Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 21

Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 21
Sunnudagur 18. marz 1973. TÍMINN 21 minn i bænum. Ég var á gangi eftir aðalgötu bæjarins hjá sam- komuhúsinu gamla seint um kvöld. Þá heyri ég þennan feikna-kórhljóm upp á efri hæð hússins. Það skal ekki orðlengt, en ég stóð þarna i nærri tvo klukkutima og hlustaði. Aldrei mun ég gleyma þessum söng og hrifningu minni af honum. Þarna á Akureyri opnaðist raunar fyrir mér nýr heimur og það þótti ekki i litið ráðizt á þeim árum fyrir sveitapilt að fara i nám þetta norður á Akureyri. Já, ég á marg- ar ljúfar minningar frá þessum árum á Akureyri: Æfingar með Geysi, árshátiöir og margt fleira. Ég kunni ákaflega vel við mig i þessum fallega bæ og finnst siðan að ég sé að koma heim, þegar ég kem þangaö. — Svo komstu heim til Skaga- fjarðar og byrjaðir búskap? — Já, við fluttum vestur vorið 1925. Vorum eitt ár heima i Seylu, en bvriuöum búskaD i Brekku i Seyluhreppi vorið 1926 og bjugg- um þar i tiu ár. Við vorum eins og hverjir aðrir frumbýlingar hvað efnahag snerti. Sjálfsagt mundi ungu fólki nú til dags ekki finnast glæsilegt að byrja búskap á rýðr- arkoti efnalaust, eins og við urð- um að gera. En við vorum bjart- sýn og heilsugóð. Ég átti mjög gott hljóðfæri, harmonium, sem ég kom með frá Akureyri. Og það á ég að þakka Kristjáni Gislasyni kaupmanni, vini mfnum á Sauð- árkróki (nú látinn fyrir allmörg- um árum). Það var mikið sungið þessi ár í Brekku og mikið saum- að. Konan tók lærlinga og kenndi karlmannafatasaum. Það var aldrei nein lognmolla i kringum okkur. — Hvenær tókstu svo við söng- stjórn Heimis? — Heimir var stofnaður 27. des. 1927. Ég gat um það áður, að Bændakórinn hefði verið stofnað- ur 1916. Hann starfaði i 9 ár eða til ársins 1925. Það má segja að Heimir væri arftaki hans. Benedikt á Fjalli, hinn kunni mikli bassamaður, var stofnandi beggja kóranna. Ég ætla ekki að rekja sögu Heimis hér. En i stuttu máli get ég sagt, að ég raddæfði allt frá byrjun á heimili minu i 12—14 ár, eða til ársins 1939. Þá keypti ég Hafsteinsstaði og við fluttum þangaðum vorið. Það var mitt annað stóra gæfuspor i lifinu. Við söngstjórn Heimis tók ég að öllu leyti árið 1929. Þaö er vissulega margt hægt að segja í sambandi við starfsemi kórsins. Þar skiptast á skin og skúrir eins og gengur. Ég náði oft þvi takmarki, sem ég stefndi að. Stórviðburður verður það að telj- ast i sögu kórsins, þegar hann gekk f Heklusambandið og sótti fyrsta söngmótið 1940. Alls fór ég með kórinn á 7 söngmót sam- bandsins. Ég hygg, að stærsti við- burðurinn i sögu kórsins hafi ver- ið sumarið 1968, 14. ágúst, þegar við tókum okkur upp á slætti til að syngja á Landbúnaðarsýningunni i Reykjavík. Við sungum þarna i Laugardalshöllinni fyrir 6—7 þús- und áheyrendur. Þetta er ógleymanlegt. Þá vil ég, að það komi fram, að starf mitt við Heimi var unnið endurgjalds- laust, i sjálfboðavinnu. Ekki má gleyma hinum merka þætti, sem konur kórmanna lögðu fram i söngstarfinu. Þær urðu vissulega að taka á sig ýmis verk heima fyrir i sambandi við æfingarnar. Konunum hefur ekki verið þakk- að þetta eins og vert væri. Sjálfur hefði ég ekki getað sinnt þessum þætti eins mikið og ég gerði, ef ég hefði ekki átt skilningsrika konu, er studdi mig eins og raun bar vitni um. Ég vil geta þess, að seinni árin min með Heimi hafði ég mikinn áhuga á að koma upp blönduðum kór i sambandi við kórinn. Það hefði veriðhægt, þvi að nóg var af kvenfólki með góðar raddir. Meirihluti kórmanna haföi ekki áhuga á blönduðum söng, og af þessu varð ekki. Samkór er þó miklu meira hljóðfæri en karla- kór. Þá tel ég og rétt að nota þetta tækifæri og minnast meö örfáum orðum á Skagafjörðinn, þetta fagra hérað, sem hefur fóstrað okkur þessa kórmenn. Þegar horft er yfir Skagafjörð- inn frá Arnarstapa á Vatnsskarði á sólrikum sumardegi, mun seint úr minni liða sú fegurð og frið- sæld er þar mætir manni. Þar blasa við Héraðsvötn, sem liðast áfram til hafs, fjallahringurinn fagur og útverðir landsins, Drangey, Málmey, og Þórðar- höfði. 1 þessu fagra umhverfi hafa margir góðir söngmenn dvalið frá öndverðu. Sönghneigð og sönghæfni var meiri hér i Skagafirði fyrrihluta þessarar aldar en viða annars staðar. Héð- an hafa komið sumir beztu söng- menn þjóðarinnar, eins og t.d. Stefán Islandi. Ég tel hann tvi- mælalaust bezta og vinsælasta tenór hér á landi á þessari öld, að öllum öðrum ólöstuðum. Hann er ógleymanlegur eins og hann var um tvitugt. Það var þessi silki- mjúki blæfagri hái tenór, með þessum gullfagra „klanghljómi” og hin djúpa tilfinning á bak við allt, sem hann túlkaði. Og ekki má gleyma Sigurði Skagfield, hin um háa og þróttmikla hetjutenór. Það hefur oft verið rætt um að skagfirzkir tenórar væru hærri og bjartari en annars staðar á land- inu. Þetta kom greinilega i ljós á söngmótum á Akureyri i kringum 1940—1950. Margur spyr, hvað veldur? Er hér um að ræða ætt- genga hæfileika? Eða hið sér- stæða skagfirzka umhverfi? Kannski er hér um að ræða arf frá fjarliggjandi kynslóðum skag- firzkum. Flestir munu hafa heyrt getið hinnar frábæru tenórraddar Jóns ögmundssonar, Hólabiskups. Þorkell Ölafsson dómkirkjuprest- ur á Hólum 1769—1807 var einnig afburða tenórsöngvari. Ennfrem- ur Sölvi sonur hans, prestur i Hof- staðaþingum í Skagafirði 1807—1844. Þetta gæti bent til þess, að fagrar raddir og söng- hæfni hafi verið arfgengar i ætt- um þeirra. — Þú hættir að stjórna Heimi 1968. Hvers vegna? — Ég skal svara þvi. Mátækið segir: ,;Bezt er að hætta hverjum leik þá hæst stendur”. 1 fyrsta lagi voru timamót i ævi okkar beggja. Ég varð 65 ára, en Heim- ir 40 ára. Þaö hafði allt gengiö vel um vorið; söngurinn á Heklumót- inu i júni og siðast en ekki sizt ferðin á Landbúnaðarsýninguna og söngurinn i Laugardalshöll- inni, sem áður er hér getið. 1 öðru lagi var ég að verða kröfuharðári. Ég vildi sækja meira á brattann og ná betri og fullkomnari söng. En til þess varð að sjálfsögðu að æfa meira og sérstaklega að raddkenna vel, þvi að radd- kennslan er undirst. að hreinum og þjálfuðum kórsöng. Ég taldi aldrei eftir mér að sitja dag eftir dag og viku eftir viku við radd- kennslu. En ég gerði hins vegar kröfu til að menn mættu vel, þá gat ég alltaf tekiðá þolinmæðinni. A þessum timamótum var ég far- inn að finna leiða hjá einstaka manni. En ég vildi hins vegar engan missa. Svo ég tók þessa ákvörðun einmitt i sambandi við þessi timamót, sem áður getur. Þess má lika minnast, að ég var búinn að stjórna sama kórnum lengur en nokkur annar söng- stjóri hér á landi. En það var vissulega ekki sársaukalaust að ganga frá þessu söngstarfi, sem ég hafði lagt mig svo fram um að byggja upp. Enda kom það á dag- inn, að um leið og ég hætti stjórn- inni.þá hættu 15 menn i kórnum. En þessi s.l. 5 ár hafa margir af þessum mönnum sungið með mér við jarðarfarir viðsvegar um héraðið. Ég er þeim þakklátur fyrir það. Frá minu sjónarmiði er allur söngur i héraðinu i mjög miklum öldudal og Heimir þar ekki undanskilinn. Það er ekki nóg að hrúga saman mörgum mönnum i kór, það þarf að kenna þeim og það vel, svo efniviðurinn nýtist. 20 manna kór getur sungið betur en 40 manna kór. Vissulega verður að gera meiri kröfur til listarinn- ar nú heldur en um 1930. Það gera timarnir,sem við lifum á,og hinar miklu kröfur á öllum sviðum. Ég tel mig tala hér af lifsreynslu, þvi það er vissulega nokkur skóli að hafa stjórnað kórum i 45 ár sam- fleytt. En þótt ég sé búinn að fórna mér fyrir söng og tónlist hér i Skagafirði um áratugi, þá held ég,að það sé litið metið hér heima fyrir? — Varstu ekki um eitt skeið i Heimi og Karlakór Bólstaðarhliö- arhrepps samtimis? — Jú, mér er ljúft að minnast Karlakórs Bólstaðarhliöar- hrepps. Ég söng með þeim öðru hvoru einn vetur. Ég fór riðandi yfir Vatnsskarðið. Þetta mun hafa verið laust eftir 1930. Svo sungum við tvivegis saman kór- arnir opinbera konserta. Þetta var ánægjulegt samstarf. Og mér finnst að Bólhliðingar tilheyri Skagafirði. Þarna voru mjög góð- ir söngmenn undir stjórn Gisla Jónssonar á Eyvindarstöðum. Jón Björnsson — Þú hefur stjórnað blönduð- um kór? — Ég stofnaöi blandaðan kór á Sauðárkróki haustiö 1966. Það var áhugamannakór. Þessum kór stjórnaði ég i 5 ár. Mjög góðar raddir. Við sungum samtals 18 konserta viðsvegar um Norður- land. Haukur Guðlaugsson frá Akranesi lék undir fyrir okkur á þessum kosertum. Ég á margar ljúfar minningar frá þessu sam- starfi. 1 haust réði ég mig svo kirkjuorganista við Sauðárkróks- kirkju og er þar með margt af þessu ágæta fólki i kirkjukórnum. — Þú ert búinn að semja mik- inn fjölda sönglaga? — Ég átöluvert af lögum i handritum. Nokkra tugi. Það hafa verið sungin nokkur af lög- um eftir mig bæði af kórum og einsöngvurum. Ég hef löngum haft ánægju af að ljá fögrum ljóð- um vænti með tónum. Lag getur gefið ljóði meira gildi og aukið lif, ef vel tekst. Ég er vissulega þakk- látur öllum, sem taka lög min til flutnings. Þau eru bara svo sára- fá komin i umferö, ef svo mætti segja. — Þú varst i sérstöku boði hjá Skagfirzku söngsveitinni i fyrra. Af hvaða tilefni var það? — Ég var i boði hjá Skagfirð- ingafélaginu og Skagfirzku söng- sveitinni siðasta vetrardag i fyrra i Þjóðleikhúskjallaranum. Þetta var nú ekki af neinu sér- stöku tilefni. En þetta fólk var svo elskulegt að bjóða mér og flytja i þessu hófi 12 lög eftir mig, heilt prógram: kórlög, dúetta, og ein- söng. Og ég á i rauninni engin orð til aö þakka þennan sóma og vin- semd utan mins héraðs. Þetta kvöld er eitt af perlunum i sjóði minninganna, sem ég fæ aldrei fuilþakkað. Nú svo er fleira, sem ég á þessum aöilum að þakka. Þetta fólk er að gefa út sönglaga- hefti eftir mig, sem kemur út nú um þessar mundir. Einnig hljóm- plötu með lögum eftir mig o.fl. Þetta get ég aldrei fullþakkað. Ég get ekki stillt mig um að þakka Framhald á bls 39 ÍRNSSON Á HAFSTEINSSTÖÐUM í SKAGAFIRÐI Þetta vakti mikla furöu: Hvernig rataði laxinn aftur á fornarstöðvar, og hvar hélt hann sig þaö timabil, er hann var i sjó? Ameriskur prófessor, A.D. Hasler, lagði mikið af mörkum til þess að komast til botns I þessu. Hann haföi bækistöö sina i veiði- skipum á Kyrrahafi, og hann valdi úr afla fiskimannanna þá laxa, sem hann hélt, að væru á leiö til lands. 1 þá festi hann litið tæki, sem á var hylki meö örsmá- um töflum, gerðum úr litarefni, er leystust upp i vatni. Löxunum var sleppt meö þenn- an umbúnað, sem þannig var úr garði gerður, aö hann sleppti einni litartöflu þriðju hverja klukkustund. Litarefnið leitaði upp i sjávarskorpuna, þar sem það myndaði rauða bletti. Með þessum hætti gat Hasler fylgt löxunum eftir i þyrlu, unz þrotnar voru litartöflurnar. Það er auð- vitað takmörkum háð, hversu mikið lax getur burðazt með, þótt hann sé sterkur fiskur og stæltur, en eigi að siður reyndist unnt að hafa töflurnar nógu margar til þess, að fylgjast mætti meö ferð- um fiskanna i tvo sólarhringa. Það sannaðist, að allir laxarnir höguðu ferðum sinum eftir gangi sólar. Og þá vaknaði sú spurning, hvort þeir hefðu i sér einhvers konar áttavita eöa raunar öllu heldur sólvita, sem kæmi þeim að gagni á feröum þeirra. Hasler uppgötvaði svarið heima i til- raunastofu sinni. Hann lét búa til stór fiskabúr, er svo var frá geng- iö, aö sól gat skinið á þau, og sú varð reyndin, að allir laxarnir sneru I sömu átt i kerjunum, mið- að við afstöðu sólar. En Hasler lét sér ekki nægja þetta. Hann setti upp hlifar, svo að sólin skini ekki beint á kerin og kom fyrir speglum, sem endur- köstuöu sólarljósinu. Arangurinn var sá, er hann hafði vænzt: Laxarnir villtust á spegilmynd- inni, og héldu hana sólina. Þar með voru færð að þvi haldgóð rök, að laxinn stýrir ferðum sinum eftir göngu sólar. En hvernig vék þvi viö, aö lax- inn rataði á rétt fjarðarmynni og réttan árós? Þetta var einnig rannsakað. Mikiö af laxahrogn- um var tekiö úr á einni i Þýzka- landi og þau sett i klakstöö. Seiöin voru siðan látin i fljót, sem var langt frá þeim stað, þar sem hrognin höföu verið tekin. Mark- miðið var að komast að raun um, hvort það væru erfðir, sem leiddu laxinn I rétta á. Þá hefðu þeir átt að fara i ána, þar sem hrognin voru upphaflega tekin. Væri á hinn bóginn einhvers konar minni, sem leiddi laxinn á réttar stöðvar, var þess að vænta, aö hann kæmi fram á uppvaxtar- stöðvunum. Tilraunin sannaði, að hið siðara var rétt, svo sem allir Islendingar, sem eitthvað vita um göngufiska, kunna nú oröiö skil á. Þetta leiddi i ljós, aö laxinn hafði einhvers konar minni i bezta lagi. Hann hlaut að geta gert sér grein fyrir vatni upp- vaxtarárinnar á einhvern hátt. Þegar hér var komið, var mönn- um kunnugt, að lax var mjög lyktarnæmur, þvi að sannað hafði verið, að hann varö þess var, ef örlitill dropi af lyktarefni var lát- inn i vetn. Gat verið, að þefvísi hans leiddi hann aö réttu ár- mynni? Stofnað var til nýrrar tilraunar til þess aö fá skorið úr þessu. Tvær ár runnu i fjörö einn, og nú voru veiddir 1 firðinum margir laxar, sem voru á göngu i aðra ána. Þeffæri sumra laxanna voru gerö óvirk, en annarra ekki. Siö- an var þeim öllum sleppt. Hvaö gerðist svo? Allir fiskarn- ir, sem voru meö þeffærin i lagi, gengu i þá á, sem menn vissu, að var uppvaxtarstaður þeirra, en hinir skiptúst á árnar af handa- hófi. Þar með var ráðin sú gáta, hvaö leiddi laxinn á réttar stööv- ar. Þaö var einhver munur á vatninu i ánum, jafnvel þótt vis- indamenn gætu ekki með full- komnustu tækjum gert sér grein fyrir þeim mun, og I laxinum loddi einhver endurminning um vatn uppvaxtartimans, bundin við lyktina. Þessar uppgötvanir allar eru undirstaða laxaræktar, sem stunduð hefur verið i mörgum löndum á liðnum árum, ekki hvaö sizt hér, þar sem laxár eru hvaö beztar i veröldinni og umhverfi allt upprunalegast og óspilltast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.