheimi. Sem dæmi má nefna, að bæði knattspyrnuliðin i bænum eru eign Puma og Adidas.... annað er gert út á vegum Adidas og leikur þvi að sjálfsögðu i Adidas skóm, búningum og með auglýsingu að auki. Hitt er allt i Puma-klæðnaði, og þegar þau mætast, er ekkert smáræði um að vera. Bæjarbúar skiptasti tvo hópa hvað viðkemur fylgi við fyrir- tækin. Sagt er að um tiam hefði það veriðbannaðað gifta sig inn i fjölskyldu, sem vann hjá hinu fyrirtækinu og svona mætti lengi telja. Börnin i bænum taka þegar afstöðu með eða á móti, allt eftir þvi hjá hvoru fyrirtækinu fjöl- skyldufaðirinn starfar. Er harkan i þeim svo mikil að sem dæmi hefur það verið nefnt, að þegar drengur einn 10 ára gamall hafi fundið út, að einhver hafi tekið Puma skóna hans, þegar hann var að vaða i ánni,og látið Adidas skó i staðinn, hafi hann heldur gengið berfættur yfir 10 km leið heim til sín, en að fara í þá. Það er lfka sagt, að börnin, sem fæðist i Herzogenaurach, segi Adidas eða Puma — eftir þvi hvar foreldrar þeirri vinna — áður en þau geti sagt pabbi eða mamma. Það er þó trúlega eins og hver önnur sögusögn, eins og margt annað, sem hefur verið grafið upp og sagt i sambandi við þetta ein- stæða fjölskyldustrið. En þeir, sem telja sig þekkja bezt til málanna, segja, að þetta geti vel verið rétt — ekkert komi þeim á óvart, þegar þeir bræður, sem bráðum halda upp á 25 ára ,,óvináttuafmælið’,’ eigi i hlut. Þessir menn bæta gjarnan við, að þeir bræður séu ekki aðeins tveir af mestu kaupsýslumönnum heims, heldur og tveir af mestu þverhausum heims. Nú eru mennirnir báðir farnir að eldast en þrátt fyrir það hefur hvorugur þeirra áhuga á að sættast. Og þótt annar þeirra falli frá, mun striðið halda áfram, þvi að synir þeirra, sem nú hafa tekið við yfirstjórn fyrirtækjanna, munu halda uppi merkjum þeirra á alla lund,...þó fyrst og fremst gömlu óvináttunni, þvi að þeir tala heldur ekki saman frændurn- ir... nema þá i réttarsalnum, þar sem þeir nánast hrópa hvor á annan, eins og gömlu mennirnir feður þeirra hafa gert i nær 25 ár. (—klp— tók saman úr nokkrum erlendum greinum, nýjum og gömluin) (y Bílaperur — Fjölbreytt úrval m .Asymmetriskar” I framljósaperur Pulsuperur „Halogen” framljósaperur. Perur i mælaborðl o.fl. [ök*<*&*i:d'\ 1 iK!*yv&.esT<mcí1 „Duolux” *”jý framljósaperur | P«la perur Heildsala — Smásala ARMULA 7 - SIMI 84450 Vöruflutningar i lofti eru audveldasta leióin Flugfélagið býður beztu þjónustu í vöruflutningum innanlands og milli landa. Fé, tími og fyrirhöfn sparast, ef beitt er fullkomnustu flutningatækni nútímans. Sendið vöruna með Flugfélaginu: ódýrt, fljótt og fyrirhafnarlaust. FLUCFÉLAC ÍSLANDS ÞJÓNUSTA HRAÐI ÞÆGINDI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.