Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 26

Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 26
DEREK DOUGAN, hinn snjalli sóknarleikmaður Wolverhamp- ton Wanderers, á merkilegan knattspyrnuferil að baki. Dougan er íri fæddur I Belfast. Hann byrjaði sinn knattspyrnuferill hjá írsku félagi Distillery og lék þá sem miöframvörður. Hann sagði, að ef hann fengi að vera i skyrtunr. 5 þá mundi hann verða miklu betri en Billy Wright, sem lek 105 landsleiki fyrir England. Dougan fékk einn B-landsleik fyrir N-lrland og lék hann þá miðframvörð og var í skyrtu nr. 5. Hann þótti svo lélegur i leiknum, að áhugamenn um knattspyrnu sögðu, að það væri VÖRÐUR — Dougan heldur þvíenn fram að það sé sín rétta staða og segir að peysa nr. 5 sé hans peysa litil knattspyrnugáfa að láta svona trúða leika i vörn. Dougan fékk ekki lengi að leika sem mið- framvörður, hann var settur i framlinuna hjá Portsmouth, þegar hann byrjaði að leika með liðinu, aðeins 17 ára gamall 1957. Þó að hann hafi ekki byrjað vel sem miðframvörður, er hann enn á þvi, að hann sé beztur i þeirri stöðu. í Portsmouth-liðinu vakti Dougan geysilega athygli, þegar hann lét vaxa á sig gifurlegt yfir- varaskegg. Frá Portsmouth lá leið hans til Blackpool árið 1959. Þar lét hann krúnuraka sig og vakti aftur mikla athygli. 1960 vakti það undrun manna, að Dougan heimtaði sölu nokkrum timum, áður en Blackpool lék til úrslita i bikarkeppnipni á Wembley gegn Wolves. Arið 1961 var Dugan byrjaður að leika með Aston Villa, 1963 var hann kominn til Peterborough og þá kom hann liöinu I fjögurra liða úrslit i bikarkeppninni. Skoraði stórkostlegt mark gegn Arsenal i átta-liða úrslitunum, sem kom Peterborough áfram. Arið 1965 keypti Matt Gillies, þáverandi framkvæmdastjóri Leicester, Dougan á 21 þús. pund frá Peter- borough. Dougan var þá 25 ára. Flestir töldu að Gillies væri aö verða vitlaus, þegar hann keypti hann. En Gillies vissi að hann vantaði leikmann i framlinuna með sjálfstraust og hæfileika til að skora mörk. Þegar Gillies seldi Dougan til Wolves 1967 á 45 þús. pund, þá var deilt hart á hann, en hann sagði, að upp- hæðin, sem hann fékk fyrir Dougan, hafi verið svo freistandi. DEREK DOUGAN er ekki talinn mikill stórleikjaspilari. Eitt sinn lék hann mjög þýðingar- mikinn leik i Albaniu með N-- Irlandi í HM-keppni. Þá þótti hann lélegast leikmaðurinn á vellinum. Einnig var þetta þannig árið 1960 þegar hann lék með Blackpool á Wembley i bik- arnum. Dougan er mikill baráttumaður og það hafa komið furðulegustu hlutir fyrir hann á leikvelli. Eitt sinn svekkti hann Cliff Jones, leikmann hjá Totten- ham, svo mikið á White Hart Lane, að meðspilurum hans of- bauð og hann var settur i keppnisbann af félagi sinu. Þá lenti hann eitt sinn i geysilegum slagsmálum viö Bobby Moore i landsleik i Belfast. Það var árið 1966 i október, þegar N-írar ætluðu sér að vinna heims- meistarana. -SOS ÞOTTI EKKI GÓÐUR AAIÐFRAAA- Þykir gaman að gefa áhorf- endum eitthvað sem þeir geta tekið þátt í LITRÍ KASTA persóna ensku knattspyrnunnar síð- asta áratuginn er DEREK DOUGAN. Hann er knatt- spyrnusýningamaður, fé- lagsráðgjafi, formaður sambands atvinnuknatt- spyrnumanna, rithöfundur, sjónvarpsstjarna, áhuga- heimsspekingur og at- vinnumaður í knattspyrnu. Þetta er nokkur af þeim mörgu áhugamálum, sem þessi stóri maður hefur. Það eru margir sem halda því fram, að hinn skap- bráði Derek Dpugan, for- maður sambands atvinnu- knattspyrnumanna á Bret- landseyjum, sé ekkert ann- að en réttur og sléttur irsk- ur byltingarseggur, sem vilji kerfið feigt. Þessar skoðanir hafa eitthvað tilsins máls. Derek Dougan hefur á knattspyrnuferli sinum, skemmt aðdáendum sinum, látið þá reiðast og oft farið i taugarnar á þeim, með trúðslátum á leik- velli og utan hans. En fáir menn munu þó neita þvi, að Dougan, eða ,,Doog", eins og hann er kall- aður, þessi slánalegi nautnasegg- ur, hefur haft mikil áhrif á knatt- spyrnuna i Englandi. Hann hefur mótað hana með getu sinni og hæfileikum. Einnig hefur hann borið af, þegar hann leikur, og gert knattspyrnuna skemmti- legri. Hann hefur alltaf leikið fyrir áhorfendur, siðan hann byrjaði að leika 17 ára með Portsmouth. Margir halda þvi fram að hann leiki enn fyrir áhorfendur. Hann er vanur að valhoppa um allan völl og gefa — trúðurinn Derek Dougan, heldur því fram, að það sé rétt að sýna áhorfendum tilfinningar sínar á leikvelli fingurkossa til áhorfenda, öskra til þeirra upp i stúku, láta öllum illum látum og hefur jafnvel gert grín að mótherjum sinum. Dougan játar þessu, en segir: ,,Það er eins mikil sálræn áreynzla fyrir mig að leika knatt- spyrnu, eins og fyrir áhorfendur að horfa á hana leikna. Ég tek þátt i spennunni, vonbrigðunum og ánægjunni, með þeim. Þegar þeir öskra upp i stúku, þá öskra ég jafnvel enn hærra út á velli. Knattspyrnan þarnast ein- staklinga eins og min. Ég hef allt- af haldið þvi fram, að það væri rétt að sýna tilfinningar sinar á leikvelli, eins og áhorfendur gera upp i stúku. Þá þykir mér gaman að sýna áhorfendum eitthvað, sem þeir geta tekið þátt i”. Ef Dougan hefur reynt að afla sér vinsæida á siðustu árum, með trúðslátum, sportbilum og fibla- legum klæðnaði, þá er það vegna þess, að hann er fyrst og fremst einstaklingur, sem flýtur ekki þögull með tizkustraumnum. „Auðvitað hef ég hneykslað fólkið og verið álitinn byltinga- sinni”, segir Dougan, ,,en þökk sé Guði, að ég er alltaf frumlegur. Ég var fyrsti knattspyrnumaðúr- inn, sem keypti sér Jagúar-sport-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.