Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 18. marz 1973, JÓN BJÖRNSSON bóndi og tón- skáld á HafsteinsstöAum átti 70 ára afmæli 23. febr. s.l. Enginn, sem leiöir Jón augum, gerir sér i hugarlund, að hann hafi nú fyllt sjöunda áratuginn. Útlit, hreyf- ingar, eldlegur áhugi, dugnaöur og viöhorf minna á allt annaö æviskeiö. Sé hins vegar litiö yfir lifsstarf Jóns, veröur annaö uppi á teningnum. Jón veröur tvi- mælalaust aö teljast I hópi góö- bænda f Skagafiröi, hvaö dugnaö og alla hagkvæmni snertir. Þá hefur hann veriö söngstjóri um áratugi og þar aö auki afkasta- mikiö tónskáld. Siöastnefndi þátt- urinn á þó vonandi eftir aö koma betur I ljós og veröa fleiri kunnugur meö útgáfu á verkum hans. Mér er ekki grunlaust um, aö dugnaður Jóns viö búskapinn hafi aö einhverju leyti staöiö I sambandi viö sköpunargáfuna. Aö því fyrr sem brauöstriti dags- ins lyki, þeim mun rýmri tlmi gæfist til tónsmiöanna. Það leikur ekki á tveim tung- um, aö Jón Björnsson hefur fariö meö mikið forustu-hlutverk i söngstarfi Skagafjaröar. En söngurinn hefur verið rikur þátt- ur i félags- og menningarlifi þess héraös, eins og raunar viöa ann- ars staðar um hinar dreifðu byggðir. Þess vegna verður starf manna eins og Jóns aldrei ofmet- iðeða fullþakkað. Jón Björnsson getur litið meö stolti yfir farinn veg. Hann hefur gert meira fyrir samfélag sitt hér heima fyrir en það fyrir hann. Og út af fyrir sig er ekki svo litil hamingja falin i þvi. Persónulega vil ég þakka Jóni fyrir margar yndisstundir, er ég hefi notið á tónleikum, sem hann hefur stjórnað. Einnig óska ég honum til hamingju með tima- mótin. En umfram allt vil ég vona, að honum megi auðnast að lifa sem flesta starfsdaga, heill og glaður til að sinna sinum hugðar- efnum og okkar allra sem unnum góðri tónlist. Ég v-il svo að lokum minna Ot- hlutunarnefnd listamannalauna á, að Jón mun að margra dómi verðugur þeirrar viöurkenningar og styrks, er hún hefur á valdi sinu að veita. Og er raunar undarlegt, að sú viöurkenning skuli ekki fyrir löngu komin úr þeim stað. — Hvarog hvenær ertu fæddur, Jón? — Ég er fæddur að Glaumbæ i Seyluhreppi 23. febr. 1903. For- eldrar minir voru hjónin Björn Lárus Jónsson (siðar hreppstjóri) Björnssonar bónda á Ogmundar- stöðum i Staðarhreppi og konu hans Kristinar Steinsdóttur frá Stóru-Gröf. Móðir min var Stein- vör Véfreyja Sigurjónsdóttir, Bergvinssonar og konu hans Júli- önu Margrétar Jónsdóttur Sigfús sonar rika að Sörlastöðum i Fnjóskadal. Sigurjón afi minn bjó nokkur ár að Sörlastöðum, eða frá 1876—1889. Hann missti konu sina 1885. Flutti 1889 að Flata- tungu á Kjálka. Að Glæsibæ i Staðarhreppi fluttist hann 1892, bjó þar i þrjú ár. Fluttist með seinni konu sinni, önnu Þorkels- dóttur frá Flatatungu til Vestur- heims árið 1900. Sigurjón var Þingeyingur frá Halldórsstöðum i Bárðardal. Þú sérð á þessu, að ég er Þingeyingur i móðurætt. For- eldrar minir fluttust svo að Stóru-Seylu 1904 og þar ólst ég upp við öll venjuleg sveitastörf. Um skólagöngu eftir fermingu var ekki að tala á þeim árum nema litinn tima sem ég dvaldi á Sauðárkróki. Heima var mikið að gera. Það var stórbú á Seylu á þeim árum, (á árunum milli 1914—1920). Ég var mjög hneigð- ur fyrir sauðfé og hefi veriö það alla tið. — Og áhugi þinn fyrir söng- málum, hvenær vaknaði hann? — Tónlistaráhugi, ja, það var ekki um neitt að ræða viðvikjandi tónlistá minum barnsárum. Móð- ir min hafði tónlistaráhuga en ég naut hennar svo stutt. Hún lá á sjúkrahúsum og lézt úr berklum þegar *g vrr aðeins 8 ára. Og þar missti ég mikið. Ég hef aldrei beðið þess bætur. Hún var mér mjög góð móðir. Þaö er vissulega mikið áfall fyrir börn að missa móður sína ung. Ekki sizt ef þau eru viðkvæm og tilfinninganæm, eins og ég hef verið um ævina. Það er rétt að þetta komi hér fram, vegna þess að ég hef unnið við mjög sálrænt starf, tónlistina, sem ég hef fórnað verulegum hluta af lffi minu. — Fyrsta hljóðfærið? — Fyrsta hljóðfærið segirðu. Jú, ég eignaðist fyrst harmoniku 6 ára gamall, svo aðra og þriðju harmonikuna rúmlega fermdur. Svo fór ég að sjálfsögðu að spila á böllum, bæði á Sæluviku Skag- firðinga og viðs vegar um héraðið i nokkur ár og fjölyrði ekki um það frekar. — Var ekki erfitt að hugsa sér mikinn hlut i tónlistarmálum á þeim árum? — Mér datt I rauninni ekki i hug á þessum unglingsárum neitt tónlistarstarf að öðru leyti en þvi, að það flögraði að mér að læra að spila á orgel, fyrst og fremst til að geta spilað i Glaum- bæjarkirkju. Þar vantaði organ- ista. En um þetta leyti er hinn kunni Bændakór Skagfirðinga stofnaður og þar má segja að hafi verið rudd brautin I tónlistarmál- um Skagafjarðar. — Svo varstu við nám á Akur- eyri? — Já, ég fór til Akureyrar snemma vetrar 1921 I tónlistar- nám. Aðal-kennarar minir þar voru hinn kunni söngkennari Sigurgeir Jónsson, — hjá honum læröi ég fyrst og fremst á orgel og tónfræði. Svo var ég fljótlega i söngtimum hjá séra Geir Sæ- mundssyni, siðar vigslubiskupi. Þetta voru frábærir kennarar hver á sinu sviði. En eins og allir vita, þá er söngnám langt og strangt. Hjá mér var þó aldrei ætlunin að leggja fyrir mig söng til frambúðar. En ég var þó í tim- um hjá séra Geir i tvo vetur, mér til mikillar ánægju og gagns. Hins vegar lagði ég mikla áherzlu á orgelspilið og stundaði það af kappi I tvo og hálfan vetur. Fékk þar fastmótaða undirstöðu i fingrasetningu, sem er að sjálf- sögðu undirstaða undir alla spila- mennsku þ.e.a.s. bundið spil (Legató). Ég á þessum elskulegu mönnum mikið að þakka. Við þessa þekkingu hef ég svo reynt aö bæta með lestri bóka. Svo er maður alltaf að læra, þótt maður sé að kenna öðrum. A þessum Akureyrarárum kynntist ég minni elskulegu konu, Sigriði Trjámannsdóttur, sauma- konu. Ég vil geta þess, að hún er ein af þessum kærleiksriku kon- um, sem ávallt eru tilbúnar að fórna sér fyrir aðra. Sigriður var mikið gefin fyrir söng og tónlist og hafði sjálf ágæta alt-rödd og söng lengi i kirkjukór. — Var ekki mikið sungið á Akureyri i þá daga? — Það var töluvert sungið á Akureyri þá. Geysir var þá ný- stofnaður og æfði af krafti. Allur kórsöngur hafði mjög sterk áhrif á mig I þá daga. Ég söng með Geysi, fyrsta tenór, veturinn 1924—1925 og það kom i minn hlut að æfa fyrsta tenórinn. Ég fór með kórnum i söngför til Húsa- vikur og Siglufjarðar um vorið. Þennan vetur var ég i ýmsum smákórum, sem æfðu fyrir árshá- tiðir. Einnig æfði ég litinn kvennakór: Það var að sjálfsögðu fyrsti kórinn sem ég æfði. Ég á nokkra kunningja á Akureyri, sem sungu með þennan vetur, eins og t.d. Hermann Stefánsson kennara o.fl. — Hvað er þér sérstaklega minnisstætt frá dvöl þinni á Akur- eyri? — Það er margt og ekki hægt að rekja það hér. Eitt vil ég þó nefna. Það var fyrri veturinn RÆTT VIÐ JÓN BJC Ilafsteinsstaðir FISKURINN FAGRI OG DÝRMÆTI ENSKI rithöfundurinn og nátt- úruskoöarinn Izaak Walton, sem uppi var á seytjándu öld, viröist fyrstur manna, svo aö kunnugt sé, hafa látiö sér skiljast, að lax- inn kemur til baka úr sjónum I þá á, þar sem hann ólst upp. Nú á timum vita allir, að hann hafði rétt fyrir sér. Sú vitneskja á sér þó ekki ýkjalanga sögu. Flest, sem menn vita um laxinn og lifn- aðarhætti hans, hefur komið fram I dagsljósið við rannsóknir, er gerðar hafa verið nú allra siðustu áratugi. Aður vissu menn eigin- lega ekki annað en það, aö klakiö fór fram i fersku vatni og seiðin gengu I sjóinn, er þau höföu náð hæfilegum þroska. Þaö var ekki fyrr en tekið var að merkja laxa- seiði, að menn komust að óyggj- andi raun um það, að laxinn gekk aftur til hrygningar I sömu ána og ] hann hafði átt heima hið fyrsta skeið ævi sinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.