Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 1
wotel mimifi „Hótel Loftleiðir býöur gestum sfnum að velja á milli 217 herbergja með 434 rúmun — en gestum standa lika Ibúðir til boða. Allur búnaður miðast við strangar kröfur vandlátra. LOFTLEIÐAGESTUM LIÐUR VEL. ______________ Fiskeldi nýr þdttur búskapar hér á landi? BLEIKJAÍELDISTJÖRNUMÁSVEITA* BÆJUM EINS OG HÆNSNI í STÍUM EF TIL VILL er það ekki ýkja- langt undan, að fleiri eða færri bændur hafi svo sem tvær eöa þrjár tjarnir með alifiskum við bæjarvegginn, rétt eins og þeir eiga hænsni. Margir bændur, munu bafa bug á að reyna þetta, en áður þarf að yfirstiga tvo þröskulda —stilla fóðurkostnaöi i hóf og finna ráð til þess að vinna við umhirðu verði sem minnst, svo mannfæð á sveitabæjum hamli því ekki, að þessi nýjung verði tekin upp. — Um fyrra atriðið er það að segja, að við höfum verið að gera tilraunir með fóðrun alibleikju i stöðinni i Kollafirði, sagði Þór Guðjónsson veiðimálastjóri, er blaðið sneri sér til hans. Fóðrið hefur verið of dýrt i samanburði við markaðsverð á alibleikju, og við verðum að finna leiðir til þess að láta endana ná saman. Þegar hefur verið stigið spor i þá átt með þurrfóðrinu, sem Jónas læknir Bjarnason setti saman og farið er að framleiða i verksmiðju i Hveragerði, eins og þið hafið áður sagt frá. Þetta fóður er tölu- vert ódýrara, og þó engu siðra eða jafnvel betra, en Utlenda fóðrið. I öðru lagi verða nú prófaðir sjálffóðrarar, sem gera munu umhirðuna nauðalitla, ef þeir reynast vel. Við kaupum tólf til fimmtán slika sjálffóðrara, sem kosta átján þúsund krónur hver um sig, og gefist þeir eins og vonir standa til, verður fyrir- höfnin ekki önnur en sú að láta i þá fóður og stilla þá og hafa auga með að þvi, að þeir stiflist ekki. Það yrði stórmikill munur fyrir fáliðaða bændur, sagði Þór. Volgrurnar mikils virði — Ég hygg, hélt Þór áfram, að bleikjueldi gæti einkum orðið arð- vænlegt á bæjum, þar sem einhverjar volgrur eru til þess að ylja vatnið. Vaxtarhraði fisksins fer mjög eftir þvi, hvort vatnið er ofurlitið hlýrra en gengur og gerist, og hann verður mun fyrr markaðshæfur en ella i hæfilega hlýju vatni. Þannig fæst meiri arður og fyrr en annars myndi. Enn eitt atriði, sem getur gert fiskaeldi álitlegra, er kynbætur. Það er með bleikjustofninn rétt eins og sauðfé eða nautgripi, að eintsaklingarnir eru misjafnlega afurðasamir, og þegar okkur hefur unnizt timi til verulegra kynbóta, er ekkert liklegra en við fáum stofn, sem tekur eldi mun betur en Hliðarvatnsbleikjan okkar gerir nú, svona upp og ofan. Kynbætur fisks er óurinn akur, og þar hlýtur að mega áorka miklu. Reyndu fyrir 30 árum Það er annars ekki nýr draumur að ala fiska. Timanum er að minnsta kosti kunnugt um menn, sem reyndu þetta fyrir þrjátiu árum — löngu áður en völ var á nokkurri visindalegri leið- sögn i slikum efnum. Þetta voru þeir sveitungarnir og nafnarnir, Þórarinn Haraldsson i Laufási i Kelduhverfi og Þórarinn Jóhannesson i Krossdal, sem nú er látinn. — Það mun hafa verið árið 1943, sem við byrjuðum, sagði Þórarinn i Laufási, er við töluðum við hann um þetta. Við höfðum lesið grein eftir Jónas Kristjánsson lækni um fiskeldi með erlendum þjóðum, og afréðum að reyna þetta i polli, sem er rétt hjá Skúlagarði. Þar er volgra. Þetta var mest rælni, en þó þraukuðum við eitthvað þrjú ár við þetta. Satt að segja fláðum viðekkifeitan gölt. Meðal annars var örðugt um öflun á fóðri, og var það fangaráð okkar að láta mat via og gefa fiskunum maðkana. Annars höfðum við hrogn og jafnvel graut handa þeim. En sem sagt — við fórum allt of snemma á stað með þetta til þess að við gætum borið nokkuð úr býtum, bætti Þórarinn við. Nú mun ýmsa bænda fýsa að reyna fiskeldi og er blaðinu til dæmis kunnugt um, að Guðmundur Þorsteinsson i Neðri-Hrepp i Skorradal bjó sér til tjörn fyrir nokkru, þótt ekki hafi hann enn lagt út i fiskeldi. En ef til vill verða sjálffóðrararnir til þess, að hann eða aðrir hefjist handa. —JH Viktor Jónsson, stýrimaður á Guðmundi RE 29, mesta aflaskipinu á loðnuvertlðinni I ár, er glaöhlakka- legur á svipinn, þegar Róbert, ljósmyndari okkar, smellti þessari mynd af honum viö kraftblökkina. Ilann getur lfka brosað, þvi hann og skipsfélagar hans hafa sett yfir l(i þúsund lestir af loðnu i lestarnar á Guðmundi þá rúma tvo mánuði, sem loðnuvertiðin hefur staðið. Þeir hafa lika fleiri getað brosað, is- lenzku loðnusjómennirnir, þessa daga, þvi þeir hafa komið með á land vcl yfir 400 þúsund lestir af loönu. Með þessu hafa þeir aukiösinar tekjur og aukið vel við tekjur þjóðarbúsins. Hringvegur er forsenda eðlilegrar landnýtingar Eysteinn Jónsson. — HAFTIÐ á Skeiðarársandi er fjötur á þjóðinni, sagöi Ey- steinn Jónsson, forseti Sam- einaös þings, mesti hvata- maður þess, aö þessi mikla torfæra verði veguð. Þessi fjötur verður höggvinn af henni, þegar hringvegurinn opnast. Engin ein framkvæmd getur valdið jafnmikium straumhvörfum i þjóðlifinu, þegar landhelgismálið er frá- talið, og eðlileg landnýting getur ekki orðið veruleiki fyrr en þessu stórvirki er lokið, sagði hann. Við snerum okkur til hans vegna happdrættisláns þess, sem nú hefur verið boðið út til framhaldsframkvæmda á Skeiðarársandi, en á þvi, hvernig til tekst um sölu skuldabréfanna, veltur ein- mitt mjög, hversu miklu verð- ur kleift að áorka þetta ár. —• Fyrsti hluti happrættis- lánsins var boðinn út i fyrra, sagði Eysteinn, og þá fengu miklu færri skuldabréf en kaupa vildu. Maður vonar, að þessu útboði verði eins vel tek- ið, Hvort tveggja er, að þetta er mjög hagstæð ávöxtun fjár i visitölutryggðum, skattfrjáls- um rikisskuldabréfum, og svo eru þeir sem betur fer margir, sem gera sér fulla grein fyrir þvi, hversu geysimikilvægt það er að vega Skeiðarársand og brúa árnar, sem um hann falia, svo að samgöngur á landi sunnan jökla geti orðið með eðlilegum nútimahætti. Ég veit, að það er afarmikill áhugi á þvi hjá fjölda fólks, að þetta verk verði drifið áfram, og ég geri mér fyllstu vonir um, að það sjáist i skulda- bréfakaupunum, nú eins og i fyrra skiptið. — Þessar framkvæmdir á Skeiðarársandi hafa gengið svo vel, hélt Eysteinn áfram, að horfur eru á, að þeim megi ljúka og opna hringveginn á næsta ári, og það yrði vegleg minning ellefu hundruð ára búskapar þjóðarinnar i land- inu, eins og þið vikuð að i föstudagsblaði Timans. En þá riður auðvitað mjög á þvi, að vel takist til um skuldabréfa- söluna. Ég vona, að sem flestir geri sér fulla grein fyrir þessu og hagi sér i samræmi við það, ef þeir hafa nokkur tök á þvi, sagði Eysteinn að lokum —JH.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.