Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Sunnudagur 18. marz 1973.
EKKI nokkur maður i
gömlu borginni Herzog-
naurach i Vestur-Þýzka-
landi getur sagt með
vissu, hvenær striðið
innan virðulegustu og
rikustu fjölskyldu borg-
arinnar hófst. Sumir
segja, að það hafi hafizt
skömmu eftir seinni
heimsstyrjöldina, þegar
einn úr Dassler fjölskyld
unni var settur i fangelsi
en annar ekki. Aðrir
segja, að þetta hafi allt
byrjað með þvi, að yngri
bróðirinn hafi óvart
skyrpt á eina af þessum
gömlu og finu frænkum
sinum, og hafi hann ver-
ið rekinn á dyr fyrir það.
En hver svo sem ástæð-
an er, þá er það eitt vist,
að Rudolf Dassler og
bróðir hans, Adolf
Dassler, hafa ekki skipzt
á orði — nema þá i rétt-
arsalnum — siðan þann
1. april 1958, þegar
Rudolf gekk úr út fjöl-
skyldufyrirtækinu, ADI-
DAS, og stofnaði sitt eig-
ið, sem ekki er minna
frægt i hinum stóra og
harða viðskiptaheimi,
eða fyrirtækið PUMA.
Þaö er litill munur á framleiðsl-
unni hjá þeim bræörum. Eitt af
þvi fáa eru rendurnar utan á
skónum. Adidas hefur þrjár
rendur en Puma eina bogna rönd.
En stríðið milli þeirra bræðra er
mikið og hart, og þar sparkar
hvor i annan eins og hann getur.
Börnin í þorpinu eru
sögð segja Adidas eða
Puma áður en þaugeta
sagt pabbi eða mamma
betta strið milli Dassler bræðr-
anna er talið af þeim, sem bezt
þekkja til i viðskiptaheiminum,
eitt það harðasta og jafnframt
ófyrirleitnasta, sem um getur á
þeim vettvangi — og er þó ekki
allt kallaður mömmuleikur þar.
öðru megin við ána Aurach,
sem rennur i gegnum bæinn,
hefur Adolf byggt upp fyrirtækið
Adidas, sem er það stærsta i
heiminum i framleiðslu á iþrótta-
skóm og fatnaöi.en hinum megin
viö ána hefur Rudolf byggt upp
sitt fyrirtæki, Puma, sem er
annaö stærsta i heiminum I fram-
leiðslu á iþróttaskóm.
Talast ekki við
nema
i réttarsalnum
Samtals selja þeir bræður yfir
80% af þeim iþróttaskófatnaði,
sem seldur er i Þýzkalandi og yfir
60% af þeim, sem seldur er um
allan heim. Margir af frægustu
iþróttamönnum heims nota skó
frá Adidas, sem allir hafa þrjár
rendur á hliðunum. Má þar t.d.
nefna Muhammed Ali, og landslið
Vestur-Þýzkalands og Sovétrikj-
anna i knattspyrnu, auk annarra
þekktra iþróttamanna og liða.
Puma getur aftur á móti státað
sig af þvi, að meðal þeirra
iþróttamanna sem nota Puma
skó, þessir meö einu bognu rönd-
inni á hliðunum, séu knatt-
spyrnustjörnurnar Pele og
Eusebio, auk landsliðs Brasiliu i
körfuknattleik og margra af
beztu handknattleiks og körfu-
knattleiksliðum heimsins.
1 þessari miklu baráttu sinni
við að klæða fræga jafnt sem
óþekkta iþróttamenn og konur i
skó frá sér, hafa þeir bræður i
frammi hinu mestu klæki.
Þeir, eða menn frá þeim —
njósna um allt það nýjasta, sem
hinn er að koma með, og það er
ekki óalgengt, að annar stefni
hinum fyrir rétt, þar sem hann
ber upp á hann að hafa stolið
teikningum eða ööru frá sér. Það
er aðeins I þau skipti, sem þeir
bræöur talast við, eða réttara
sagt kallast á. Enda teljast slikir
viðburðir með beztu skemmtun-
um i bænum, og getur gamli rétt-
arsalurinn þá aldrei tekið á móti
öllum áheyrendunum, sem allir
vilja fá að upplifa það að sjá þá
bræöur rifast eins og smástráka.
Þegar þeir aftur á móti fara i
málaferli við önnur fyrirtæki,
láta þeir ekki sjá sig, heldur
senda einhverja af lögfræðingum
sinum til að deila við mótherjann.
Undirbjóða hvorn
annan
eins
og mögulegt er
Hvað eftir annað hefur annar
bróðirinn reynt að koma hinum á
Lækkið kostnaðinn
Drýgið og bætið kaffið með
Ludvig David
kaffibæti.
hné með þvi að selja sina vöru á
lægra verði. Hefur þetta stundum
gengiö svo langt, að ráðgjafar
þeirra verða að taka i taumana
en þaö nægir stundum ekki. Þeir
bræður eru nefnilega jafn þrjózk-
ir og þeir eru skapmiklir.
önnur fyrirtæki, sem verzla
með iþróttaskófatnað, hafa hvert
af öðru þurft að hætta
framleiðslu, vegna þess að þau
hafa ekki getað keppt við þá
bræður á hinum almenna
markaði. Segja þau, að þeir
undirbjóði svo hvorn annan að ef
þeir ættu að selja á þessu veröi,
væri það undir framleiðsluverði'
Þó eru alltaf nokkur fyrirtæki,
sem skjóta upp kollinum og
önnur, sem halda áfram á klóra i
bakkann, en þau geta ekki keppt
við fyrirtæki þeirra bræöra —
a.m.k. ekki á meðan að annar
þeirra er á lifi.
Ein hliðin á þessu sérkennilega
striði, og jafnframt sú, sem einna
mest gaman er að fylgjast með,
er barátta þeirra bræðra I sam-
bandi við auglýsingar. I þvi til-
felli eru það ekki þær, sem koma i
blöðunum af öllum stærðum og
gerðum — sjaldan þó frá þeim
báðum i sama blaðinu, nema þá
ef önnur er mun stærri og iburð-
armeiri en hin —heldur i sam-
bandi við baráttuna um að fá sem