Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 8
Garðar II. Svavarssoti kaupmaður í skrifstofu sinni. Ilefur verið eigandi kjötverzlunar Tómasar að Laugavegi 2 sföan árið 1959. Garðar er þekktur laxveiðimaður og áhugasamur um laxveiði. Svona verzlun er ekki hægt að flytja segir Garðar Svavarsson, kaupmaður hjá Tómasi að Laugavegi 2 i viðtali við Timann Fjöibreytní í kjötvorum ryðja sér til rúms. Nautakjöt, svinakjöt og fuglar. Allt vinnur þetta á, og áskurður og salöt eru fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. Kjötvinnsla hafði verið stór lið- ur i rekstri Kjötverzlunar Tómas- ar Jónssonar. Fyrst eftir að ég tók við, fylgdi ég sömu stefnu. Ég reyndi að fjölga verzlununum og stofnaði tvær ágætar kjötverzlan- ir i nýju hverfunum og um tima hafði ég 50-60 manns i vinnu. En ég hef selt þessar verzlanir frá mér og annast ekki lengur kjöt- vinnslu Ég stofnaði ásamt nokkrum öðrum KJÖTVER HF. Þar fáum við allt kjöt og allar unnar kjötvörur og Kjötver er orðið að stóru kjötvinnslu- og kjötsölufyrirtæki, en það verður ódýrara að hafa vinnsluna fyrir sem stærstan hóp verzlana. Eftir þetta, má segja,að við höf- um farið að láta taka til okkar á öðru sviði, en það er þorramatur- inn. Þorramaturinn til út- landa Verzlunin byrjaði fyrir nokkrum árum að senda matar- sendingar til útlanda fyrir fólk. Áður fyrr þurfti fólk mikið að hafa fyrir þvi að senda matar- pakka til útlanda, en nú er þetta aðeins verzlunarþjónusta. Við- skiptavinurinn kemur og pantar og borgar ^ina vöru. Verzlunin sér siðan um pökkun og sendingu vörunnar, en,kúnninn,,hefur jafn- framt greitt burðargjaldið hjá okkur. Þessi þjónusta hefur vaxið ár frá ári. Við höfum mjög hentugar pakkingar fyrir hinar ýmsu vörutegundir og fylgjumst með ferðum og skipulagningu flutninganna út i hörgul.,Við höf- um einnig til sölu sérstaka staðlaða matarpakka, s’em selj- ast mikið, en að auki seljum við og sendum það sem „kúnnarnir” velja. Þó að þetta virðist á yfir- borðinu afskaplega einfalt, þá er það samt margt, sem gæta verður að. Það þarf að afla leyfis frá dýralækni fyrir sendingunni, eða vottorðs, útbúa tollskjöl og það þarf að hafa pakkana til á réttum tima. Matur verður að vera ferskur og óskemmdur, þegar hann nær á áfangastð. Það hafa margir gefizt upp við þess háttar verzlun, en við höfum komið góðu skipulagi á málin, og þvi fer þessi starfsemi vaxandi hjá okkur. Þá seljum við mikinn þorramta á Þorrablótin, sem haldin eru á hverjum vetri, innanlands og utan. Timinn heimsótti kjöt- verzlun Tómasar Jóns- sonar og hitti Garðar Svavarsson, kaupmann að máli, en Garðar hefur verið eigandi verzlunar- innar siðan árið 1959, er hann keypti hana fyrir sexhundruð þúsund krónur og tók jafnframt á leigu verzlunina á Laugavegi 32. Sagðist Garðari frá á þessa leið: Keypti verzlun 23 ára — Ég keypti kjötverzlun Tómasar Jónssonar, 23 ára gam- all. Ég vann áður við heildverzlun hér i borginni, en tvö ár hafði ég unnið hjá Sláturfélagi Suður- lands, svo það má segja, að ég hafi ekki verið algjör byrjandi i faginu. Til kaupanna notaði ég sparifé og ennfremur seldi ég ibúö, er ég átti og varði andvirð- inu til kaupanna. Tómas Jónsson, kjötkaupmann þekkti ég ekki. Hann var látinn fyrir þennan tima, en hins vegár mundi ég eftir honum, sem gamall Reykviking- ur. Það sópaði alltaf að Tómasi og hann var kunnur borgari. Ég kom nokkuð i verzlun hans, eins og aörir, og er mér minnis- stætt,að þar var mikiö aö gera, ei siður en núna. Tómas stjórnaði öllu i búðinni, en á kontórnum sat Þorsteinn Bjarnason bókari og kennari, og tók niður pantanir i sima. Hann vann þó vist aðeins um helgar, þegar mest var að gera. Mér eru lika minnisstæðar auglýsingarnar frá Tómasi. Þær voru stöðugar og nýstárlegar og hefi ég reynt að færa mér auglýs-, ingarnar i nyt á svipaðan hátt. Reynum að hafa sauða- hangiket og fleira Ennfremur reynum við hér að viðhalda gamla timanum, eftir beztu getu. Þessi búð hefur sinn stil og hann verður að varðveita. Þessvegna seljum við og reynum að hafa á boðstólum ýmsar vörur, er gerðu verzlun Tómasar að þvi sem hún varð. Við verðum til dæmis að reyna að hafa til sölu svartbaksegg á vorin, ennfremur svartfuglsegg. Þarna erum við að þjóna hópi viðskiptamanna, sem áratugum saman hefur fengið þessa vöru i þessari sömu búð. Unga fólkið fær sér eitt og eitt egg til reynslu og sumir halda áfram að kaupa eggin hvert vor upp frá þvi. Sama er að segja um sauða- hangiketið, sem við reyndum að hafa alltaf til fyrir hátiðar. Margir eru litið hrifnir af þessu hangikjöti, en viö reynum samt að hafa þetta, ásamt venjulegu hangikjöti, og það væri mjög afdrifarikbreyting, ef við hættum þvi. Sama er að segja um hákarl- inn. Við höfum vestfirzkan og austfirzkan hákarl til sölu. Úrvalsvöru, en þvi miður get ég ekki sagt ykkur hverjir framleiða hann fyrir okkur. Það er fag-leyndarmál. Segja má þvi, að sérgrein okkar sé allskonar forn, islenzkur matur, þótt algengar fæðutegundir séu vitaskuld til lika, og ekki siður til sölu i búð- inni. Þó má segja að vörurnar séu svolitið að breytast. Hér áður fyrr var sala á dilkakjöti aðalgrein kjötverzlana. Organgskjötið var lika nýtt til hins ýtrasta. Nú er þessu ekki lengur svo farið. Við seljum vitanlega mikið af dilka- kjöti, en nýjar tegundiir eru að Rjúpur og sjófuglakjöt Annað, sem segja má/að . sé sérgrein kjötverzlunar Tómasar, það er#að verzlunin reynir aö afla fjölbreyttrar vöru. Við verðum að hafa rjúpur fyrir stórhátföar og Framhald á bls 39 Sumir viðskiptavinirnir beita hyggindum og nákvæmni viö innkaupin. Guömundur Arnason, lista- verkasali frá Stóra-Hrauni les munaö sinn á framandi máli. Hann var aö kaupa silung.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.