Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 26

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 8. april 1973. Fjölda morð skýjum ofar Hann drap sjö aoiki/ ^tungíibhUu gCongmun Mandatty taunégyln PrátftS Uuagáífiaé ’ara^eifn Htrm« Ryibf&í'nf ,é I ^p*ung^*t>ng V4v[ ! \Mergtit. 'r^Jcai'aj Pff >JKAM8ÖpS \ Fnote-P«nh cKc i ,ao; Ctm'Síí, ikj &aí*ft#5r. Svngkhla HM Hér sést flugleift Convair-þotunnar, Bangkok-Hong Kong. dra dóttur sína og vinkonu sér til fjdr Convair-farþegaflugvél var sprengd i loft upp fyrir nokkru yf- ir Suður-VIetnam. Allir um borð fórust. Hver hafði komiö fyrir sprengju um borö? — Geðveikur inaður? — Nei. Thailenzka lög- reglan komst á slóð fjöldamorð- ingjans I æsilegu og fjölbreyttu næturlifi Bangkok.. Og fjölda- morðingjann var raunar að finna i röðum sjálfrar lögreglunn- ar. Og meöal þeirra, sem fórust var dóttir hans sjálfs og vinkona hennar.... Flugfreyjurnar um borð i hinni hvit-grænu Convairþotu hættu að bera fram ókeypis drykki fyrir farþegana. Fylgt hafði verið leið- inni ,,Grænn 67” frá Bangkok, og nú átti einmitt að fara að beygja inn yfir miðhálendi Vietnam. Eft- ir skamma stund kæmi radióvit- inn i Qui Non i Ijós, þá yrði snú- ið á bakborða, inn á flugleiðina „Ambur 70", sem liggur yfir Kinahaf rakleiðis til Hong Kong. 8000 metrum yfir hinu striös- hrjáða S-Vietanm var ekkert, sem minnti á strið. Hér rikti frið- sæld, þar til allt i einu, að griðar- leg sprenging varð. Það var nákvæmlega 64 minútum og fjór- um sekúndum, eftir að flugvélin hafði lagt upp af alþjóðlega flug- vellinum i Bangkok. Annar flugmaður hafði verið i sambandi við loftferðaeftirlitiö i Saigon, rétt áður en slysið varð. Þetta var hrein vanatilkynning, sem gefin var, er farið var framhjá stjórnpunktinum „Papa Echo Five”, skammt frá Pleiku. Þetta var siðasta lifsmarkið frá flugvélinni CX 700 þann 15. júni 1972. Enginn möguleiki að lifa af Leifar flugvélarflaksins fund- ust þegar að kvöldi sama dags á gisnu skógarsvæði um 25 kiló- metra frá Hraðbraut 19, — vegi sem orðið hafði fyrir miklum áföllum. Um hann var eina sam- bandið milli Pleiku og strandar- innar. Það var ekkert vitað um, hvort Vietkong-skæruliðar héldu til á þessu svæði einmitt á þessum tima, svo aö suður-vietnamskir hermenn finkembdu fyrst slys- staðinn, áður en send voru boð eftir flugslysasérfræðingum frá Saigon. Komu þeir skömmu siðar með þyrlu á staðinn. Það var mjög óhugguleg sjón, sem blasti við sérfræðingunum, er þeir komu á vettvang. Auðséð var, að enginn af þeim 81 manni er um borð höfðu verið hafði haft nokkurn möguleika á þvi að kom- ast lifs af. Flugvélin, sem var af gerðinni Convair 880 M og i eigu flugfélagsins „Cathay Pacific Airways eða CPA”, hafði sýni- lega sprungið i tætlur i mikilli hæð. Hlutar af stýriklefanum, farþegarúminu og stélinu höfðu dreifzt yfir einnar milu svæði. Og vitt og breitt á þessu svæði blöstu við lik farþega og áhafnar. CPA er litið flugfélag i Asiu. Það flyturekki nema um 700þús- und farþega á ári og kallar sig svæðisbundið félag. En flugleiðir þess ná þó allt frá Perth i Astraliu til Tokyo og Seoul. Félagið er ekki innan vébanda Alþjóðl. flugum- ferðarstofnunarinnar, IATA, og Eftirtaldir fylgihlutir eru INNIFALDIR i verði hrærivélarinnar: Timastillir, stigalaus hraða- stillir, stór stálskál, hnoðari, þeytari, dropa- teljari, sköfur, hakkavél, berjapressa, hnetu- kvörn, pylsujárn, grænmetiskvörn, sítrónupressa og mixari. Auk þesser fáanlegt: Kartöfluskrælari og hnoðari fyrir mikið magn. Vörumarkaðurinn hf. J ÁRMÚLA 1A • SÍMI 86-112 Electrolux TRYGGIR GÆÐIN Útsölustaðir: Keflavik: Stapafell hf. Akranes: Verzl. örnin Borgarnes: Verzl. Stjarnan isafjörður: Straumur Akureyri: KEA getur þar af leiðandi boðið farþegum sinum upp á lág far- gjöld og ókeypis vlnveitingar. Ekki leið á löngu, áður en sér- fræðingarnir sendu fréttastofum tilkynningar um mögulegar orsakir flugslyssins i suður-viet- namska hálendinu. Gáfu þeir upp þrjá möguleika. 1 fyrsta lagi árekstur milli farþegaþotunnar og orustuflugvélar úr bandariska flughernum. 1 öðru lagi, að far- þegaþotan hefði orðið skotspónn norður-víetnamskrar Sam-eld- flaugar. (Það var möguleiki á þvi, að hin sjálfstýröa eldflaug hefði „ruglazt” á farþegaþotunni, og bandariskri orustuþotu.) Þriöja möguleikann töldu sér- fræðingar þann, að sprenging hefði orðið um borð. Sérfræðingarnir álitu það mjög ósennilegt, að slysið hefði orðið af völdum vélarbilunar eða annarra tæknilegra galla flugvélarinnar. í fyrsta lagi staðfestir reynslan, að slikt gerist mjög sjaldan. Tæknibúnaður nýtizku farþega- þota er nefnilega tvöfalt eða jafn- vel þrefalt tryggður fyrir hugsan- legum tæknilegum galla. I öðru lagi hefði slysið aldrei orðið svo viðamikið, ef það hefði orsakazt af tæknilegum galla. Og áhöfnin hafði jú ekki tilkynnt um neina bilum. Brot i likunum Kenningin um árekstur uppi i loftinu var studd af flugeftirlits- manni i stjórnturninum I Saigon. Kvaðst hann hafa skrásett tvo ljósdepla á radarskerminum i grennd við „Papa Echo Five”, er flugvélin CX 700 hafði haft samband við turninn. En CX 700 átti i rauninni aðeins að gefa einn ljósdepil. Somchai Chaiyasut, — lögregluforingi og einn af viöbjóöslegustu morö- ingjum, sem þekktir eru úr sögu glæpa i heiminum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.