Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 29

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 29
Sunnudagur 8. april 1973. TÍMINN BÓKASÖFN ÓMISSANDI TÆKI í SKÓLASTARFI Gífurlegur skortur á handbókum við hæfi barna Þrátt fyrir að við höf- um gefið sjálfum okkur viðurnefnið bókaþjóð, og flöggum þvi þegar mikið riður á að við séum há- tiðlegir, þá munum við fljótlega komast að þvi, að bókin er i mörgu tilliti einkennilega útundan i þjóðfélagi okkar. Mörg opinber bókasöfn eru með þvi marki brennd, að bækur þeirra eru lok- aðar niðri i kössum að meira eða minna leyti. Það kemur lika á daginn að bókasöfn við skóla eru næsta sjaldgæf og stundum sér maður skólabókasöfn læst á bak við glerhurðir, þannig að einu kynnin sem nemendurnir hafa af bókakostinum er að lesa kilina. Barnaskólinn i Garðahreppi er gleðileg undantekning frá þessu og i rauninni alger fyrirmynd hvaðþetta snertir. Þetta er ungur skóli en hefur komið sér upp myndarlegu bókasafni á fáum ár- um. Okkur þótti þetta vera svo markverð tiðindi, að bókaþjóðin mætti gjarna fá að vita af þeim. Skólastjórinn Vilbergur Júliusson féllst fúslega á það að fræða okk- ur litillega um safnið og notkun þess. — Hvenær var þetta safn sett á stofn? — Skólinn er nú ekki gamall, hann á 15ára afmæli á þessu ári. I byrjun átti hann aðeins mjög óverulegt safn bóka. A tiu ára af- mælinu var safnið komið upp i 2 þúsund bindi og i dag mun binda- fjöldinn vera orðinn átta þúsund. Á siðasta ári var safnið svo endurskipulagt og flutt i betri húsakynni og nú höfum við það opið allan daginn. — Er þetta fyrsta sólabóka- safnið við almennan barnaskóla? — Mér er nær að halda það. En ég veit að nú eru komin upp ágæt söfn við aðra barnaskóla. Og nýju grunnskólalögin gera ráð fyrir þvi að bókasöfn verði sett á stofn við alla grunnskóla. Ef þetta ákvæði verður að raunveruleika er það auðvitað gifurleg framför. 1 minum augum er bókasafn al- gerlega ómissandi þáttur i starfi hvers skóla. — — Hver kostar rekstur safns- ins? — Það gera skólinn og hrepp- urinn i sameiningu. Garðahrepp- ur starfrækir bókasafn og við höf- um samvinnu við það. Tveir kennarar skólans hafa svo um- sjón með safninu. — Og kennarar við skólann hagnýta sér safnið við daglega kennslu? — Já eftir þvi sem hægt er. En þar rekumst við strax á stóra hindrun og það er skortur á hand bókum við hæfi barna. Það eru gefnar út bækur um alla skapaða hluti, alfræðibækur o.þ.u.l. en viti menn, þær eru yfirleitt skrifaðar fyrir fullorðna lesendur. Það er eins og menn gleymi þvi að til eru börn i heiminum þegar verið er að gefa út bækur. Ég get nefnt þér mörg dæmi um þetta. Ef ég biö litinn nemanda minn að fara inn á safn og finna eitthvað um Jón Sigurðsson, þá er viðbúið að sú leit veröi erfiö vegna þess að þaö er ekkert skrifað um hann fyrir börn. Þau vinna ekki upp úr þykkum doðröntum i mörgum bindum. Svona er þetta á ótal sviöum og þetta veldur um- sjónarmönnum safnsins okkar miklum áhyggjum. Þetta er mjög sárt einmitt vegna þess að börn eru mjög fróðleiksfús og opin fyr- ir umhverfi sinu og þessa fróð- leiksfýsni eigum við kennararnir að virkja og auka. Það er reynsla okkar hér að börn eru góðir not- endur á bókasafninu, þau fara vel með bækur og eru einkar þakklát- ir viðskiptavinir. Þetta má gjarna koma fram þvi að það er alltaf verið að tala illa um börn og unglinga. Þrátt fyrir þessa annmarka reynum við að nota safnið eins og við getum og kenna börnunum að hagnýta sér það. Auk þess lánum við út úr safninu og sú þjónusta er mjög mikið notuð af börnunum, á siðasta ári lánuðum við út um 20 þúsund bindi. Þar svarar til þess að hver bók hafi verið lánuð tvisvar og hálfs sinnum yfir árið. Bókasafnið er börnunum lika kærkomið áfdrep þegar göt eru i stundaskránni sem við köllum, þ.e. þegar timar eru ekki sam- felldir. Þá nota þau timann til að Það er oft þröngt á þingi I safninu. fara i safnið og lita þar i bækur og blöð. — Er ekki bókasafn i skóla nauðsynlegt, ef það takmark á að nást að öll vinna við námið fari fram i skólanum sjálfum og heimavinnan leggist niður? — Jú, og þar komum við að mikilvægu atriði, sem hægt væri að tala langt mál um. Skólamenn verða að horfast i augu við að skólinn hlýtur að færast meira yfir i það horf að verða uppeldis- stofnun en ekki itroðslu. Þjóð- félagið beinlinis krefst þess. Heimilin eru ekki þau vigi sem þau voru áður. Spyrja má: Hvar eru börnin, þegar skólatimi er úti og mæðurnar eru á vinnumarkað- inúm. Þarna verður skólinn að koma til skjalanna, ég get að minnsta kosti ekki séð að önnur stofnun geti tekið þetta hiutverk að sér. En til þess að skólinn geti sinnt heilshugar uppeldishlutverki sinu Framhald á bls 39 ruuui uiui iuui idi oiuu ivin i auiiuanuni hefur nú verið rekin í 5 mánuði með góðum árangri. Þetta eru tegundirnar af hinu vinsæla og góða fððri, sem MR byður viðskiptamönnum sínum. Kuafóður MR Búkollukuafðður Búbðtarkúafðður Alikálfafðður Sauðfjálblanda Hænsnafððurmjöl MR Heilfðður Blandað hænsnakorn Hveitikorn Maískurl Heilt bvgg Grísagyitufðður Eldissvínafðður Hestafðður Lífkjuklingar: Byrjunarfoður Vaxtarfðður Holdakjúklingar: Byrjunarfðður Vaxtarfðður Maísmjöl Valsaðir hafrar Hveitiklíð Sojamjöl Flest fðður seljum við kögglað og í mjölformi, laust eða sekkjað. fóður grasfm girðingarefni MJOLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Sími: 11125

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.