Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 18. marz 1973. í SUNDAHÖFN er korngarður og þar stendur stærsta fóður- hús á íslandi, Korn- hlaðan, en svo nefnist steinbygging, sem teygir sig um 50 metra upp yfir yfirborð sjávarins. Ytra er fóður- hiús þetta tilkomumikið, og með fáorðum svip, en innra er það i rauninni flókin rafstýrð vél og mannshöndin leikur um stjórnborð og hundruð tonna hreyfast til með ótrúlegum hraða. Stjórn Kornhlööunnar h/f fyrir framan kornturnana. Þeir eru, talið frá vinstri: Hjalti Pálsson fram- kvæmdastjóri, en hann er ritari, Leifur Guðmundsson forstjóri Mjólkurfélags Reykjavfkur, en hann er formaður og Hjörleifur Jónsson framkvæmdastj. Fóðurblöndunnar h/f, en hann er gjaldkeri. Korn- hlaðan hefur ekki neinn forstjóra og enga skrifstofu. Stjórnarmenn annast þau mál sjálfir og mun fátftt hér á iandi, að ekki sé sérstök skrifstofa með tilheyrandi kostnaði, þegar um stórfyrirtæki er að ræða. Stofnendur voru Fóðurblandan h/f. SIS. og Mjólkurfélag Reykja- víkur, og átti hver aðili um sig 1/3 hlutafjárins, en þetta voru aðal-fóðurframleiðendurnir á svæðinu, sem nær austan frá Skeiðarársandi og norður i Skagafjörð. Lóð var fengin i Sundahöfn, en sá staður var að dómi sér- fræðinga heppilegur fyrir korn- hlöðuna. Hafnarstjórn og borgar- stjórn Reykjavikur sýndu þessu máli mikinn skilning og góða fyrirgreiðslu. Fékk hlutafélagið lóð undir núverandi korn- geymslu, og fóðurfram- leiðendurnir þeir þrir aðilar sem að kornhlöðunni stóðu, fengu lóðir undir fóðurblöndunarhús, og korngeyma og ennfremur var lóð úthlutað fyrir stækkun á korn- hlöðu. Gert var ráð fyrir að fram- kvæmdirnar yrðu fjármagnaðar af vörukaupaláni Bandarikja- stjórnar, en af þvi varð þó ekki KORNHLAÐAN HF. Timinn kynnir i þessu blaði starfsemi Kornhlöðunnar h/f, er rekur fóðurhúsið mikla á Korn- garði i Sundahöfn. Hitti blaðið þriggja manna stjórn félagsins að máli, en stjórnina skipa eftir- taldir menn: Formaður, Leifur Guðmundsson frá Mjólkurfélagi Reykjavikur. ritari, Hjalti Pálsson frá Sam. isi. samvinnu- félaga og gjaldkeri, Hjörleifur Jónsson frá Fóðurblöndunni h/f, en eins og ofangreint ber með sér, eru þetta fulltrúar stærstu fóður- framleiðenda og fóðurseljanda hér innanlands. Sagðist þeim frá i samtali við Timann á þessa leið: Sameinuðust um Kornhlöðu Tildrög að stofnun Korn- hlöðunnar h/f eru þau, að áhugi var vaknaður á þvi að flytja inn laust korn til framleiðslu á kjarn- fóðri. Fram til þess tima hafði fóður i sekkjum verið flutt til landsins á niðurgreiddum farm- gjöldum, vegna efnahagsað- gerða, svo það borgaði sig varla að leggja út i fjárfrekar fram- kvæmdir, til að flytja laust korn. Fyrirtækin þrjú, höfðu búið að skipulagi, er hægt var að aðlaga lausu korni, og þau höfðu hvert i sinu lagi gert áætlanir um mann- virki fyrir lausakorn, látið gera teikningar, er kom fram vilji frá opinberum aðilum, að reynt yrði að sameina fóðurframleiðendur um gerð hafnarmannvirkis til að taka við lausaförmum af korni. Varð það til þess, að 6. september 1969, var Kornhlaðan h/f. stofnuð. Verið er að skipa upp lausu kjarnfóðri með kornkrana úr einu af islenzku flutningaskipunum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.