Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 19
Sunnudagur 8. april 11)73. TÍMINN 19 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrcs Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduluisinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur í Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Aðrar skrifstofur: sími 18300. Áskriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. _____________________________________________ Endurnýjum ekki okið Þegar landhelgissamningurinn við Breta 1961 var til umræðu á Alþingi lýstu allir þing- menn þáv. stjórnarandstöðu yfir þvi, að hann væri nauðungarsamningur og að þeir myndu nota fyrsta tækifæri til að fá hann felldan úr gildi. í samræmi við þetta, gengu Framsókn- arflokkurinn, Alþýðubandalagið og Samtök frjálslyndra og vinstri manna til siðustu alþingiskosninga með þá sameiginlegu stefnu- skrá, að þessir aðilar myndu beita sér fyrir* niðurfellingu landhelgissamninganna frá 1961, ef þeir fengu meirihluta á Alþingi. 1 framhaldi af þvi var svo samþykkt ályktun á Alþingi 15. janúar 1972, þar sem lýst var yfir þvi, að land- helgissamningarnir frá 1961 væru fallnir úr gildi og þvi ekki bindandi lengur fyrir Island. Ástæðan til þess að stjórnarandstöðuflokk- arnir á þingi 1961 vildu ekki hlita landhelgis- samningunum og beittu sér fyrir uppsögn þeirra var aðeins ein. Hún var sú, að sam- kvæmt þeim fengu stjórnir Bretlands og Vest- ur-Þýzkalands rétt til að leggja það undir úrskurð Alþjóðadómsins, ef Island færði út fiskveiðilögsöguna i meira en 12 milur. Stjórnarandstæðingar 1961 vildu ekki una þvi og töldu það lika háskalegt, að íslendingar ættu einir allra þjóða að sætta sig i þessum efnum við úrskurð dómstólsins, sem hæglega gæti dæmt eftir úreltum reglum, sem yfirgangur stórvelda hefur myndað. Þess vegna létu stjórnarandstæðingar frá 1961 það verða eitt fyrsta verk sitt eftir að þeir fengu þingmeirihluta að lýsa þessa samninga úr gildi fallna. Það var eingöngu gert til að þurfa ekki að hlita úrskurði alþjóðadómstóls- ins um útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Nú hefur það ótrúlega skeð, að alþjóðadóm- urinn hefur ekki viljað fallazt á að samning- arnir frá 1961 séu uppsegjanlegir og sýnir það bezt, hve illa hefur verið frá þeim gengið. En íslendinga skiptir þessi úrskurður ekki máli. Þeim ber að halda þvi jafnt til streitu, að rétt- urinn eigi ekki lögsögu i málinu, þvi að lög- söguúrskurður hans sé rangur og þvi muni þeir ekki heldur hlita hinum endanlega úrskurði hans i landhelgisdeilunni. Kveði rétturinn eigi að siður upp úrskurð, sem gengur gegn tslend- ingum, er engin hætta á ferðum. Bretar hefðu ekki neinn rétt til að framfylgja honum heldur yrðu samkvæmt lögum Sameinuðu þjóðanna að snúa sér til öryggisráðsins og óska eftir að það framfylgi úrskurðinum. öryggisráðið yrði þannig hinn endalegi yfirdómari i málinu. Þeim úrskurði munum við Islendingar ekki þurfa að kviða. Þar munu fulltrúar þróunar- landanna standa við hlið Islendinga. Ferli myndu þar einnig koma til leiðveizlu. öryggisráðið myndi aldrei ganga gegn rétti Is- lendinga og þeirri augljósu lagaþróun, sem er að verða i heiminum i þessum efnum. Það sýn- ir vel nýlokinn fundur þess i Panama. Það væri furðuleg óskýnsemi, ef íslendingar færu aftur að ganga undir ok landhelgissamn- inganna frá 1961 og beygðu sig að nýju undir lögsögu Alþjóðadómstólsins. Með þvi væru ís- lendingar að stefna landhelgismálinu i óþarfa hættu. Þ.Þ. E. D. Canham, The Christian Science Monitor: Bandaríkin verða að sinna Suður-Ameríku meira Þau eiga ekki að biða eftir byltingunni þar IBÚAR Suöur-Ameriku kvarta undan þvi með réttu að fjölmiðlar i Bandarikjunum veiti þeim afar litla athygli og þar af leiðandi láti bandarisk- ur almenningur sig þá afar litlu varða. Þetta átti að visu ekki við hér um daginn, þegar kosningarnar i Chile og Argentinu vöktu um skeið töluverða athygli. En að jafn- aði eru ibúar Noröur-Ameriku bæði fáfróðir og skeytingar- lausir um hinar fjölmennu þjóðir, sem byggja suðurhluta álfunnar. Máske ferst mér ekki að dæma Ég lagði leið mina fyrst til Suður-Ameriku árið 1967 og fór ekki aftur fyrri en nú i vét- ur. Ég væri að „koma upp um” stallbræður mina ef ég gerði grein fyrir, hve fáir hinna annars fróðleiksfúsu starfsmanna blaðsins um heimsmálin hafa haft nokkur veruleg kynni af Suður-Ameriku. Þeir eru satt að segja ákaflega fáir. MEGINASTÆÐAN er efa- laust, að hinir miklu fall- straumar heimsfréttanna hniga einkum austur og vest- ur. Strið og friður hefur öldum saman oltið á samskiptum ibúanna á norðurhveli. Iiisa- veldi samtimans, — Sovétrik- in, Kina og Bandarikin, — eru öll á norðanverðum hnettin- um. Heimsstyrjaldirnar miklu á þessari öld voru báðar háðar nálega einvörðungu norðan miðbaugs. Mennirnir, sem settust að i Bandarikjunum, komu flestir frá Evrópu og fá- einir frá Asiu (að undan tekn- um þrælunum frá Afriku auð- vitað). Suður-Amerika hefir ekki það eitt sér til ágætis að vera töfrandi staður, stórauðugur bæði að náttúrufegurð og náttúruauðlindum, heldur hef- ir hún einnig upp á að bjóða gnægð ónotaðra tækifæra og óráðna og ófyrirséða framtið. VIÐ komum aðeins til fárra rikja i þetta sinn og stóðum stutt við. Brazilia var einna mest æsandi, enda er efna- hagsviðbragðið þar i landi áhrifamikið og áleitiö. Chile var hins vegar dapurlegasti staðurinn, enda fer efnahags- lifið þar hrörnandi undir marxistastjórn. Argentína og Uruguay ullu mestum von- brigðum, einmitt vegna þeirra gífurlegu möguleika, sem þar eru látnir ónýttir. Hernaðarstjórn ræöur rikj- um viðast hvar i álfunni. Margir lita svo á ,að hún hafi þrátt fyrir allt yfirleitt reynzt betur en sú stjórn stjórnmála- manna, sem kostur var á — og einkum þó til muna betur en margir einræðisherrarnir, sem með völd hafa farið á lið- inni tið. Hernaðarstjórn er ekki lýðræðisleg stjórn, en hún hefir þó varðveitt vissan stöðugleika. Brazilia er sýningargluggi hennar. Argentina sýnir aftur á móti mistökin, enda er hún að hverfa til Peronismans á ný. EKKI verður sagt, að bjart sé yfir stjórnmálaframtið Suður-Ameriku. Flóð nýaf- staðinna kosninga hefir litlu Allende, forseti Chile, I hópi breytt þar um. Ekki ber þó að vanmeta, að kosningarnar gátu farið fram i friði. Arang- ur þeirra bendir hins vegar ekki til grózkumikils lýöræðis. Við Chile blasir áframhald- andi minnihlutastjórn og kyrrstaða. Argentinumenn eiga hins vegar eftir að sýna i verki, hverju peronisminn getur komið til leiðar i nútímanum undir stjórn for- seta, sem er fyrst og fremst tákn eitt. Hin mikla þjóð á sléttunum máttugu og miklu á annað og betra skilið. Þrátt fyrir allt er afar mikið i álfuna spunnið. Ibúar Norður-Ameriku ættu sannar- lega að gefa henni meiri gaum en þeir gera. Stórborg- irnar bera af flestu öðru, Rio er fágætlega fögur, Buenos Aires ótrúlega máttug, Lima afar aðlaðandi og hrörnuð dýrð Santiago* eru ágætar, gistihúsin afbragðs góð og verðið lægra en gerist i Evrópu. ERFITT er þó þrátt fyrir allt að afla i Suöur-Ameriku fréttar, sem heimsathygli vekur, nema þvi aðeins að kosningar standi yfir. Heims- friðurinn veltur engan veginn á þvi, hve langt Chilebúar ganga i marxisma, hvort efnahagsviðbragð Braziliu- manna fjarar út eða ekki, eða hverju staðgengill Perons fær áorkað. Ónei, þvi miöur. Þrátt fyrir allt má maður sannar- lega þakka fyrir, aö Suður-Amerika skuli ekki lim- ast sundur, jafn oft og stórir hlutar hennar virðast ramba á heljarbarmi. blaðainanna. Fátæktin er aiar áleitin við flestar þjóðir i Suður-Ameriku. Þvi meiri, sem hrörnunin verður i Chile, þess meiri völd færir óánægj- an vinstri stjórninni. Sultur og örbirgð kunna enn að eiga eft- ir að krefjast ærinna fórna bæði þar og annars staðar. EN eins og sakir standa verður ekki sagt, að Castro- isminn fari eins og eldur i sinu um álfuna. Andúðin á Bandarikjunum er allmikil, en ferðamaðurinn þarf þó ekki að óttast nein óþægindi. Reyndir bandariskir við- skiptajöfrar eru að koma i kring ýmsum heppilegum breytingum og hafa mikið umleikis. Hið sama má segja um Japani, svo og Þjóðverja og aðra Evrópumenn. Við lögðum einnig leið okkar til Afriku fyrir skömmu, en hún og Suður-Amerika eru svo ólikar sem framast má verða. Meginhluti ibúa Suður-Ameriku er af evrópsk- um uppruna, með sýnilegri blóðblöndun við Indiána að visu viða, og nokkurri blóð- blöndun við Afrikumenn i Brazilfu. En kynblendingarnir samlagast umhverfinu og falla inn i samfélagið. Þjóö- ernin eru orðin ráðin og gild- andi. Ibúarnir þurfa ekki að krefjast réttar sins eða sanna hann eins og gerist i Afriku. Kosningarnar eru að mestu um garð gengnar i þetta sinn. Við Bandarikjamenn ættum að glæða áhuga okkar á Suður-Ameriku þegar i stað, en ekki að biða þess, að bylt- ing verði til þess að vekja hann. Söfnun til elliheim- ilis í Rangdrþingi N'ÝSTOFNAÐUR Lionsklúbbur á Hellu, að mestu lcyti skipaður mönnum þaðan og úr Þykkvabæ, er að byrja söfnun fjár tii bygg- ingar eiliheimilis i Rangarþingi. Gengst hann i þessu skyni fyrir skemmtikvöldum, og var hið fyrsta i Þykkvabæ nú nýlega. 1 sama skyni verður efnt til blóma- sölu á sumardaginn fyrsta. Alllangt er siðan farið var að tala um byggingu elliheimilis i Rangárþingi og eitthvert litilræði mun hafa verið lagt i sjóð i þvi skyni. Mun málið nokkuð hafa borið á góma á sýslunefndar- fundum og hjá einhverjum af sveitarstjórnunum i Rángar- þingi. Hálfdan Guðmundsson á Hellu, formaður hins nýstofnaöa Lions- klúbbs Skyggnis, sagði blaðinu i gsr, að þeir félagar hefðu valið sér það verkefni að vekja athygli á elliheimilismálinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.