Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 9
Sunnudagur 18. marz 1973. TÍMINN 9 r / ''n k. / ,.ii forða og gæðum heyja. Gera verður kornspá fyrir árið, þegar ljóst er um heyjaöflun er hægt að gera út um kaup á hráefni til fóðurframleiðslunnar. Fóður- birgðir verða að vera fyrir hendi til 2-3 mánaða, og fóðurgerðin innanlands, verður að vera stöðug. Innflutningur á fullunnum fóðurvörum er frjáls. Fóðurhúsið, eða kornhlaðan, sem risið hefur við Korngarð i Sundahöfn, er i rauninni mikill sigur fyrir islenzkt atvinnulif. Hver, sem skoðar þetta mann- virki, mun undrast sjálfvirkni og haganlegan búnað þessa mikla fjölmúlavils, sem hefur ótal hólf, en litur einni stjórn. Undir korn- stokkunum eru djúpir kjallarar með vélum. Það vekur athygli, hversu áhugasamir stjórnendur eru og sarnhentir. ,,Lifi kon- kúransinn,” sagði gamli Geir. Þessir aðilar, SIS, Mjólkurfélag Reykjavikur og Fóðurblandan halda áfram stifum „kon- kúrans”. Kornhlaðan var stóra átakið, sem þurfti svo margar hendur til að framkvæma, — það var gert með samstarfi, sem á sér ekki margar hliðstæður, — og mættu fleiri af þvi draga nokkurn lærdóm. Þá vekur það og athygli, að Kornhlaðan hefur ekki skrifstofu og engan forstjóra. Stjórnar- mennirnir þrir, skipa með sér verkum. Eru formenn eitt ár i senn, og embættin færast til ár- lega. Sama er að segja um skrif- stofuhaldið. Það sjá þeir um sitt árið hver og þannig er rekstrar- kostnaði haldið niðri i lengstu lög, og það er farsæl stefna. JG Sigurður Gunnarsson verkstjóri viö stjórnborð kornhlööunnar. reynzt einstaklega fær i starfi. Mcö stjórntöflunni er losun og vigtun fullkomnu færibandakerfi og allt efni er vigtaö inn og út. Vogin er efst í framtiðinni verður korninu blásiö I fóöurverksmiöjurnar, sem eru aö Sigurður Gunnarsson hefur frá byrjun unniö viö stjórntækin og hefur framkvæmdmeö þvi aö þrýsta á hnapp, stööin er lestuö og losuö meö turninum, en i kjallara eru miklar vélar, sem dæla korninu. 1 risa viö hlöðuveggin. SÖGUALDARBÆNDUR ÁTTU 80.000 KÝR Viö lauslega athugun blaða- manns, kemur i ljós, að það hefur tekiö tslendinga 800 ár að finna það út, hvaö kýr borða, — það er mjólkurkýr. Það er þvi ekki úr vegi að fara fáeinum orðum um þau mál, til að auka skilning lesenda, annarra en bænda, á „mat- seðli” naupenings á tslandi fram til vorra daga. Fyrr á öldum byggðist naut- gripahaldið á beit. Sumar- og vetrarbeit. A söguöld er talið að Islendingar hafi átt 80.000 beljur, svo það hefur munað um þær i haganum. En þetta voru vondar kýr. Þær mjólk- uðu illa. A sumrum voru þær látnar ganga inn til dala og heiða, og þær röltu stóreygar og raunamæddar um afréttar- löndin. Geldneytið var'frjálst, en kýrnar voru hafðar i selj- um. A vetrum gengu kýr, eins og útigagnshrossin gera i dag, en reynt var þó að gefa þeim á gaddinn i aftökum. Þetta voru eins og áður sagði slæmar mjólkurkýr. Heyföng voru litil sem engin, þvi að tún voru smá og hey- skapartæknin frumstæð. Það var bókstaflega engin leið til að fóðra stórgripi og geyma i húsum vetrarlangt. Það varð að stóla á beit. Reynt var að bera i kýrnar þang og fiskúrgang og stund- um hreint sorp, ennfremur fjalladrapa og bjarkargrein- ar. Takmarkið með vetrar- fóðrun nautgripa var oftast aðeins það, að halda lifi i skepnunum og i sem flestum kúm, til að skila búinu arði, þegar sumarbeitin kom og júgrin fylltust af safarikri mjólk, þvi nú var ekki veriö að kjótla fóðrinu. Samt fékk kýrin það bezta sem til var á búinu. Geldneyt- ið og arðuxarnir, en svo nefnd- ust gripir, sem notaðir voru til áburðar, urðu að lifa á guðs- blessun einni saman i gadd- hriðum vetrarins. Þó er sagt, að þeir bændur til forna, sem fáa áttu gripi, hafi reynt að halda nyt i kúnni með fóðri á vetrum. Menn hafa þvi skilið samhengið hjá kúnni. Það var aðeins skortur á fóðri, sem réði stefnunni i meðferð og hirðingu nautpen- ings. Þannig gekk það öld fram af öld. Framfarir voru engar i ræktun og menn dunduðu við að halda lifi i kúnum og höfðu enga nyt, eða sáralitla. A 19. og 20. öld, þegar ræktun kem- ur til sögunnar, breytist stefn- an i einum svip. Fóður- skammturinn er talinn tifald- ast, ef miðað er við söguöld og árið 1934, en þá mjólka 40.000 kýr það sama og 80.000 kýr sögualdarbændanna. Siðan hefur bilið enn aukizt og nú þarf ekki nema 23.000 kýr frá mjólkursamlögunum til að skila sama mjólkurmagni og „sögualdarkýrnar”. Gera má um þróunina eftir farandi töflu: tala kúa Söguöldin 80.000 1300-1500 60.000 1703... . 24.000 1900... . 16,740 1906-1915 17,880 1934.. . . 24,000 1971.. . . 35,840 nythæð kg.Mjólk alls millj. kg. 1,100 88 1,100 66 1,250 30 1,600 27 2,227 40 2,500 60 3,800 120 Við þetta má bæta, að land- búnaðarskýrslur eru ekki til frá söguöld, en ýmsir merkir menn hafa reiknað þetta út. Talan 2.500 frá 1934 mun vera fengin frá nautgriparæktarfé lögum, og má áætla að meðal- nyt kúa fyrir allt landið hafi verið nokkru lægri, eðá um 2,200 kg. 1971 er notuð meðal- nyt i sömu félögum, og inn- vegið mjólkurmagn 1972 var um 110 milljón kg. Við þetta bætist neyzlumjólk framleið- enda og mjólk, sem fer til kálfafóðurs, og mjólk sem fer forgörðum. Af þessu sést, að fram- leiðsluaukningin er fóðri og kjarnfóðri að þakka, ásamt kynbótum. Eitt frumskilyrðið til að halda afurðum i hámarki er að tryggja, að bændur hafi aðgang að nægu kjarnfóðri, og þv'i verður að tryggja fóður- framleiðsluna i landinu sjálfu. Kornhlaðan i Sundahöfn er stór áfangi á þeirri leið. Um fóðurframleiðsluna hefur margt skynsamlega verið rit- að, en við gripum til þess að birta úrdrátt úr grein eftir merkan bónda, Jónas Magnússon i Stardal, en Framhald á bls 39 Maðnr með metaskálar. Mynd úr kaupabálki Jónsbókarhandrits frá 14. öld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.