Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 23

Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 23
Sunnudagur 18. marz 1973. TÍMINN 23 Brottflutningur ríkisstofnana frá Stokkhólmi UM langt skeið hefur rikisstof nunum á Norðurlöndum nærfellt undantekningarl- verið hrúgað saman i höfuð- borgunum. Þetta hefur i seinni tið vakið megna óánægju og verið fært sérstaklega fram sem áberandi um þjóðfélags- legt ranglæti, að ivilna þannig einu svæði á kostnað heildarinnar. Þessi gagnrýni hefur verið svo hávær, að stjórnarvöld hafa ekki séð sér annað fært en skipuleggja dreifingu rikisstofnana, og er þetta einkum komið vel á veg i Sviþjóð. Rökin fyrir þessari dreifingu eru einkum tvenns konar. f fyrsta lagi eru skattar lagðir á alla landsmenn til þess að kosta rikis- stofnanirnar, og þess vegna er lika réttlátt, að starfslaunin og rekstrarkostnaðurinn dreifist lika um landið. í öðru lagi, og það er kannski enn þyngra á metunum, slitna stofnanirnar úr sambandi við það lif, sem lifað er viðs fjarri þeim, og þannig lita þær fyrst og fremst á þarfir og hagsmuni sins umhverfis. Þegar þessu er svo farið, að nær allar rikisstofnanir, eru á sama stað bera þeir lands- hlutar, sem engar likar stofnanir hafa innan sinna endimarka, skarðan hlut frá borði, þeir njóta ekki eölilegrar þjónustu og fyrir- greiöslu og gleymast hreinlega, eða sitja að minnsta kosti á hakanum. Annað stig fyrirhugaðrar dreifingar rikisstofnana er nú i aðsigi i Sviþjóð. Verða þá fjögur þúsund rikisstarfsmenn fluttir brott frá Stokkhólmi til annarra borga og bæjar viðs vegar um landið, allt sunnan frá Kalmar og norður i Lulel. Verða það fimm- tán stofnanir alls, sem eiga að flytjast á ellefu staði. Þar á meðal verður vegamálastjórnin og um- ferðarráðið með sjö hundruð starfsmenn flutt til Borlange eða Falun, flugmálastjórnin með hundrað manna starfslið til Luleá og sýklarannsóknarstofa rikis til Umel með fjögur hundruð starfs- menn. Þessu er mjög fagnað úti á landi, þótt sums staðar hafi kom- ið upp um það togstreita, hvaða bæir skuli hljóta happið. En að sama skapi er sumum þeim, sem unnið hafa við þessar stofnanir, nauðugt að flytjast i nýtt um- hverfi i allt öðrum landshluta, og munu jafnvel stundum mikil mannaskipti hljótast af flutning- unum. Einkum er þó kurr i yfir- mönnurn sumra þeirra, og dæmi eru þess lika, að stjórnmála- menn, sem eiga fylgi sitt i Stokk- hólmi, hafa reynt að vekja þar W//M/////F ÉÉ É iiiíi ólgu og telja fólki trú, að fjand- En þess eru lika dæmi, að þorri annars til, að margar stofnanir skapur við Stokkhólm stjórni starfsfólks fagni fyrirhuguðum munu fá ný og betri húsakynni þessum ákvörðunum. breytingum, og kemur þar meðal eftir flutninginn. ÍSLAND n t ,Viv*M iét l>Si iinavt /•!.»:»( í J*$ PmUi kii V-ninWH i lix-iU-ú: HUFUDSTADSBLADET f Helsinki er útbreiddasta dagblaöiö þar i borg, sem gefiö er út á sænsku. Þetta blaö brá skjótt viö eftir eldgosiö I Vestmannaeyjum. og hóf fjársöfnun til kaupa á einu eöa fleiri húsum handa Vestmannaeyingum, er misst hafa hús sín i náttúruhamförunum. Eftir sföustu fregnum aö dæma þá er blaöiö langt komiö meö aö safna fyrir þrem húsum. Eru hús þessi af sérstakri gerö, eiga að vera mjög vönduö og vel hönnuö. Hufudstadsbladet hefur eytt miklu rúmi f biaöi sinu undir Heima- eyjargosiö, og auk þess hefur þaö gefiö út „piakat” meö korti af tsiandi, og minnir þetta „piakat” ekki aðeins á eidgosið I Vestmannaeyjum, heldur er landið innrammaö meö fiskibátum, og leiðir þvi huga þess, sem á þaö horfir, ósjálfrátt aö mesta baráttumáli tslendinga: Utfærslu fiskveiöilögsögunnar. Landið sjálft er blátt og grænt meö hvitum jöklunum og eldspúandi eldfjalli fyrir sunnan land. Sá, sem teiknaöi kortið, heitir Erik Bruun. Prestkosningar í Dómkirkjusöfnuðinum fara fram i dag. Kosið verður i Menntaskólanum við Tjörnina (Miðbæjarskólanum) kl. 10-22. Skrifstofa stuðningsmanna séra Þóris Stephensen er í Hafnarstræti 19, II. hæð Upplýsingar og bílasímar 23377 - 24392 - 11645 - 11646 Stuðningsfólk — vinsamlega hafið samband við skrifstofuna. STUÐNINGSMENN. Létt bygging Léttbygging MFdráttarvélannaeykurgildi þeirra MF Massey Ferguson -hinsígildadnáttarvél SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK- SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.