Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 8. april 1973. Meistari þeirra og guð er Manchester United Hvað er Manchester United? — hvað er Liverpool? — hvað er Tottenham? — eða hvað er Cyrstal Palace?... Spurningar eins og þessar getur þú lagt fyrir nær alla íslendinga, sem eru komnir til vits og ára, og hafa fylgzt með þvi, sem er að gerast i heiminum undanfarin ár, og fengið rétt svar frá þeim flestum ef ekki öllum. Fyrir þessa sömu getur þú lagt spurningu, sem ætti að segja þeim öllu meir, eins og hvað er hæsta fjall á íslandi — hvar er stærsti skógur landsins — hvað heitir vestasti jökull landsins -eða hvað hét fyrsti íorsætisráðherra landsins?... og þú færð ekki rétt svar nema frá litl- um hluta. Ilver er ástæðan og hvað er annars þetta Manchester United, Tottenham eða hvað það nú heitir.. Svarið er... þetta eru nöfnin á enskum knattspyrnuliðum — og ástæðan.. þau eru meir i fréttum og eru áhugaverð- ari en fjöllin, skógar og flest annað okkur nærtækara i augum fjölda fólks 1 þessu er tsland ekki nein undantekning frá öðrum þjóftum, a.m.k. ekki nógrannaþjóóum okkar. Þaft eru milljónir manna i Evrópu og vióa annars staðar, sem gleypa allt i sig, er varóar enska knattspyrnu. Sumir lóta sór nægja að fylgjast aðeins með úrslitum úr leikjum, aðrir ba'ta við sig nöfnum <1 leikmönnum og fróðleik um liðin og enn aðrir eru bókstaflega alætur þeir vita ekki aðeins allt um leikmenn og liðin. heldur geta þeir sagt þór úrslit úr leikjum mörg ár aftur i timann og vita jafnvel hvaða númer af skóm einstaka leikmenn nota. Milljónir manna og kvenna á öllum aldri fylgjast með viður- eignum þessara liða á hverjum laugardegi, frá þvi snemma á haustin og langt fram á sumar. Annað hvort með þvi að vera á staðnum öskra þar og æpa eða sitja heima i stofu og sjá viöur- eignina á sjónvarpsskerminum. Við Islendingar erum i siöari hópnum. Enska knattspyrnan i islenzka sjónvarpinu er trúlega eitt vinsælasta efnið sem þar er sýnt, og þaö er ótrúlegasta fólk, sem lætur sig ekki vanta fyrir framan sjónvarpið á sunnudags- kvöldum klukkan sjö. Sagt er að ef fundur i einhverjum félagsskap stendur yfir þegar klukkan er að verða sjö, hverfi stærsti hluti fundarmanna á brott. Þess munu jaínvel dæmi að á kvenfélags- Farangur þeirra i hverri ferð er bjór, vin og vindlingar. fundi i þorpi úti á landi, hafi fundi verið slitið i snarhasti og honum siðan framhaldið siðar um kvöld- ið, til þess að konurnar gætu fylgzt með leiknum i sjónvarpinu. Ekki má gleyma aðalástæðunni fyrir áhuga fólksins, en það eru getraunirnar, sem þúsundir tak’a þátt i hér á landi. Þá er hlutverk blaðanna ekki minna. Þau segja frá leikjum og öðru i sambandi við ensku knattspyrnuna undir risafyrirsögnum, og hvaða póli- tikus sem væri, gæti verið ánægð- ur með að fá eins mikið rúm undir greinar sinar og ummæli um sjálfan sig, og sumir ensku knatt- spyrnumennirnir fá....Allt þetta er lesið og jafnvel lært utanbókar, og þeir sem telja sig ekki fá nægi- lega mikið með þvi, kaupa ensk knattspyrnublöð, sem fást orðið i öllum bókabúðum og seljast næstum eins vel og Hjemmet eða önnur álika — „metsölustöð”. Eita guðinn sinn á ónýtum járnbrautarvögnum um allt England. En það er einn hlutur i sam- bandi við þetta allt, sem við hér heima sjáum ekki og heyrum ekki talað um nema litillega. Við heyr- um að visu i þvi óminn þegar við opnum fyrir sjónvarpið á sunnu- dagskvöldum klukkan sjö, og stundum verður þessi ómur að öskrum i eyrum okkar. Þegar við slökkvum á tækinu er þetta gleymt. En þá stendur yfir hinn virkilegi bardagi á leikvanginum, og hann hefur jafnvel staðið yfir i margar klukkustundir. Þetta eru hinir tryggu stuðningsmenn lið- anna, eða „The Supporters” eins og Englendingar kalla þá einu nafni. Hvert félagslið á Englandi á sina stuðningsmenn. Þeir koma á alla heimaleiki liðsins og stór hópur þeirra eltir liðiö hvert á land sem er, jafnvel heimshorn- anna á milli, eins og við höfum orðið vitni að hér. Um 80 manns elti Tottenham er það lék við IBK á Laugardalsvellinum sl. sumar. Sum þessara liða eiga tiltölulega friðsama fylgjendur en önnur slika, að lögregluliö heillar borg- ar fer að skjálfa er þaö veit að nú er von á þeim i heimsókn. 1 þeim hópi eru framarlega i flokki þeir sem fylgja eftir einu þekkt- asta og vinsælasta liði Eng- lands...Manchester United. Tveir sænskir blaðamenn og ljós- myndari fylgdust með hópnum á útileik á milli Chrystal Palace og Manchester United. Voru þeir með frá þvi að hann fór að undir- búa brottförina og þar til að kom- ið var heim aftur til Manchester frá London. Þetta var ferðalag Þeir láta tattövera sig m\ndii og annaö er varðar guð þeirra —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.