Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 8
 -t <*43». 'J Frá Korngarfti. Flutningaskip fyrir framan kornhlöftuna um. Þar af fór gegnum korn- hlöðuna um 22.000 tonn. I blandað kjarnfóður eru eftirgreindar tegundir algengastar hér: Mais heill. Rúgur Valsað bygg Valsaðir hafrar Soyja-mjöl fiskimjöl (yfirleitt 20%) loðnumjöl og sildarmjöl. grasmjöl, og kalk . Þaö sést af upptalningunni, að sum fóðurefnin eru innlend. Fiskimjöl loðnumjöl og síldar- mjöl, ásamt grasmjöli og kalki. Þessvegna er innlend fóðurgerð svo mikilsverð Gera má ráð fyrir að korn- hlaðan afkasti um 30.000 tonnum á ári, eða að gegnum hana fari það magn. Avinningur af korn- hlffðu er margvislegur. Hreinn spamaður er i flutningi og erlendkr kostnaður lækkar veru- lega, þagar innlent vinnuafl er notað við fóðurgerðina. Áður en kornhlaðan kom til sögunnar kostaöi flutriípgur á lausu korni 16 dollara smálestin, en laust korn er nú flutt fyrtr 11 dollara. Þá sparast einnig if,m 20 dollarar á lestina, þvi «ð lausakornið er fyrirferðarminna i flutningi en sekkjað. Það kostar t.d. 20 dollara að sekkja kornið i USA og við get- um sagt, að hver smálest kosti um 34 dollurum minna með þess- um hætti. Þarna er stórfelldur gjaldeyrissparnaður. Það kostar lika minna að blanda korn og sekkja hér heima en erlendis (USA), og stefnan hlýtur þvi að vera sú, að nýta islenzk hráefni til fóðurgerðar og islenzkan vinnu- kraft við fóðurgerðina, svo gjald- eyrisnotkun sé rpinni vegna land- búnaðarins og búvörufram- leiðslunnar. Innflutningur á fóðurvörum hefur farið vaxandi ár frá ári. Það borgar sig að gefa gripunum kjarnfóður. Það nást ekki t.d. „full afnot” af mjólkurkúm án fóðurbætis. Verðþróun erlendis og verðþróunin innanlands ræður auðvitað miklu um samkeppnis- aðstöðu fóðurgerðanna og land- búnaðarins i heild. Verð á fiski- mjöli er til dæmis mjög hátt núna, og magnið sem landbúnaðurinn þarfnast frá ári til árs er nokkuð misjafn. K]arnfóðurnotkun á íslandi Kjarnfóðurnotkun byrjar á Islandi fyrir hálfri öld um árið 1920. Þá voru flutt inn 59 tonn af kjarnfóðri Arið 1929 nam inn- flutningur þessi um 2000 tonnum. Arið 1934 nam innflutningur þessi um 5500 tonnum. Þá er farið að nota sildar og karfamjöl og nam sú notkun 2000 tonnum árið 1936. Eftir 1950 eru innflutningstölur, sem hér greinir. 1951 11.443 tonn 1952 14.425 tonn 1953 14.056 tonn 1954 12.526 tonn 1955 19.840 tonn 1956 24.075 tonn 1957 16.924 tonn 1958 16.157 tonn 1959 17.405 tonn 1960 18.650 tonn 1961 22.635 tonn 1962 28.436 tonn 1963 30.903 tonn 1964 32.733 tonn 1965 35.000 tonn 1967 51.804 tonn 1968 57.812 tonn 1969 55.065 tonn 1970 70.948 tonn (kalárið) 1971 59.903 tonn 1972 58.134 tonn Kjarnfóður var flutt til landsins fyrir um það bil 800 milljónir króna á siðasta ári. Gifurleg verðhækkun hefur orðið á korni. Nixon hefur komið á kornsölu til Kina og Sovétrikjanna. Mikill uppskerubrestur er orðið viða i heiminum og allt hækkar þetta verðið. Verð á innlendu mjöli hefur lika tvöfaldazt, en það er auðvitað takmarkað hvað hægt er að gefa af þvi. Verð á mais hefur til dæmis hækkað úr 50 dollurum smálestin i 90 dollara. Þetta hefur mikil áhrif á tilkostnaðinn og þá um leið afurðaverðið., og hag- kvæmni i rekstri fóðurgerðar innanlands er þvi þýðingarmikil fyrir verðþróun i landbúnaði. Dreifing k)arnfóðurs Kornhlaðan i Sundahöfn þjónar svæðinu frá Skaftafelli norður i Skagafjörð, Kjarnfóðurnotkun er auðvitað mikil i öðrum landshlut- um, en þar kemur Kornhlaðan i Sunahöfn ekki mikið við sögu. Kornmiðstöðvar eru i undir- búningi á Akureyri og Austfjörð- um og nokkrar minni blöndunar- stöðvar eru á Norðurlandi. Kornhlaðan, eða þeir sem að henni standa hafa um 85% af sölunni á kjarnfóðri hér á landi. Sala í fullunnum fóðurvörum, sem fluttar hafa verið inn frá Danmörku, nemur um 9000 lest- um. Óvissa er þó nokkur um verð i Danmöku, eftir að Danir hafa gengið i EBE. Sala á fóðurbæti er háð hey-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.