Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 30

Tíminn - 18.03.1973, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 18. marz 1973. BARNSINS LEIKUR Ætli það fari ekki mörgum svo, að þeim verði á að hugsa til gömlu góðu daganna, þegar lifið var einn áhyggjulaus leikur daginn út og daginn inn. En það er hætt við, að menn sjái hið liðna þar i dálitlum hillingum. Fjarlægðin gerir fjöllin blá, stendur á einum stað, og það á við um þetta atriði. Leikurinn er barninu nefnilega mikil alvara og ekki nóg með það. Leikurinn er barninu nauðsyn og uppalandi, sem gerir sér ekki grein fyrir þvi, er ekki góður uppalandi. Hver hefur ekki séö litla stúlku leggja brúöurnar sinar i rúmiö, bjóöa þeim góöa nótt og segja þeim aö sofa, þegar mamma sé farin út úr herberginu. En hvaö þetta er fallegt segja menn þá! En bak viö þessa athöfn litlu stúlkunnar býr mikil alvara og sálarstriösem hinir fullorðnu hafa ef til vill ekki hugmynd um. Um leiö og hún er aö sannfæra brúö- urnar sinar um, aö allt sé i lagi, er hún aö sannfæra sjálfa sig um þaö llka. Hún er i rauninni hrædd um, aö eitthvaö óttalegt gerist, þegar hún er orðin ein i herberginu, og pabbi og mamma eru sofnuð i sinu herbergi. Þá gripur hún til þess ráös, að segja brúöunum sin- um, að allt sé i lagi og losnar þannig sjálf viö nagandi óttann. Þannig eru leikir barna þeim heilög alvara, aösinu leyti eins og vinnan er fyrir hinn fullorðna. Leikir eru börnunum tungumál. Foreldrar geta lært að þekkja börn sin vel með þvi aö fylgjast meö leikjum þeirra. Meö leikjum útvikka börn skilm ing sinn á veröldinni og losna viö óttann við hana. Þannig losna þau við marga árekstra viö um- hverfið, læra aö stjórna llkama sinum og hugsunum, og firra sig sálarflækjum. Þaö getur þvi smám saman valdið barninu skaða, ef foreldrarnir segja I sifellu: Þetta mátt þú ekki. Svona gerir maöur ekki. Þannig hindra foreldrarnir barniö i aö hegöa sér eins og þvi er eiginlegt og leggja grundvöll- inn aö hegöunarvandkvæöum þeirra siöar i lifinu. Með þessu er ekki sagt, aö þaö eigi aö leyfa börnum að mölva gamla kristalsvasann hennar ömmu sinnar, ef það krefst þess. Börn fá engan skaöa af þvi aö til- einka sér smátt og smátt vissar hegðunarreglur, ef þær eru ekki i allt of miklum mæli sniðnar við veruleikaskyn hins fulloröna manns. En hjá sumum foreldrum veröur það vani aö hasta á börn sin, hverju sem þau finna upp á. Og þar með eru þeir að útvega skólasálfræöingum og taugasér- fræðingum verkefni. Leikur til að losna við árekstra Barnasálfræöingar og sál- læknar nota leiki i vaxandi mæli sem liö i bæöi rannsókninni og lækningunniá andlega vanheilum börnum. — Viö sálkönnun er sá, sem meöhöndla skal, gjarna látinn liggja i legubekk og tala frjálst frá hjartanu. Samsvarandi með- höndlun á börnum felst i þvi að láta þau leika sér, segir Jörgen Svava Lind sálfræðingur viö barnageödeild Rikisspitalans i Glostrup. Barnið er sjálft látiö velja sér leikföng og haga sér eftir sinum eigin geöþótta. Þannig er hægt aö komast aö ýmsu um sálræn vand- kvæöi viökomandi barns, og þaö er jafnvel hægt aö láta barniö leika sig út úr vandkvæöunum. Tökum til dæmis, aö litiö barn sé yfir sig hrætt viö suðiö I ryksug- unni. Þá er þaö mögulegt, að þaö geti sigrazt á óttanum meö þvi aö herma eftir ryksugunni. Foreldrar geta hjálpað börnum sinum I tilfellum sem þessum með þvi að kenna þeim aö þekkja hlutina, sem þau eru hrædd viö. I rauninni er til marks um aö minnsta kosti vissa andlega heil- brigöi, ef barn leikur sér. Barn, sem vegna slæmra fjölskylduað- stæöna, eöa annarra ástæöna, hefur oröiö fyrir sálrænum skaða, leikur sér ekki, heldur er þaö aö- gerðarlaust aö mestu leyti. Það hefur misst áhugann á umhverfi sinu Ómeðvitað andsvar Sálfræöingurinn, sem áður er vitnað til, J. S. Lind, segir frá þvi, aö hann hafi eitt sinn fengið dreng til meðhöndlunar, og I byrjun samtals þeirra náðu þeir ekki góðu sambandi hvor við annan. Þeir sátu hvor sinum megin viö skrifborö. Drengurinn lék sér meö nokkur dýr og litla giröingu úr plasti. Hann notaði giröinguna ekki til aö giröa i kringum dýrin, heldur til að afmarka sinn hluta borðsins frá sálfræðingnum. Þegar sálfræð- ingnum tókst aö ná trúnaöi hans, tók hann girðinguna niöur, en ef sálfræöingur gætti sin ekki i sam- tali þeirra, varð drengurinn tortrygginn á nýjan leik og þá reisti hann óðara giröinguna á milli þeirra aftur. Þetta er gott dæmi um það, hvernig lesa má tilfinningar barna út úr leik þeirra. Börnin og „sannleikurinn” Börn lifa I annarri veröld en hinir fullorðnuveröld, þar sem ekki eru skörp skil milli veruleika og hugarflugs. Þaö er til litils að skamma fimm ára barn fyrir að ljúga, fyrir þvi er sannleikurinn dálitiö óljóst hugtak, og I flestum tilfellum álitur barniö, að þaö sé aö segja satt. Barn getur til dæmis sagt þá sögu, aö þaö hafi verið aö sigla meö skipi, siöan hafi þaö stigiö á land og þá hafi komið ljón út úr skóginum og étiö þaö... 1 raunveruleikanum hefur skipið kannske verið nokkrir stólar, sem raðað hefur verið saman, ljónið gamla dyramottan, en fyrir barninu var þetta raun- veruleiki. Þetta kann að vera skýringin á þvi, að trúðar vekja sjaldan hrifningu barna innan skóla- aldurs með töfrabrögðum sinum. Þau sjá ekki mikinn mun á þvi, sem þeir gera, og hversdagsleg- um leikjum sinum. Af sömu ástæöum hafa börn innan sex ára aldurs litla ánægju af sögunni um LIsu i Undralandi. Þau geta ekki séö neitt merkilegt viö reynslu LIsu, þau upplifa sjálf alveg jafn merkilega hluti i eigin hugar- heimi. Sá ósýnilegi Þegar börnin eru um það bil fimm ára gömul, er þaö algengt, aö sá ósýnilegi knýi dyra hjá þeim. Þaö getur jafnt veriö leikfé- lagi , dýr eöa jólasveinn, sem barniö talar viö, allavega bætir hann úr brýnni, áleitinni þörf barnsins fyrir samskipti við ein- hvern. Stúlka, sem átti heima hjá mörgum siðavöndum og alvar- legum frænkum, ásamt stóru systur, átti til dæmis aö leik- félaga ósýnilegan dreng, sem gerði grin aö öllu þessu fullorðna fólki, einkum stóru systur. Hann drap lika fólk, útskýrði stúlkan sjálf. Hann drap alla, sem ég gat ekki þolað.- Þaö er þannig ástæöa til að taka með gát öllu þvi, sem börn segja um heimili sin, og þaö sem þar gerist. Kennslukona sem kennir i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.