Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 31

Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 31
Sunnudagur 18. marz 1973. TÍMINN 31 fyrsta og öðrum bekk, segir um þetta atriði. „Ef ég tryði öllu, sem börnin segja mér um það, sem gerist heima hjá þeim, myndi ég missa trúna á manneskjuna minnst fimm sinnum á dag. En reynslan hefur kennt mér, að það er að mestu leyti heilaspuni” Eðlileg „drápsfýsn” Það er mjög algengt, og verður að teljast eðlilegt, að börn „drepi” menn unnvörpum i leikj- um sinum. Til dæmis fara gjarna fram hinar ægilegustu fjölda- aftökur á brúðleikjum, þegar börn fá að stjórna leiknum sjálf. Þannig fá þau útrás fyrir dulinn ótta við einhvern, hvort sem það er frændi, faðir eða stóri bróðir. Það er engin ástæða til að lita þetta atriði alvarlegum augum. Samkvæmt kenningum Freuds og fleiri sálfræðinga, verða öll börn ástfangin i öðru foreldra sinna, þegarþau eru u.þ.b. fjögurra ára gömul, drengir i móður sinni og stúlkur i föðurnum. (Þetta kallaði Freud ödipusrakomplex, sbr. grisku sögnina um ödipus, sem drap föður sinn og giftist siðan móður sinni). Freud gerði þetta að mjög stóru atriði i sálkönnun sinni og taldi, að sérhver drengur liti ómeðvitað á föður sinn sem keppinaut um hylli móðurinnar (hjá stúlkum er þetta öfugt). Það er hins vegar mjög sjald- gæft, að börn myrði foreldra sina i leikjum sinum. Barnið hrindir sjálft frá sér slikum hugrenning- um, ef þær leita á þau, og fá útrás i leiknum. Þetta er kannski óþægileg til- hugsun fyrir þá, sem hafa gleymt þvi, hvernig það er að vera barn og búa i veröld, sem er stjórnað af fólki, sem er þrisvar sinnum stærra en maður sjálfur. En fyrir barnið er slikt hugarflug nauð- synlegt, til þess að það geti afborið tilveruna. (Þýtt og endursagt. JGK) Hluti af lífí lands okkar" ÞAÐ ER alkunn staðreynd, að örnefnaforði bújarða breytist, þegar þar verða ábúendaskipti. Einkum er slikt óumflýjanlegt, þegar nýi bóndinn er langt að fluttur, ókunnugur eða ef honum er ósýnt um að afla sér sliks fróðleiks og geyma hann I minni. Þó er ekki nærri alltaf svo, að slikt þurfi til að koma. Stundum þarf ekki nema tiltölulega smá- vægilegan atburð til þess að ýta gömlu og góðu nafni til hliðar, eða jafnvel eyða þvi með öllu, ef illa tekst til. Þessu til sönnunar skal hér sagt frá einu sliku dæmi, ef verða mætti til þess að þeir, sem þessar linur lesa, yrðu betur á verði gagnvart þeirri hættu, sem hér liggur i leyni og erfitt getur verið að gæta sin fyrir. Nærri lá að nafnið gleymdist 1 landareign bæjar nokkurs, þar sem undirritaður þykist þekkja sæmilega vel til, er lækur, sem lengi hefur heitið Stekkhóls- lækur. Dregur hann nafn af fall- egum, strýtumynduðum hól þar skammt frá ,en suðaustan undir hólnum eru ævagamlar stekkjar- tættur, nær sokknar i jörð. Hefur sá stekkur sjálfsagt mjög snemma verið lagður af, enda ótrúlega langt frá bæ, ef maður á að hugsa sér, að mjólkurfötur hafi verið bornar heim, en ekki reiddar á hestum sem sjálfsagt hefur verið fágætt. Stekkhólslækurinn rennur um afliðandi mýrar en á einum stað fellur hann niöur um lágt hall, og verður þar á dálitlum bletti gróf, ekki djúp. Nú bar svo til, eitthvað rétt um 1920, að skjótt hryssa frá næsta bæ hrapaði um snjóloft niður i þessa gróf og lét þar lif sitt. Fljót- lega var fariö að tala um grófina, þar sem hún Skjóna fórst, — Skjónugrófiná — og það er ekki að orðlengja að eftir tuttugu ár, eða i kringum 1940, mátti heita, að allir töluðu um Skjónugróf, en ekki Stkkhólslæk, heima á bænum og eins I næsta nágrenni. Svona hratt getur timans tönn unnið, þegar svo ber undir. Þetta varð þó aðeins stundarhlé, og nú mun gamli Stekkhólslækurinn búinn að endurheimta nafn sitt, og fær vonandi að halda þvi enn um sinn. Hitt er Hka til að örnefni skap- ast eins og ósjálfrátt á vörum fólksins sem i landinu býr og hef- ur við það daglegt samneyti. Ekki langt frá upptökum Stekkhólslækjarins var lengi dý, sem var einhver hin versta fjár- hætta. Það var vaxið fegursta gróðri, en svo gersamlega rót- laust, að hverri einustu kind, sem út i þaðsteig, var bráður bani vis. Voru kindur alltaf annað slagið að farast þar, unz það var girt af og ræst fram. Svo var það eitt vor, að ennþá einu sinni fórst kind i dýinu þvi arna. Þá varð einhverjum nær- stöddum að orði: „Það er meira andsk... dauðadýið, þetta”. Og hvernig sem á þvi stóð, þá festist nafnið svo rækilega við staðinn, að enn þann dag i dag heitir hann Dauðadý I munni þeirra, sem muna þá tima, þegar þarna var alvarleg fjárhætta, þótt sjálfsagt hafi nú ekki farizt þar kind I þrjátiu ár eða meira. Meira að segja mun nafnið hafa komizt alla leið inn i örnefnastofnun rikisins á sínum tima. Hvildargróf. Á Austurlandi er til örnefnið Hvildargróf. Hún er á milli bæjar og beitarhúsa, og hagar þar svo til, að ganga þarf erfiðan bratta, þegar farið er heim frá beitarhús- unum. Ekki fer það á milli mála, að það er beitarhúsasmalinn, sem þar hefur hvilt sig, þvi að þar eru ekki neinar aðstæður til þess að æja langferðahestum. Nú kann einhverjum að detta i hug, að smalar hafi jafnan verið svo léttir á fæti, að varla hafi þeir þurft að hvila sig á milli húsa og bæjar. A hitt er þó að lita, að þeir voru á ýmsum aldri, sem aðrir menn, og að ekki var verk þeirra siður þreytandi en mörg önnur. Þó er enn eitt ótalið, semvafalaust er þyngst á metunum, og efalitið er orsök nafnsins á Hvildargróf- inni: Það var lengi siður á þess- um bæeins og mörgum öðrum, að beitarhúsasmalinn bæri heim sauðatað á bakinu, þegar hann kom heim á kvöldin. Þetta var erfitt verk og óþægilegt, ekki sizt ef eitthvað á bjátaði með gagn- færið, sem auðvitað hefur oft ver- ið. Og nú fer að verða létt fyrir imyndunaraflið að skilja, hvernig nafnið á grófinni hefur orðið til. Þegar beitarhúsasmalinn var kominn upp úr brattanum með pokann á bakinu, varð fyrir hon- um þessi gróf. Hann gekk niður i hana á vaðinu, studdist þar upp að háum grófarbakkanum og lét pokabotninn nema viö jörð Þannig stóð hann I sömu sporum með pokann við bakið. langan tima eða skamman, allt eftir þvi, hversu ungur hann var að árum og hve erfið honum hefur verið byrðin. Það hefur svo ekki liðið á löngu, unz farið var að tala um Hvildargrófina, áningarstað beitarhúsasmalans. Nafniö festir við staðinn, og nú er það varðveitt i skráðum heimildum, þótt beitarhúsin séu löngu af lögð og bærinn i eyði. Verum á verði. Hér verður ekki fleira tint til af einstökum dæmum, þótt af nógu sé að taka. öllum, sem þessi mál hugleiða, ætti að vera það ljóst, að örnefni eru einhver viðkvæm- asti þáttur tungu okkar. Þau koma og fara og það má litið út af bera til þess að þau aflagist i meðförum. Það verður þvi seint of oft minnt á þá nauðsyn, að menn umgangist örnefni með fullri virðingu og leyfi sér ekki hirðu — né skeytingarleysi á þvi sviði. Og öll starfemi opinberra BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA SeWDIBJLASTODIN HT EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR i- aðila og einstaklinga, sem miðar að varðveizlu örnefna og aukinni þekkingu á þeim, er hið mesta þjóðþrifaverk. Vist greinir menn á um marga hluti I þeim fræðum, og fráleitt eru þar öll kurl komin til grafar, en hitt ætti öllum að geta komið saman um, að örnefni eru stór- merkur þáttur tungu okkar, og þau eru hluti af lifi lands okkar. — VS. Einu ijósaperurnar á markaðinum framleiddar fyrir 2.S00 klst. lýsingu. neOex SINNUM LENGRI LÝSING Við getum afgreitt þessár úrvals perur í póstkröfu til þeirra, sem ekki geta fengið þær keyptar í næstu verzl- un. Minnsta pöntun 100 stk. — 200 stk. og þar yfir verða sendar burðargjaldsfrítt. Fyllið út pöntunarlistann hér að neðan strax í dag og við sendum yður perurnar um hæl. ---------------------------:-----| Ég óska eftir að fá sendar eftirtaldar Ijósaperur í póst- kröfu: ____stk. 60 w Nafn stk. 25 w . stk. 75 w stk. 40 w stk. 100 w . stk. 150 w Heimilisfang Einar Farestveit & Co. h.f. Bergstaðastræti 10 A— Sími 1-69-95 Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.