Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 32
32
TÍMINN
Sunnudagur 18. marz 1973.
Bengt Holbek:
GOÐVERUR
NORDUR-
SLÓÐA
Búálfar eru hændir aö búpeningnum, ekki sfzt hestum. Mynd úr
almanaki frá 1842.
AÐUR fyrr var það al-
menn trú i Danmörku,
að Norðmenn kynnu
galdra. Gamlar sagnir
segja frá þvi, hvernig
flökkumenn væru oft
fengnir til að ráða niður-
lögum snáka, höggorma
eða annarra kvikinda
eða segja fyrir um falda
fjársjóðu. Það var
einnig trú manna i Nor-
egi og Sviþjóð, að sér-
hver Finni eða Lappi
væri töframaður. En
Finnarnir töldu það vera
Lappana, sem kynnu
galdra, Lapparnir
skelltu hins vegar skuld-
inni á nágranna sina i
austri, þá sem bjuggu á
ströndum Hvitahafs.
Þannig hafði þetta ætið verið.
Hinar yfirnáttúrlegu verur hafa
alltaf átt heima i nágrenni við ná-
granna okkar, eða lifað i gamla
daga, þegar dýrin kunnu tala.
1 fornöld, áður en menningin
festi rætur i Norður-Evrópu, fór
engum sögum af yfirnáttúrlegum
verum á þeim slóðum. Griskir
rithöfundar segja þó frá þvi, að
norðan við Boreas, en það var
heiti á norðanvindinum, byggi
friðsamt fólk, jötnar, sem
dýrkuðu Apollo — og kölluöust
Hyperborear eða Norður-
heimsbúar. En litið var kunnugt
um þessi lönd annað en það, að
frá hinum dimmu svæðum fyrir
norðan landamæri Rómaveldis
brutust stundum fram flokkar
grimmra striðsmanna. Sumir
héldu að þeir spryttu upp úr jörð-
unni.
Frá lokum fornaldar og önd-
verðum miðöldum lifa merki um,
að forfeður vorir höfðu sinar hug-
myndir um ýmsar yfirnáttúr-
legar verur. Hin frægu gullhorn,
sem fundust á Suður-Jótlandi,
annað árið 1639 og hitt 1734 — en
þeim var stolið og þau brædd upp
árið 1802 — voru skreytt myndum
af ýmsum harla kynlegum
verum. Þar mátti sjá hyrnda
menn, þrihöfða eða með
dýrahöfuð, og kentára eða mann-
hesta. Lillega hafa þetta verið
afkomendur rómverskra eða
keltneskra goðsagnavera.
Skurðmyndir á grjóti, sem
fundizt hafa i Sviþjóð og Noregi
frá siðari hluta járnaldar sýna
myndir af verum, sem þekktar
eru úr norrænni goðafræði. Þar
má sjá Óðin, riðandi á Sleipni,
hinum fráa áttfætta hesti sinum,
og Sigurð — hina miklu hetju —
leggja Fáfni i gegn, ennfremur
dreka, sem heldur vörð um gildan
gullsjóð. Goðsagnamyndir hafa
einnig fundizt á hlutum, sem
búnir hafa verið til 5 bessum
timum: Þór að reyna að veiða
Miðgarðsorminn, sem hringar sig
utan um heim allan. Úlfurinn
Fenrir að gleypa óðin, en gin
hans nær frá jörðu til himins.
Trjónur vikingaskipanna eru
ósjaldan skreyttar ginandi dreka-
höfðum.
Með kristninni komu nýjar
kynjaverur til sögunnar, sem
lifðu margar aldir i listskreyt-
ingum, t.d. hafmeyjar, ein-
hyrningar, gammar og önnur
kynjadýr, svo ekki séu nefndir
ýmsir furðulega skapaöir menn,
sem trúað var að byggju i fjar-
lægum löndum. Margs konar
sögur gengu um auðæfi þeirra og
trúarhita. Ýmsar þessar verur
má sjá á kalksteinsmyndum frá
miðöldum i gömlum kirkjum, en
varla mun almenningur hafa lagt
mikinn trúnað á þessar sögur eða
verur.
En Norðurlandabúar gátu þó i
einu atriði auðgað trú Evrópu-
manna á einn skringilegan hátt.
Þvi var trúað á miðöldum og tim-
um endurreisnarinnar í Evrópu,
að hin mikla náhvalstönn væri
sjálft einhyrningshornið og mesta
gersemi til að visa mönnum á, ef
eitur leyndist einhvers staðar.
Hún seldist fyrir feikimikla
fjármuni á mörkuðum i Evrópu,
einkum i Frakklandi og á ítaliu,
þar sem það var ekki óalgengt, að
stjórnmálamenn enduðu ævi sina
með þvi að bergja á eitri. Friðrik
konungur III., sem rikti i
Danmörku á 17. öld, átti hásæti úr
náhvalstönnum. A þeim tima
hafði náhvalstönnin að visu misst
töframátt sinn, en engu að siður
var hún talin óumræðilega
dýrmæt. Ole Worm, prófessor við
Kaupmannahafnarháskóla sagði
frá þvi i ritgerð, sem út kom á
latinu árið 1638, að ekkert sam-
band væri milli náhvalstanna og
hinna viðfrægu einhyrnings-
horna. Þetta höfðu tslendingar
alltaf vitað. En enn i dag sjást
myndir i skjaldarmerkjum, þar
sem einhyrningurinn er sýndur
sem eins konar hestur með
náhvalstönn fram úr miðju enni.
En þótt goðaverur Suðurlanda
skipuðu ekki háan sess i trú for-
feðra okkar á Norðurslóðum, þá
bjuggu ýmsar hulduverur i þeirra
eigin hugarheimi, og var þeim
gert mun hærra undir höfði. t
mörgum söngljóðum frá miðöld-
um, sem hljómuðu viða um
Norðurlönd, koma þessar huldu-
verur mjög við sögu. Hér má
heyra um tröll, dreka, risafugla,
varúlfa, hafmeyjar og mar-
bendla, einnig menn, sem breyt-
ast i dýraliki eða öfugt. Yfirleitt
var það almenn trú, að skil milli
manna og dýra væru hreint ekki
eins skörp og menn telja nú á
dögum. Ef kona vildi komast hjá
að fá sárar fæðingarhriðir, þá
varð hún að' beita óleyfilegum
töfrabrögðum. En þá var þvi trú-
að, að barn hennar yrði varúlfur
— ef um dreng var að ræða, en
meybarn yrði mara, sem legðist á
fólk og fénað.
En aðalheimildir okkar um
þessar hulduverur eru i þjóð-
sögum og þjóðtrú almennings. Oft
segja þjóðsagnirnar frá óljósum
atburðum, sem sögumennirnir
hafa sjálfir reynt. Þeir hafa mætt
dökkleitri vofu i skóginum eða
fundið að eitthvað straukst við
fætur þeirra, er þeir gengu fram-
hjá kirkjugarðinum i kvöldhúm-
inu, eða að þeir hafa heyrt út-
buröarvæl við ströndina á hvass
viðriskvöldum. En þegar þessar
sögur hafa borizt i munnmælum
með nokkrum kynslóðum, þá er
sagan búin að fá á sig fastara
form og orðin raunveruleg þjóð-
saga. Nú er það heilagur
sannleikur, að ömmusystir okkar
mætti einu sinni varúlfi, eða að
stúlka úr næstu gveit varð fyrir
gerningum og hvarf inn i fjöllin til
tröllanna, en kom svo siðar til
mannheima, þegar hún var orðin
gömul kona. í þessum sögum er
að finna beztu heimildir um trú
manna á hulduverur og
furðufyrirbæri i gamla daga.
En hverjar eru þá þessar
hulduverur, sem forfeður okkar
trúðu á fram eftir öldum og jafn-
vel fram undir okkar daga?
Sumar þeirra eru mannlegar að
útliti og bundnar eða búsettar i
sinum ákveðnu heimkynnum. A
Norðurlöndum eiga sérstakir álf-
ar eða dvergar heima i hýbýlum
manna: uppiá háalofti eða i fljósi
og hesthúsi. Þessir búálfar eða
bæjarvættir hafa tekið sér það
hlutverk að lita til með búskapn-
um, og þeir eru iðnir og vinnu-
samir, meðan þeir fá að vera i
friði, og vinnukonan gefur þeim
velling með smjörbita á jólum,
páskum og hvitasunnu. A
myndum er búálfurinn litill og
klæddur gamaldags fötum. En
hann er sterkur og grimmur, ef
einhver ertir hann eða stelur af
honum grautnum eða smjörinu.
Einu sinni setti vinnukona nokkur
smjörið undir grautinn. Nóttina
eftir dró búálfur hana fram úr
rúminu og skildi hana eftir við
opinn brunninn. Til allrar
hamingju datt hún þó ekki ofan i,
þegar hún vaknaði, en hún striddi
ekki búálfinum aftur. Nokkrir
málarar frá Norðurlöndum, sem
stunduðu listnám i Róm i kring-
um 1830, ákváðu að lifga upp á
vinnustofu sina á þjóölegan hátt
með þvi að skreyta hana með
dvergum eða búálfum, og siðan
hafa slikir „jólasveinar” verið
tengdir jólunum órjúfanlegum
böndum.
Búálfar bjuggu lika i kirkjum
og skipum. Enn i dag lifir frændi
þeirra prentvillupúkinn — sem
menn tala um i hverju prenthúsi,
en hann reynir að sjá til þess, að
ekkert prentað mál komist
þaðan út villulaust.
Þá lifir huldufólk i hólum og
hömrum ekki langt frá manna-
bústöðum. Sums staðar er það
kallað álfar, fjallbúar eða foss-
búar eöa jafnvel tröll, og þaö lifir
sinu lifi ekki ólikt þvi sem viö
gerum. Það býr fjölsky ldulifi
og hefur búsmala eða naut-
gripi, vinnur sin störf og held-
ur sinar hátiðir. Það var trú
manna löngum, aö menn skyldu
halda sig heima um nætur, þar
sem næturhúmið heyrði huldu-
fólki til. En lifnaðarhættir þessa
fólks voru þó að ýmsu leyti frá-
brugðnir lifi mannanna. Það gat
ekki orðið kristið, það þoldi ekki
að heyra hljóm kirkjuklukkn-
anna. Það hræddist krossmark og
stundum var það smámælt eða
blæst á máli. En á hinn bóginn bjó
huldufólkið yfir töframætti. Það
Tréskurðarmynd af heilögum Georgi og drekanum. Sctt I kirkju í Stokkhólmi 1489 til þess aö minna á
orrustuna við Brunkeberg, þar sem Sviar sigruðu Dani.