Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 8. april 1973. Menn 09 m Aðbjarga eigin skinni á kostnað þjóðarhagsmuna? Myndin sýnir hvar hraunveggurinn hefur stöövazt viö hús Fiskiöjunnar f Vcstmannaeyjum og slöngurnar, sem flytja sjóinn til kælingar á Ljósm. GA—Timinn. Frumkvöðull fallinn I siöustu viku fór fram útför Björns Pálssonar, flugmanns. Björn var brautryöjandi I is- lenzku sjúkra- og björgunarflugi og eiga fjölda margir honum beinlinis lif aö launa. Björn vann einstök afrek á þessu sviöi. Þetta starf er Björn heígaöi lif sitt var vafalaust hið hættulegasta og erilsamasta, sem hægt var að velja sér. Björn lagöi ótvirætt lif sitt i mikla hættu ótal sinnum, en með þvi bjargaöi hann ótöldum mannslifum. Til Björns var ein- mitt leitað, þegar aörar bjargir voru bannaðar og oft þegar verst lét að veðri og allar samgöngu- leiðir lokaðar. En Björn var jafn- an reiöubúinn og sinnti kalli á nóttu sem degi og lagði oft i hina mestu tvisýnu — og lenti ef nokk- urn flatan blett var að finna. Og þeir, sem bezt þekktu Björn, sögðu, að það væri engin tilviljun, að hann valdi sér þetta lifsstarf, þrátt fyrir þá erfiðleika, eril og hættur, sem þvi fylgdi. Svo rót- gróin var mannúð og hjálpsemi i lunderni hans, eiginleikar sem komu fram i daglegum samskipt- um hans við samferðamenn, en Björn var allra manna ljúfastur i viðmóti, léttur i lund, hvers manns hugljúfi og hrókur fagnað- ar, ef þvi var að skipta, en samt stilltur vel og virtist ekkert geta raskað ró hans og stillingu á hættunnar stund. Þjóðin öll stendur i mikilli þakkarskuld við Björn Pálsson og mun hans verða minnzt sem mikils brautryðjanda i islenzkum samgöngu- og heilbrigðismálum. Ósérplægni hans og fórnarlund lýsir við himin sem fyrirmynd til eftirbreytni i lifsgæðakapphlaupi eigingirninnar, sem um of hefur sett mark sitt á þjóðfélag okkar á ofanverðri 20. öld. Fyrirlitning Breta og Vestur-Þjóðverja á fiskvernd- araógerðum Sá atburður, sem gerðist á Sel- vogsbanka sl. þriðjudag um þær mundir, sem vestur-þýzk sendi- nefnd ætlaði að setjast að samningaborði i Reykjavik um sættir i landhelgisdeilunni, er rúmlega tveir tugir vest- ur-þýzkra togara hópuðust inn á viðkvæmasta hrygningarsvæðið i trausti þess að þeir myndu verða látnir afskiptalausir meðan vest- ur-þýzkir sendimenn héldu uppi samningaþófi við Islendinga, sýnir glöggt, hve takmarkalausa fyrirlitningu þeir, sem ferðinni ráða i landhelgismálinu hjá vest- ur-þýzkum yfirvöldum, þ.e. út- gerðarmenn og togaraskipstjór- ar, hafa á þeirri varnarbaráttu, sem tslendingar nú heyja gegn ofveiði og rányrkju á fiskimiðun- um við ísland, þar sem liggur sjálfur lifsgrundvöllur islenzku þjóðarinnar. Sama villimanns- eðlið kemur fram i þvi, er brezk stjórnvöld láta eins og brezka þjóðin eigi eins mikið, ef ekki meira, undir fiskimiðunum við Island og tslendingar sjálfir og visa á bug röksemdum um að Is- lendingar séu að verja lifsrétt sinn til að byggja tsland, sem á nær engar auðlindir aðrar en fiskimiðin umhverfis landið. Þeir skella skollaeyrum við viðvörun- um og skýrslum alþjóðlegrar fiskifræðinganefndar, sem segir fiskstofnana i hættu vegna ofveiði og ungfiskadráps, og segja að út- færsla fiskveiðilögsögunnar við tsland stafi af frekju og yfirgangi tslendinga til að nýta eigin mið. sem Bretar eigi sögulegan rétt til að nytja. Þeir kippa sér ekkert upp við það, þótt staðreyndir segi, að allt að 66% af þeim afla, sem landhelgisbrjótarnir landa I brezkum höfnum sé ókynþroska hrauninu. — smáfiskur, sem þýðir, ef fiskarnir væru taldir, að aðeins örlitil pró- senta af fiskfjöldanum hefur náð að auka kyn sitt. Brezk stjórnvöld taka góða og gilda þá skýringu á þessum óverjandi skemmdar- verkum frá þeirri hagsmuna- kliku, sem virðist stjórna brezku rikisstjórninni i þessu máli, að á þeim fjarlægu miðum, sem brezki togaraflotinn stundar veiðar, verði þorskur yfirleitt ekki stærri!! Hugarfars- breyting Þessi atburður á Selvogsbanka varð þó til þess að vart varð hugarfarsbreytingar i rit- stjórnargreinum Mbl. i land- helgismálinu. Virtust ritstjórar Mbl. finna til sem Islendingar og standa vonir góðra manna vissu- lega til þess að sú breyting verði varanleg. Kom þar fram glöggur skilningur á yfirgangshugsunar- hætti Breta og þar var lýst ósvifni þeirra, ófyrirleitni og hroka og Vestur-Þjóðverjar fengu einnig sinnn skammt. Fram að þvi höfðu það aðallega verið islenzkir ráð- herrar, sem höfðu fengið þessar einkunnir hjá ritstjórum Mbl., þegar rætt var um landhelgis- málið. Betra er seint en aldrei, en vissulega hefði verið betra að þessi næmi skilningur hefði verið fyrir hendi, þegar ráðamenn Sjálfstæðisflokksins gerðu óláns- samningana við Breta árið 1961. Þá höfðum við unnið sigur i bar- áttunni fyrir 12 milum. Staða Breta i deilunni við okkur nú væri vonlaus og veik, ef þeir samning- ar hefðu ekki verið gerðir. Það eina sem Bretar og Alþjóðadóm- stóllinn standa á nú eru þessir samningar. 15. feb. 1972 ákvað Alþingi ts- lendinga með atkvæðum allra þingmanna að segja þessum samningum upp og lýsa þá óbind- andi fyrir tslendinga. A þeim grundvelli visum við á bug hvers konar afskiptum og úrskurðum Alþjóðadómstólsins i Haag. Þess vegna neitum við að koma nærri nokkrum málaferlum gegn okk- ur, sem grundvölluð er á samningum, sem allir alþingis- menn á tslandi hafa einum rómi lýst úr gildi fallna og Islendingum óviðkomandi. Þess vegna sendum við enga fulltrúa til Haag og það er engum heimilt að gera, nema Alþingi breyti samþykkt sinni frá 15. feb. 1972. Að bjarga eigin skinni Þeir alþingismenn, sem harðast berjast fyrir þvi að Is- lendingar sendi málflutnings- menn til Haag, hafa ekki gert neinar tillögu um það að Alþingi breyti ákvörðun sinni frá 15. feb. 1972 með nýrri samþykkt um að senda málflytjanda til Haag. Þeim hefur gefizt til þess nægur timi og hefðu gert það, ef þeir raunverulega tryðu þvi að þjóðarhagsmunum yrði þjónað með þeim hætti. En sannleikurinn er sá, að þessum „málflytjanda- áróðri” er ætlað að villa um fyrir mönnum um eðli samninganna frá 1961 og breiða yfir það glap- ræði, sem samningarnir frá 1961 voru, en sumir þeir sem hæst tala nú um málflutning fyrir Haag báru fulla ábyrgð á sem þáver- andi ráðherrar. Þeir forystumenn Sjálfstæðis- flokksins, sem hæst hafa i þessu máli, stunda þennan „málflutn- ingsáróður” i þeirri vissu, að meirihluti Alþingis muni aldrei leggja við honum eyru og i þeirri vissu að rikisstjórnin muni aldrei senda mann til Haag. Þessir menn segjast ákaflega bjartsýnir á sigur i Haag og eru með barna legar vangaveltur þar að lútandi. Ef dómur gengur gegn okkur i Haag, ætla þessir sömu menn, samningamennirnir frá 1961, að halda þvi fram áfram, að samningarnir 1961 hafi verið „mesti stjórnmálasigur ts- lendinga”, og það sé aðeins nú- verandi rikisstjórn að kenna að Haag hefur dæmt gegn okkur vegna þess að stjórnin féllst ekki á aðsenda málflytjanda til Haag! Þetta eru menn með sektartil- finningu vegna mesta glappa- skots, sem gert hefur verið i millirikjasamningum tslendinga, og þeir bera ábyrgð á, sem leyfa sér að sá til deilna og klofnings og spilla þannig þeirri eindregnu þjóðarsamstöðu, sem rikt hefur i landhelgismálinu. Þessir menn halda að með þessari iðju geti þeir bjargað eigin stjórnmála- skinni og virðast kæra sig kollótta um, þótt þeir með athæfi sinu færi andstæöingum okkar I land- helgismálinu vopn i hendur og veiki um leið samstöðuna heima fyrir. Falsrök afhjúpuð Rök þessara manna eru lika gagnsæ og haldlaus og hafa verið afhjúpuð sem hreinar blekkingar. Á fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu um sið- ustu helgi kaffærði Jón Skaftason 3 höfuðröksemdir þessara „mál- flutnings”-manna,sem eru þessi: ,,a) Frestun efnisdóms fram yf- ir hafréttarráðstefnuna. Alveg sýnist mér ósannað, að það að senda málflytjanda til Haag þurfi að leiða til lengri frests á dóms- uppkvaðningu en hin aðferðin að senda engan málflytjanda. Ósennilegt verður að telja, að dómstólíinn úrskurði okkur alla fresti gegn mótmælum Breta. Mætum við ekki, ber dómstólnum skylda skv. 53. gr. samþykkta hans til þess að rannsaka allar málsástæður, likt og sakadómur, og ekkert bannar tslendingum að senda bréf, simskeyti o.fl., og vekja þannig athygli dómsins á tilteknum atriðum, sem hann myndi þá rannsaka. b) Þá er þvi haldið fram, að við munum vinna efnisdóm I málinu. Engin fullnægjandi rök fylgja þessari fullyrðingu, og mér finnst a.m.k. litið samræmi vera i þvi, að halda þessu fram, og jafn- framt þvi, að einn aðalávinningur okkar við að mæta fyrir Haag fel- ist i þvi.að fá sem lengstan frest. Hvi skyldu þeir, sem trúa á efnis- dóm okkur hagstæðan i málinu, vilja fresta honum? c) Þá er þvi haldið fram, að Bretar verði að fara út fyrir 50 milurnar strax og við samþykkt- um lögsögu Haagdómstólsins, og i þvi sambandi vitnað til yfir- lýsinga islenzkra ráðamanna frá 1961, er landhelgissamningurinn var til umræðu á Alþingi, yfir- lýsinga, sem Bretar hafi ékki mótmælt. Mbl. vitnar m.a. til eftirfarandi ummæla Bjarna Benediktssonar: „Þvi fer fjarri, að við þurfum að spyrja Breta um nokkuð i þessu sambandi. Það, sem ákveð- iðer skv. samkomulaginu, er hitt, að við tilkynnum Bretum og þar með öðrum þjóðum um okkar ein- hliðaútfærslu, sem tekur gildi að þeim 6 mánuðum liðnum, ef ekki áður er búið að hnekkja henni með úrskurði alþjóðadómstóls. Þetta er vafalaust rétt hjá hon- um, en reynslan hefur sýnt hvað þetta þýðir i reynd i yfirstandandi deilu við Breta, þvi að 14. april 1972 skutu þeir deilunni út af boð- aðri útfærslu fiskveiðilandhelg- innar 1. sept. 1972 til Haag og fengu þann 17. ágúst leiðarvisun um bráðabirgöaúrskurð, sem þýddi m.a. að Bretar gætu fiskað allt upp að 12 milum, þar til efnis- dómur gengi. Það er þvi ljós, að Bretar hafa frá byrjun reiknað dæmið þannig, að þeir gætu á 6 mánaða frestinum fengið bráða- birgðaúrskurð frá Haag, er kvæði á um „status quo” um fiskveiði- landhelgina við tsland og reynsl- an hefur sýnt, að þar hafa þeir reiknaö rétt.” „Frjálslyndi" Mbl. í verki A fundinum þar sem Jón Skaftason afhjúpaði þessi blekk- ingarök manna með sektartil- finninguná frá 1961, var staddur einn af ritstjórum Mbl. Hann var þar mættur með blýant og blað og stóð greinilega til að gera ræðu Jóns skil, þvi að hann hafði kallað ljósmyndara blaðsins inn á fundinum til að taka myndir af Jóni og fundarmönnum. Engin frásögn af þessum fundi hefur birzt I Mbl. ennþá og mun vafalaust ekki birtast. Ritstjórar frjálslynda blaðsins, sem þeir segja að sé sjálfur grundvöllur frjálsra skoðanaskipta i landinu, þegar þeir eru að gera úttekt á sjálfum sér og blaðinu, birta ekk- ert i stærsta máli þjóðarinnar, sem er ekki á linu þeirrar kliku, sem blaðinu ræður. Þekktur Sjálfstæðismaður i Reykjavik, Pétur Guðjónsson, hefur nú afhjúpað sannleikann um frjálslyndi og umburðarlynd- ið gagnvart skoðunum annarra, sem ritstjórar Mbl. eru haldnir. Timinn birti sl. föstudag grein Péturs um landhelgismálið en greinina hafði Mbl. neitað að birta. I formála fyrir greininni i Timanum segir Pétur: „Morgunblaðið er stærsti og áhrifamesti fjölmiðill i einkaeign á tslandi. Sem slikt hefur það vissum skyldum að gegna gagn- vart þjóðinni — skyldunni að upp- lýsa, skyldunni að fræða. Þetta er sama skyldan og er forsendan fyrir prentfrelsinu. Það er gott að minnast þess á öllum timum, að fyrir prentfrelsið verður að gjalda, — aðalgjaldið er uppfyll- ing skyldunnar að upplýsa, skyldunnar að fræða. Hér á eftir fer grein, sem gefur upplýsingar um nokkur meginatriði i stærsta máli þjóðarinnár I dag, land- helgismálinu. Máli, sem tekizt hefur aðdraga út úr flokksviðjum og skapa algjöra samstöðu þjóðarinnar um, samanber þings- ályktunarsamþykktina 15. febr. 1972, er hendur allra þingmanna á Alþingi voru á lofti i einu til sam- þykktar. Það er algjör forsenda fyrir sigri i málinu, að þjóðin haldi samstöðu sinni, þvi er þeim mönnum mikil ábyrgð á höndum, sem á einn eða annan veg orsaka brot á þessari samstöðu. Þjóðar- gæfa tslendinga stendur eða fell- ur með þessari samstöðu. Grein- in, sem hér fer á eftir, er sýnis- horn af þvi, hvað ritstjórar Morgunblaðsins telja að ekki megi koma fram fyrir almenn- ingssjónir i sambandi við land- helgismálið. Dæmi svo hver sem vill”. Þann dóm geta lesendur Tim- and kveðið upp eftir lestur föstu- dagsblaðsins. — TK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.